Erlent

Unglingur gerði skotárás í gagnfræðaskóla

Komið með annan þeirra sem skotinn var í skólanum á sjúkrahús í Knoxville í Tennessee.
Komið með annan þeirra sem skotinn var í skólanum á sjúkrahús í Knoxville í Tennessee. MYND/AP

Fimmtán ára gamall drengur hóf í gær skothríð í gagnfræðaskóla í Tennessee í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að einn lést og tveir særðust alvarlega. Sá sem lést var aðstoðarskólastjóri í skólanum og annar hinna særðu var skólastjórinn. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir að sögn lögreglu. Skólanum var lokað um leið og tekist hafði að handtaka piltinn. Hann hefur nú verið færður í unglingafangelsi þar sem hann verður í gæsluvarðhaldi uns dæmt verður í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×