Erlent

Staðfest að stúlka lést úr fuglaflensu í Indónesíu

MYND/AP

Staðfest hefur verið að banamein 16 ára indónesískrar stúlku sem lést gær, hafi verið fuglaflensa og er hún þar með sjötta fórnarlamb veikinnar í Indónesíu, en alls hafa tíu greinst með flensuna í landinu. Stúlkan var lögð inn á sjúkrahús í Djakarta á sunnudaginn með mikinn hita og lungnabólgu og hún lést í gærmorgun. Vitað er að hún bjó nærri alifuglamarkaði og að fuglar voru haldnir á heimili hennar en ekki hafa fundist sannanir fyrir því að hún hafi komist í snertingu við sýktan fugl eða fugla. Yfirvöld rannsaka því áfram hvernig hún smitaðist af flensunni. Fuglaflensa er útbreidd í Indónesíu og hafa tíu milljónir fugla drepist eða verði slátrað til að reyna að hefta útbreiðslu veikinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×