Erlent

Lengsta samfellda flug farþegaþotu

 
Boeing-flugvélaverksmiðjurnar sendu í morgun vél af gerðinni 777 í loftið frá Hong Kong og hún á ekki að lenda fyrr en á morgun, eftir tuttugu og þriggja tíma flug. Leiðin liggur frá Hong Kong yfir Bandaríkin til Evrópu, en vélin á að lenda á Heathrow í fyrramálið. Ef þetta tekst er um að ræða lengsta samfellda flug farþegaþotu, bæði mælt í tíma og kílómetrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×