Erlent

Meira en 87.000 fórust

Hjálpargögn borin. Pakistanar bera hjálpargögn upp fjallsstíg á hamfara­svæðinu í Kasmír.
Hjálpargögn borin. Pakistanar bera hjálpargögn upp fjallsstíg á hamfara­svæðinu í Kasmír.

Manntjón af völdum jarðskjálftans mikla sem varð fyrir réttum mánuði í norðanverðu Pakistan er nú talið vera mun meira en áður var áætlað. Samkvæmt mati sem unnið var á vegum Alþjóðabankans og Þróunarbanka Asíu fórust yfir 87.000 manns í hamförunum, en það er um 13.000 fleiri en opinbert mat pakistanskra yfirvalda.

Vonir standa þó til að björgunar­aðgerðir muni hindra frekara manntjón nú þegar vetur sverfur að. Áberandi þykir þó hve neyðaraðstoð alþjóðasamfélagsins hefur skilað sér verr eftir þessar hamfarir en þær sem urðu í kringum Indlandshaf í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×