Erlent

Gætu farið heim í lok næsta árs

Breskir hermenn Þessir bresku hermenn ættu ef allt gengur að óskum verið á bak og burt frá Írak strax á næsta ári.
Breskir hermenn Þessir bresku hermenn ættu ef allt gengur að óskum verið á bak og burt frá Írak strax á næsta ári. MYND/AP

Forseti Íraks, Jalal Talabani, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að breskir hermenn gætu verið alfarnir frá landinu í árslok 2006. Er þetta fyrsta alvöru ágiskunin um brotthvarf erlendra hermanna frá hinu stríðshrjáða landi. Talabani telur að þá geti hermenn Íraka tekið yfir þau störf sem Bretar hafa hingað til gegnt.

Nú eru 8.500 breskir hermenn í Írak en talið er að sú tala verði komin niður í 3.000 strax um mitt næsta ár. Einn æðsti maður breska heraflans, Sir Mike Jackson, segir að þessi tímaáætlun geti vel staðist. Hvorki hann né Tony Blair, forsætisráðherra Breta, vilja hins vegar staðfesta þessa tímasetningu.

Jackson segir að Bretar muni fara frá Írak þegar réttu skilyrðin verða fyrir hendi. Það er þegar íraska þjóðin og íraska ríkisstjórnin hafi fengið nægjanlegt sjálfstraust. Talibani segir að það sé ekki einn Íraki sem óski þess að erlendur herafli verði að eilífu í landinu. Hann varar hins vegar við því að heraflinn verði dreginn samstundis í burtu.

"Það myndi leiða okkur til einhvers konar borgarstyrjaldar. Við myndum glata öllu því sem við höfum gert til þess að frelsa Írak frá verstu tegund einræðis," segir forseti Íraks, Jalal Talibani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×