Erlent Hellti bensíni yfir konuna og brann inni Erlent 9.8.2007 09:54 Neysla fólínsýru minnkar líkur á brjóstakrabbameini Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru, sem ein tegund B-vítamíns. Þetta sýnir ný umfangsmikil rannsókn í Svíþjóð sem sænskir miðlar greina frá. Erlent 9.8.2007 09:13 Ætla ekki að lýsa yfir neyðarástandi Formaður ríkisstjórnarflokks Pakistans hefur vísað þeim fréttum bug að Pervez Musharraf, forseti landsins, íhugi að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Segir hann slíkt ekki koma til greina af hálfu stjórnvalda. Haft var eftir upplýsingamálaráðherra Pakistans í morgun að stjórnvöld vilji koma á neyðarlögum til að binda endi á ófremdarástand þar í landi. Erlent 9.8.2007 09:08 Bretar aflétta banni á flutningi búfénaðar innanlands Bresk stjórnvöld hafa afnumið bann á flutningi búfénaðar innanlands sem sett var á til að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki þar í landi.Breskir bændur eru því byrjaði á ný að senda fé til slátrunar. Gin- og klaufaveiki hefur greinst á tveimur búum í Surrey og í dag er von á niðurstöðum rannsóknar á sýnum úr búfénaði frá þriðja búinu. Erlent 9.8.2007 08:42 Bönnuðu myndir af Múhameð í hundslíki Forsvarsmenn listasafns nærri Karlstad í Svíþjóð ákváðu á síðustu stundu að banna listamanni sem þar sýndi verk sín að birta þrjár myndir af Múhameð spámanni í hundslíki. Erlent 9.8.2007 08:25 Framkvæmdir hafnar í Bæjaralandi Í gær hófust framkvæmdir við fyrstu jarðvarmavirkjun íslenska fyrirtækisins Enex í Geretsried í Þýskalandi. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var viðstaddur athöfnina og tók fyrstu skóflustunguna. Erlent 9.8.2007 08:15 Japanar minnast kjarnorkuárása Íbúar japönsku borgarinnar Nagasaki minnast þess í dag að sextíu og tvö ár eru liðin síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina. Á Íslandi verður kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri. Erlent 9.8.2007 07:59 Danskar dagmæður ósáttar við reykingabann Dagmæður í Danmörku eru ósáttar við ný reykingalög sem taka gildi þar í landi í næstu viku og hafa margar þeirra hótað að segja upp. Erlent 9.8.2007 07:54 Fjörtíu og þrír láta lífið í flóðum í Víetnam Alls hafa fjörtíu og þrír látið lífið og þúsundir þurft að flýja heimili sín í mannskæðum flóðum í Víetnam. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vegir víða farið undir vatn. Erlent 9.8.2007 07:47 Níu láta lífið í átökum á Filippseyjum Níu filippseyskir hermenn létu lífið og tveir særðust í átökum milli stjórnarhersins og herskárra múslima á eyjunni Jolo í Filippseyjum í morgun. Hermennirnir voru á hefðbundinni eftirlitsferð þegar á þá var skyndilega ráðist. Erlent 9.8.2007 07:41 Bandaríkjamenn fordæma flugskeytaárás Rússa Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í morgun flugskeytaárás rússneskra herþotna á Georgíu síðastliðinn mánudag. Flugskeytið lenti án þess að springa á akri um sextíu og fimm kílómetra frá Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Erlent 9.8.2007 07:36 Íhuga að setja neyðarlög í Pakistan Stjórnvöld í Pakistan íhuga nú að setja neyðarlög í landinu samkvæmt upplýsingamálaráðherra Pakistan. Lögunum er ætlað að koma í veg fyrir áframhaldandi ókyrrð og tíðar sjálfsmorðsárásir. Erlent 9.8.2007 07:22 Gasið streymir enn Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands hefur greitt rússneska gasfyrirtækinu Gazprom tæplega þrjátíu milljarða króna skuld. Gazprom hótaði því í síðustu viku að minnka gassendingar sínar til landsins um helming ef Hvíta-Rússland greiddi ekki skuldina. Erlent 9.8.2007 06:15 Fyrsti fundurinn í sjö ár Reikna má með því að Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, tjaldi öllu til þegar hann tekur á móti Roh Moo-Hyun, forseta Suður-Kóreu, nú í lok mánaðarins. Þúsundir aðdáenda leiðtogans í norðrinu verða kvaddir til að standa meðfram götum höfuðborgarinnar Pyongyang og fagna gestinum. Erlent 9.8.2007 06:00 Seldi ösku fyrri konu eiginmanns Kona í New York-borg komst í hann krappan á dögunum þegar hún seldi fyrir slysni leirker með ösku fyrrverandi konu eiginmanns síns á skransölu fyrir 37 krónur. Erlent 9.8.2007 05:30 Tábrotin í helli í fjóra daga Belgískum hellafræðingi var bjargað í gærmorgun heilum á húfi eftir að hafa setið fastur í fjóra daga í helli á sex hundruð metra dýpi. Erlent 9.8.2007 04:45 Hjálparstarf í kapphlaupi við tímann Þrjátíu milljónir manna hafa orðið fyrir áhrifum af monsúnflóðunum í Suður-Asíu. Milljónir hafa misst heimili sín. Hjálparstarf miðast nú að því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Fólk hefur ekki aðgang að drykkjarvatni og skortir lyf. Erlent 9.8.2007 04:45 Segja sekt Rússa sannaða Utanríkisráðuneyti Georgíu segir að gögn frá ratsjárstöðvum í landinu sýni fram á að rússnesk SU-24 orrustuþota hafi farið ólöglega inn í lofthelgi landsins á mánudag og skotið flugskeyti að þorpi. Flugskeytið, sem er rússneskt að gerð, lenti nærri þorpi en sprakk ekki. Yfirvöld í Rússlandi hafa neitað ásökuninni. Erlent 9.8.2007 04:00 Lögðu veg í bakgarði konu Pólsk kona sneri aftur úr sumarfríi og komst að því að bæjaryfirvöld höfðu byggt umferðareyju og lagt veg í gegnum bakgarðinn hennar. Erlent 9.8.2007 00:45 Endeavour tekst á loft Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu. Erlent 8.8.2007 22:47 Hollendingar takast á um ofskynjunarsveppi Tekist er á um það á hollenska þinginu hvort banna eigi sölu ofskynjunarsveppa í landinu. Sökum tíðra slysa eru flestir stjórnmálaflokkar á því að banna eigi sveppina. Time fjallar um málið í dag og er meðal annars vitnað til þess þegar 19 ára gamall Íslendingur stökk út um glugga á hótelherbergi sínu. Erlent 8.8.2007 22:40 Flugfarþegi smyglaði apa undir hatti sínum Maður hefur verið yfirheyrður af lögreglu á La Guardia flugvelli í New York eftir að api skaust undan hatti hans þar sem hann sat í flugvél á leið til borgarinnar frá Flórída. Farþegar urðu apans varir þar sem hann hékk í tagli mannsins og undi sér vel, að því er talskona flugfélagsins greindi frá í dag. Erlent 8.8.2007 21:34 Mikil flóð í Suðuraustur-Asíu Milljónir manna þurfa á aðstoða að halda eftir flóð í Suðuraustur-Asíu. Einna verst er ástandið í Assam-héraði á Indlandi en þar hafa fjölmargir íbúar þurft að flýja heimili sín. Erlent 8.8.2007 20:27 Jarðskjálfti í Indónesíu Sterkur jarðskjálfti sem mældist 7.0 á Richter kvarðanum reið yfir í Indónesíu nálægt eyjunni Vestur Jövu á sjötta tímanum í dag. Upptök skjálftans voru í 112 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta. Erlent 8.8.2007 18:03 Frakkar búast við árásum á járnbrautarlestar Yfirvöld í Frakklandi hafa hert mjög eftirlit með lestarkerfinu í austurhluta landsins, eftir að hafa fengið vísbendingar um mögulega hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og starfsmenn járnbrautanna skoðuðu sérstaklega nokkrar lestar sem voru á leið til og koma frá Luxembourg. Erlent 8.8.2007 16:52 Stærsta þekkta reikistjarna í heimi Stjörnuathugunarfólk hefur uppgötvað stærstu reikistjörnu af þeim sem hingað til eru þekktar í Alheiminum. Gripurinn er tuttugu sinnum stærri en jörðin og 1,7 sinnum stærri en Júpíter. Erlent 8.8.2007 16:41 Allt um höfrunga Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru algengastir í grunnum sjó eða við yfirborð sjávar en stunda ekki mikla djúpköfun líkt og reyðarhvalir eða aðrir hópar tannhvala. Erlent 8.8.2007 16:34 Sér grefur gröf Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig. Erlent 8.8.2007 15:39 Höfrungategund aldauða Tegund sérstæðra ferskvatns höfrunga er útdauð, eða svo telja vísindamenn sem lögðu í leiðangur til að rannsaka höfrungana. Þeir fundu ekki eina skepnu. Höfrungarnir lifðu eingöngu í Kína þar sem þeir voru þekktir sem Baijis. Erlent 8.8.2007 15:08 Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar. Erlent 8.8.2007 14:24 « ‹ ›
Neysla fólínsýru minnkar líkur á brjóstakrabbameini Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru, sem ein tegund B-vítamíns. Þetta sýnir ný umfangsmikil rannsókn í Svíþjóð sem sænskir miðlar greina frá. Erlent 9.8.2007 09:13
Ætla ekki að lýsa yfir neyðarástandi Formaður ríkisstjórnarflokks Pakistans hefur vísað þeim fréttum bug að Pervez Musharraf, forseti landsins, íhugi að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Segir hann slíkt ekki koma til greina af hálfu stjórnvalda. Haft var eftir upplýsingamálaráðherra Pakistans í morgun að stjórnvöld vilji koma á neyðarlögum til að binda endi á ófremdarástand þar í landi. Erlent 9.8.2007 09:08
Bretar aflétta banni á flutningi búfénaðar innanlands Bresk stjórnvöld hafa afnumið bann á flutningi búfénaðar innanlands sem sett var á til að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki þar í landi.Breskir bændur eru því byrjaði á ný að senda fé til slátrunar. Gin- og klaufaveiki hefur greinst á tveimur búum í Surrey og í dag er von á niðurstöðum rannsóknar á sýnum úr búfénaði frá þriðja búinu. Erlent 9.8.2007 08:42
Bönnuðu myndir af Múhameð í hundslíki Forsvarsmenn listasafns nærri Karlstad í Svíþjóð ákváðu á síðustu stundu að banna listamanni sem þar sýndi verk sín að birta þrjár myndir af Múhameð spámanni í hundslíki. Erlent 9.8.2007 08:25
Framkvæmdir hafnar í Bæjaralandi Í gær hófust framkvæmdir við fyrstu jarðvarmavirkjun íslenska fyrirtækisins Enex í Geretsried í Þýskalandi. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var viðstaddur athöfnina og tók fyrstu skóflustunguna. Erlent 9.8.2007 08:15
Japanar minnast kjarnorkuárása Íbúar japönsku borgarinnar Nagasaki minnast þess í dag að sextíu og tvö ár eru liðin síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina. Á Íslandi verður kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri. Erlent 9.8.2007 07:59
Danskar dagmæður ósáttar við reykingabann Dagmæður í Danmörku eru ósáttar við ný reykingalög sem taka gildi þar í landi í næstu viku og hafa margar þeirra hótað að segja upp. Erlent 9.8.2007 07:54
Fjörtíu og þrír láta lífið í flóðum í Víetnam Alls hafa fjörtíu og þrír látið lífið og þúsundir þurft að flýja heimili sín í mannskæðum flóðum í Víetnam. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vegir víða farið undir vatn. Erlent 9.8.2007 07:47
Níu láta lífið í átökum á Filippseyjum Níu filippseyskir hermenn létu lífið og tveir særðust í átökum milli stjórnarhersins og herskárra múslima á eyjunni Jolo í Filippseyjum í morgun. Hermennirnir voru á hefðbundinni eftirlitsferð þegar á þá var skyndilega ráðist. Erlent 9.8.2007 07:41
Bandaríkjamenn fordæma flugskeytaárás Rússa Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í morgun flugskeytaárás rússneskra herþotna á Georgíu síðastliðinn mánudag. Flugskeytið lenti án þess að springa á akri um sextíu og fimm kílómetra frá Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Erlent 9.8.2007 07:36
Íhuga að setja neyðarlög í Pakistan Stjórnvöld í Pakistan íhuga nú að setja neyðarlög í landinu samkvæmt upplýsingamálaráðherra Pakistan. Lögunum er ætlað að koma í veg fyrir áframhaldandi ókyrrð og tíðar sjálfsmorðsárásir. Erlent 9.8.2007 07:22
