Erlent

Geimskutla af stað áleiðis til Venusar

 

Geimskutlan Venus Express tók á loft frá Kasakstan í nótt. Geimvísindastofnun Evrópu hefur hannað flaugina, sem er ætlað að rannsaka yfirborð plánetunnar Venus. Geimskotið í nótt heppnaðist vel, en því var frestað um tvær vikur eftir að rannsóknir leiddu í ljós bilun í hitastilli. Búist er við að flaugin nái yfirborði Venusar eftir um fimm mánuði. Þar sem Venus svipar nokkuð til jarðarinnar að þyngd og massa er vonast til að leiðangurinn leiði í ljós athyglisverða hluti um innri gerð jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×