Erlent

Gætu farið heim í lok næsta árs

Forseti Íraks, Jalal Talabani, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að breskir hermenn gætu verið alfarnir frá landinu í árslok 2006. Er þetta fyrsta alvöru ágiskunin um brotthvarf erlendra hermanna frá hinu stríðshrjáða landi. Talabani telur að þá geti hermenn Íraka tekið yfir þau störf sem Bretar hafa hingað til gegnt.

Erlent

Múgur réðst að lögreglu

Óeirðaaldan í Frakklandi virðist vera í rénum fyrir utan mikil læti í þriðju stærstu borginni, Lyon, auk þess sem kveikt var í skólastofu í suðurhluta landins.

Erlent

Sprengjubúnaður virkaði ekki

Jórdanska sjónvarpið birti í gær viðtal við konu sem segist hafa tekið þátt í sjálfsmorðsárásunum sem urðu 57 manns að bana auk tilræðismanna. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, segir allt verða gert til að handsama sökudólgana.

Erlent

Spígsporaði um göturnar

Úlfur gekk laus í úthverfum Stokkhólms í gær. Úlfurinn var hinn rólegast, gekk um götur og leyfði myndatökur af sér í gríð og erg. Maður hringdi í lögregluna snemma í gærmorgun og sagðist hafa séð úlfinn. Þóttu orð hans ótrúleg en þegar fleiri hringdu og sögðust hafa séð úlf voru lögreglubílar sendir af stað.

Erlent

Hundar finna lyktina af krabbameini

Hundar kunna að skipta sköpum í rannsóknum á krabbameini í framtíðinni. Nýlegar rannsóknir í Noregi benda til þess að þeir geti fundið lyktina af krabbameini og þefað það uppi hjá fólki með ótrúlegri nákvæmni.

Erlent

Segja að H5N1 hafi stökkbreyst

Vísindamenn í Víetnam segja að fuglaflensuvírusinn H5N1 hafi þegar stökkbreyst og sé nú hættulegri en áður. Talið er að stökkbreytingin geti leitt til þess að fuglaflensan smitist auðveldar úr fuglum í spendýr, þar á meðal fólk.

Erlent

Læknaðist af HIV veirunni?

Andrew Stimpton, 25 ára gamall Breti sem greindist með HIV veiruna árið 2002 síðan er nú skyndilega orðinn eitt mest spennandi viðfangsefni læknavísindanna. Ástæðan er sú að samkvæmt nýjustu blóðprufum er hann ekki lengur sýktur af veirunni illskæðu og virðist með öllu læknaður.

Erlent

Kona í haldi lögreglu

Jórdanskir lögreglumenn hafa konu í haldi sem mistókst að tendra sprengjur sem hún bar á sér í hryðjuverkaárásunum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, á miðvikudagskvöld.

Erlent

Fæddist með utanáliggjandi hjarta

Læknar á Indlandi berjast við að halda lífi í stúlkubarni sem fæddist með utanáliggjandi hjarta. Þegar stúlkan kom í heiminn hélt hún utan um hjartað með hægri hönd.

Erlent

Hættir útsendingum á miðnætti

Einkarekin útvarpsstöð í Danmörku krefur danska ríkið um það sem nemur þremur milljörðum íslenskra króna, en stöðin hættir útsendingum annað kvöld vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnarandstaðan í Danmörku segir þetta dæmi um misheppnað afnám einokunar danska ríkisútvarpsins.

Erlent

Hótar óeirðaseggjum frekari aðgerðum

Innanríkisráðherra Frakklands hótar að herða enn frekar aðgerðirnar gegn ungum mótmælendum sem staðið hafa fyrir óöld í landinu undanfarnar sautján nætur. Lögreglan beitti táragasi í Lyon í nótt þegar ungmenni gengu þar berserksgang.

Erlent

H5N1 sagður hafa stökkbreyst

Vísindamenn í Víetnam segja að fuglaflensuvírusinn af stofni H5N1 í Asíu hafi þegar stökkbreyst og geti þannig auðveldlega borist í menn. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segist engar fregnir hafa fengið af þessu frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og leggur því ekki trúnað á fréttirnar.

Erlent

Enn óeirðir í Frakklandi

Útgöngubann hefur verið sett á í Lyon, annarri strærstu borg Frakklands, og í tíu öðrum bæjum þar í grennd, til að reyna að binda enda á óeirðirnar þar. Öryggisgæsla var hert til muna í París í morgun vegna ótta um að óeirðaseggir létu til skarar skríða, en nokkuð virðist hafa dregið úr ólgunni þar.

Erlent

Vilja að kosið verði á ný

Flokkur George Weah, sem tapaði forsetakosningunum í Líberíu síðasta þriðjudag, krafðist þess í dag að kosningarnar yrðu endurteknar.

Erlent

Ábyrgð al-Kaída staðfest

Jórdönsk yfirvöld segjast hafa fengið staðfest að al-Kaídaliðar frá Írak hafi staðið að baki hryðjuverkaárásunum á þrjú hótel í höfuðborginni Ammam á miðvikudagskvöld.

Erlent

Annan kom óvænt til Bagdad

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í dag í óvænta heimsókn Bagdad. Þetta er fyrsta heimsókn hans til landsins síðan fyrir innrásina í Írak. Annan kom til Íraks frá Jórdaníu en þangað ákvað hann að fara eftir hryðjuverkaárásir á þrjú hótel í borginni.

