Tvísýnt um örlög hryðjuverkafrumvarps í Bretlandi 9. nóvember 2005 10:30 MYND/AP Bæði Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, og Jack Straw, utanríkisráðherra landsins, hafa verið kallaðir heim frá útlöndum til þess að taka þátt í mikilvægri atkvæðagreiðslu um umdeilt frumvarp bresku stjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum sem bera á undir breska þingið í dag. Ferð Gordons Browns, fjármálaráðherra Bretlands, til Miðausturlanda varð heldur endaslepp því skömmu eftir að hann kom til Tel Aviv í Ísrael í gær var hann kallaður aftur heim til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Brown hugðist bæði heimsækja Ísrael og Palestínu á ferð sinni um Miðausturlönd og ræða við Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu og er búist við að hann haldi aftur til Miðausturlanda þegar atkvæðagreiðslunni er lokið. Þá var Jack Straw utanríkisráðherra kallaður heim af fundi Evrópusambandsins og Rússa sem fram fer í Moskvu, en Bretar fara nú fyrir Evrópusambandinu. Frumvarpið um varnir gegn hryðjuverkum er afar umdeilt í Bretlandi, ekki síst ákvæði um að lögreglu verði heimilað heimilað að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í þrjá mánuði án þess að ákæra þá. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að ákvæðið sé mjög mikilvægt í baráttunni gegn frekari hryðjuverkaárásum í Bretlandi, en eins og kunnugt er létust rúmlega fimmtíu manns í tilræðum á fjórum stöðum í Lundúnum í júlí síðastliðnum. Samherjar Blairs, Straws og Browns í þingflokki Verkamannaflokksins eru hins vegar ekki jafnsannfærðir og búist er við að Blair og innanríkisráðherrann Clarke þurfi að verja stórum hluta dagsins til þess að sannfæra flokksfélaga sína á þingi um ágæti frumvarpsins. Fari svo að frumvarpið verði fellt er breska stjórnin með varaáætlun, en það er frumvarp sem Janet Anderson, þingmanni Verkamannaflokksins og öflugum stuðningsmanni stjórnarinnar, er ætlað að leggja fram. Þar er tíminn sem lögregla má halda grunuðum hryðjuverkamönnum án ákæru tveir mánuðir í stað þriggja. Ef sú tillaga hlýtur heldur ekki náð fyrir augum þingsins gæti breska stjórni þurft að sættast á að varðhaldstíminn verði aðeins fjórar vikur, en tryggur meirihluti er fyrir þeirri tillögu á þinginu. Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Bæði Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, og Jack Straw, utanríkisráðherra landsins, hafa verið kallaðir heim frá útlöndum til þess að taka þátt í mikilvægri atkvæðagreiðslu um umdeilt frumvarp bresku stjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum sem bera á undir breska þingið í dag. Ferð Gordons Browns, fjármálaráðherra Bretlands, til Miðausturlanda varð heldur endaslepp því skömmu eftir að hann kom til Tel Aviv í Ísrael í gær var hann kallaður aftur heim til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Brown hugðist bæði heimsækja Ísrael og Palestínu á ferð sinni um Miðausturlönd og ræða við Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu og er búist við að hann haldi aftur til Miðausturlanda þegar atkvæðagreiðslunni er lokið. Þá var Jack Straw utanríkisráðherra kallaður heim af fundi Evrópusambandsins og Rússa sem fram fer í Moskvu, en Bretar fara nú fyrir Evrópusambandinu. Frumvarpið um varnir gegn hryðjuverkum er afar umdeilt í Bretlandi, ekki síst ákvæði um að lögreglu verði heimilað heimilað að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í þrjá mánuði án þess að ákæra þá. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að ákvæðið sé mjög mikilvægt í baráttunni gegn frekari hryðjuverkaárásum í Bretlandi, en eins og kunnugt er létust rúmlega fimmtíu manns í tilræðum á fjórum stöðum í Lundúnum í júlí síðastliðnum. Samherjar Blairs, Straws og Browns í þingflokki Verkamannaflokksins eru hins vegar ekki jafnsannfærðir og búist er við að Blair og innanríkisráðherrann Clarke þurfi að verja stórum hluta dagsins til þess að sannfæra flokksfélaga sína á þingi um ágæti frumvarpsins. Fari svo að frumvarpið verði fellt er breska stjórnin með varaáætlun, en það er frumvarp sem Janet Anderson, þingmanni Verkamannaflokksins og öflugum stuðningsmanni stjórnarinnar, er ætlað að leggja fram. Þar er tíminn sem lögregla má halda grunuðum hryðjuverkamönnum án ákæru tveir mánuðir í stað þriggja. Ef sú tillaga hlýtur heldur ekki náð fyrir augum þingsins gæti breska stjórni þurft að sættast á að varðhaldstíminn verði aðeins fjórar vikur, en tryggur meirihluti er fyrir þeirri tillögu á þinginu.
Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira