Erlent

Lestarslys í norðurhluta Indlands

Að minnsta kosti fimm létu lífið þegar yfirfull farþegalest og flutningalest rákust saman í norðurhluta Indlands í dag. Lögregla á staðnum segir enn fjölda fólks fastan í flaki eins vagnanna sem kramdist undir flutningalestinni, en áreksturinn var svo harður að fjórir farþegavagnar fóru út af sporinu. Því er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Ekki er nema vika síðan 110 manns létust þegar lest endaði úti fljóti í Andhra Pradesh héraði í suðurhluta landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×