Erlent

Brown kallaður heim frá Ísrael vegna þingmáls

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands.
Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. MYND/AP

Ferð Gordons Browns, fjármálaráðherra Bretlands, til Miðausturlanda varð heldur endaslepp því skömmu eftir að hann kom til Tel Aviv í Ísrael í gær var hann kallaður aftur heim til að taka þátt í mikilvægri atkvæðagreiðslu um lög gegn hryðjuverkum sem bera á undir breska þingið í dag.

Hryðjuverkafrumvarpið er afar umdeilt í Bretlandi, en samkvæmt því verður lögreglu meðal annars heimilað að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í þrjá mánuði án þess að ákæra þá. Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, sagðist í gær hafa tryggt sér öruggan meirihluta á þingi til að koma frumvarpinu í gegn en miðað við þessar fregnir er mjótt á mununum. Brown hugðist heimsækja bæði Ísrael og Palestínu á ferð sinni um Miðausturlönd og ræða við Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×