Erlent

Rannsakar hryðjuverkaspólur sem dreift var í moskum

Lögregla í Vestur-Yorkshire á Bretlandi rannsakar nú hvort myndböndum og DVD-diskum þar sem hvatt er til hryðjverka og ofbeldis hafi verið dreift í tveimur moskum í bænum Dewsbury um helgina.

Greint er frá því á fréttavef breska ríkisútvarpsins að spólurnar hafi verið skildar eftir í anddyri moskanna og að múslímar hafi tekið þær og haldið að um upplestur úr Kóraninum væri að ræða. Hins vegar hafi komið í ljós að á spólunum hafi verið hvatt til ofbeldis og hryðjuverka og orðunum sérstaklega bein til ungra múslíma í bænum.

Lögregla segir múslíma hafa vakið athygli hennar á þessu, en samfélag þeirra í Dewsbury er enn að jafna sig eftir fregnir af því að einn af árásarmönnunum í hryðjuverkunum í Lundúnum í júlí síðastliðnum, Mohammed Siddique Khan, hafi komið þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×