Erlent

Jórdanía: Sjálfsmorðsárásir á þremur hótelum

Sérsveitarmenn jórdönsku lögreglunnar á vettvangi árásarinnar á Radisson SAS hótelinu í kvöld.
Sérsveitarmenn jórdönsku lögreglunnar á vettvangi árásarinnar á Radisson SAS hótelinu í kvöld. MYND/AP

Sprengja sprakk á þriðja hótelinu á skömmum tíma í Amman, höfuðborg Jórdaníu, fyrir skemmstu. Þriðja hótelið er Days Inn hótelið en áður hafði verið tilkynnt um sprengingar á hótelunum Radisson SAS og Grand Hyatt en öll hótelin eru vinsæl á meðal vestrænna ferðamanna. Ekki liggur fyrir hversu margir eru látnir eða særðir en talað var um a.m.k. fimm dauðsföll og á sjötta tug særðra þegar tvær sprengjanna höfðu sprungið. Lögregla telur að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×