Erlent

Öryggisgæsla hert í París

Frönsk yfirvöld gripu til frekari varúðarráðstafana í morgun og hertu öryggisgæslu mikið í höfuðborgini París. Búist er við óeirðum vegna ákvörðunar stjórnvalda um sólarhringsbann við almennum fundum utandyra, sem tók gildi í morgun.

Erlent

Stjórna saman í fyrsta sinn í 40 ár

Stóru flokkarnir í Þýskalandi, Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafa komist að samkomulagi um stjórnarmyndun, og verður Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, næsti kanslari landsins, fyrst allra kvenna.

Erlent

Finnur ódýr flugfargjöld

Nú hefur stórfyrirtækið Google blandað sér í slaginn um þá viðskiptavini sem ferðast hvað mest og býður nú nýja þjónustu þar sem allir eiga að geta fundið ódýrustu flugmiða sem völ er á gegnum vefsíðu fyrirtækisins.

Erlent

Nýrra aðlögunarleiða leitað

Síðla fimmtudagsins 27. október létu tveir unglingsdrengir, annar ættaður frá Malí, hinn frá Túnis, lífið er þeir reyndu að fela sig í spennustöð jarðlestarstöðvar í Parísarúthverfinu Clichy-sous-Bois. Sú saga gekk að drengirnir hefðu verið á flótta undan lögreglu og allt fór í bál og brand. Það var sem kveikt hefði verið í púðurtunnu.

Erlent

Svíar og Japanar njóta ásta

Engar þjóðir njóta ásta jafn mikið í eldhúsinu eins og Svíar og Japanir. Fimmti hver einstaklingur í þessum löndum segist hafa stundað ástarleiki í eldhúsinu einu sinni eða oftar. Þetta eru niður­stöður nýrrar Gallup-könnunar sem gerð var fyrir Ikea í 28 löndum.

Erlent

Ræningjar léku á lögreglu

Vopnaðir menn rændu peningageymslu öryggisfyrirtækisins Securitas í bænum Jönköping í Svíþjóð í gær. Ljóst er að ræningjarnir afvegaleiddu lögregluna með sprengjuhótun við háskólann í Jönköping en þar eru að minnsta kosti fjórir Íslendingar við nám. Engin sprengja fannst.

Erlent

Þögn sló á borgir Evrópu

Í gær var þess minnst víða um Evrópu að 87 ár voru liðin frá því samið var um vopnahlé í heimsstyrjöldinni fyrri. Klukkan ellefu að morgni ellefta dags ellefta mánaðar ársins 1918 þögnuðu byssurnar sem höfðu gelt nær linnulaust síðustu fjögur árin á undan.

Erlent

Frumvarpið verður mildað

Danska ríkisstjórnin íhugar nú breytingar á frumvarpi um varnir gegn hryðjuverkum. Í frétt Berlingske Tidende segir að þetta sé gert í kjölfar niðurstöðu breska þingsins um að fella sams konar frumvarp þar í landi. Talið er líklegt að heimildir til símahlerana og myndbandsupptöku á opinberum stöðum verði ekki eins rúmar og upphaflega var gert ráð fyrir. Frumvarpið hefur töluvert verið gagnrýnt í Danmörku, ekki síst af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna.

Erlent

Kína og kjarnorkuvandi á Kóreuskaganum

Þessa dagana standa yfir í Peking viðræður um kjarnorkumál á Kóreuskaganum. Þótt öll spjót beinist nú að Norður-Kóreu eru Kínverjar einnig í flókinni stöðu þar sem þeir freista þess að fá deilendur til að sættast á tímamótasáttmála sem undirritaður var í

Erlent

120 manns teknir höndum

Jórdönsk yfirvöld skýrðu frá því í gær að 120 manns hefðu verið teknir fastir í tengslum við hryðjverkin í Amman á miðvikudagskvöld. Al-Kaída segir í yfirlýsingu að sjálfsmorðsprengju­mennirnir hafi verið fjórir en ekki þrír eins og í upphafi var talið.

Erlent

Veikir í tvær vikur á ári

Munurinn á fjölda veikindadaga ríkisstarfsmanna og starfsmanna einkafyrirtækja í Danmörku hefur aukist undanfarin ár. Ríkisstarfsmenn verða veikir að meðaltali 14,5 daga á ári en aðrir launþegar í átta daga.

Erlent

Flugmaðurinn hafði millilent

Flugvellinum í Karlstad í Svíþjóð var lokað um hádegisbilið í gær þar sem maður var grunaður um sjálfsmorðssprengjuárás. Maður sást á vappi með nokkrar töskur nálægt flugturninum og var strax hringt úr síma flugmálastjórnarinnar á vellinum í lögregluna. Flugstöðin var rýmd, flugvellinum var lokað og björgunarsveitin mætti á staðinn meðan lögreglan rannsakaði svæðið. Engin sprengja fannst enda kom í ljós að um var að ræða flugmann sem hafi millilent á flugvellinum.

Erlent

Stjórnarsáttmálinn tilbúinn

Stærstu stjórnmálaflokkum Þýskalands tókst í gær að ganga frá málefnasamningi samsteypustjórnar sem Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, mun fara fyrir. Hún verður fyrsta konan sem sest í þýska kanslarastólinn.

Erlent