Erlent

Engin eftirgjöf hjá Mubarak

Kjósið Bræðralagið. Hosni Mubarak er sagður þola stjórnarandstöðu, svo fremi sem hún sé heldur veik.
Kjósið Bræðralagið. Hosni Mubarak er sagður þola stjórnarandstöðu, svo fremi sem hún sé heldur veik.

Fyrsta umferð egypsku þingkosninganna fór fram í gær og var kjörsókn með skárra móti. Fáir virðast gera sér grillur um annað en að Þjóðarflokkur Mubaraks forseta verði áfram með alla valdaþræði í höndum sér.

Egyptar eru ekki þekktir fyrir að fjölmenna á kjörstað enda telja flestir kosningarnar aðeins vera sjónarspil Hosni Mubarak forseta sem var endurkjörinn í septem­ber með yfirgnæfandi meirihluta í enn eitt skiptið. Engu að síður töldu starfsmenn kjörstjórna að kjörsókn væri talsvert betri en í septemberkosningunum og þingkosningunum árið 2000 en í bæði skiptin kusu um 23 prósent atkvæðisbærra manna. Þá var lögregla vart sýnileg á kjörstöðum í gær en það þykir til marks um að Mubarak vilji láta líta út fyrir að umbætur hafi átt sér stað.Margir kjósendur kvörtuðu hins vegar yfir því að þeim hefði ekki verið heimilað að kjósa og einhverjar fregnir bárust af því að starfsmenn Þjóðarflokksins reyndu að kaupa atkvæði.

Í síðustu kosningum fékk Þjóðar­flokkurinn 88 prósent at­kvæða en nú er vonast til að stærsta stjórnarandstöðuhreyfingin, Bræðralag múslima, nái eitthvað að rétta sinn hlut. Næstu tvær umferðir fara svo fram 20. nóvember og 1. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×