Gasið streymir enn Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands hefur greitt rússneska gasfyrirtækinu Gazprom tæplega þrjátíu milljarða króna skuld. Gazprom hótaði því í síðustu viku að minnka gassendingar sínar til landsins um helming ef Hvíta-Rússland greiddi ekki skuldina. Erlent 9.8.2007 06:15
Fyrsti fundurinn í sjö ár Reikna má með því að Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, tjaldi öllu til þegar hann tekur á móti Roh Moo-Hyun, forseta Suður-Kóreu, nú í lok mánaðarins. Þúsundir aðdáenda leiðtogans í norðrinu verða kvaddir til að standa meðfram götum höfuðborgarinnar Pyongyang og fagna gestinum. Erlent 9.8.2007 06:00
Seldi ösku fyrri konu eiginmanns Kona í New York-borg komst í hann krappan á dögunum þegar hún seldi fyrir slysni leirker með ösku fyrrverandi konu eiginmanns síns á skransölu fyrir 37 krónur. Erlent 9.8.2007 05:30
Tábrotin í helli í fjóra daga Belgískum hellafræðingi var bjargað í gærmorgun heilum á húfi eftir að hafa setið fastur í fjóra daga í helli á sex hundruð metra dýpi. Erlent 9.8.2007 04:45
Hjálparstarf í kapphlaupi við tímann Þrjátíu milljónir manna hafa orðið fyrir áhrifum af monsúnflóðunum í Suður-Asíu. Milljónir hafa misst heimili sín. Hjálparstarf miðast nú að því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Fólk hefur ekki aðgang að drykkjarvatni og skortir lyf. Erlent 9.8.2007 04:45
Segja sekt Rússa sannaða Utanríkisráðuneyti Georgíu segir að gögn frá ratsjárstöðvum í landinu sýni fram á að rússnesk SU-24 orrustuþota hafi farið ólöglega inn í lofthelgi landsins á mánudag og skotið flugskeyti að þorpi. Flugskeytið, sem er rússneskt að gerð, lenti nærri þorpi en sprakk ekki. Yfirvöld í Rússlandi hafa neitað ásökuninni. Erlent 9.8.2007 04:00
Lögðu veg í bakgarði konu Pólsk kona sneri aftur úr sumarfríi og komst að því að bæjaryfirvöld höfðu byggt umferðareyju og lagt veg í gegnum bakgarðinn hennar. Erlent 9.8.2007 00:45
Endeavour tekst á loft Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu. Erlent 8.8.2007 22:47
Hollendingar takast á um ofskynjunarsveppi Tekist er á um það á hollenska þinginu hvort banna eigi sölu ofskynjunarsveppa í landinu. Sökum tíðra slysa eru flestir stjórnmálaflokkar á því að banna eigi sveppina. Time fjallar um málið í dag og er meðal annars vitnað til þess þegar 19 ára gamall Íslendingur stökk út um glugga á hótelherbergi sínu. Erlent 8.8.2007 22:40
Flugfarþegi smyglaði apa undir hatti sínum Maður hefur verið yfirheyrður af lögreglu á La Guardia flugvelli í New York eftir að api skaust undan hatti hans þar sem hann sat í flugvél á leið til borgarinnar frá Flórída. Farþegar urðu apans varir þar sem hann hékk í tagli mannsins og undi sér vel, að því er talskona flugfélagsins greindi frá í dag. Erlent 8.8.2007 21:34
Mikil flóð í Suðuraustur-Asíu Milljónir manna þurfa á aðstoða að halda eftir flóð í Suðuraustur-Asíu. Einna verst er ástandið í Assam-héraði á Indlandi en þar hafa fjölmargir íbúar þurft að flýja heimili sín. Erlent 8.8.2007 20:27
Jarðskjálfti í Indónesíu Sterkur jarðskjálfti sem mældist 7.0 á Richter kvarðanum reið yfir í Indónesíu nálægt eyjunni Vestur Jövu á sjötta tímanum í dag. Upptök skjálftans voru í 112 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta. Erlent 8.8.2007 18:03
Frakkar búast við árásum á járnbrautarlestar Yfirvöld í Frakklandi hafa hert mjög eftirlit með lestarkerfinu í austurhluta landsins, eftir að hafa fengið vísbendingar um mögulega hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og starfsmenn járnbrautanna skoðuðu sérstaklega nokkrar lestar sem voru á leið til og koma frá Luxembourg. Erlent 8.8.2007 16:52
Stærsta þekkta reikistjarna í heimi Stjörnuathugunarfólk hefur uppgötvað stærstu reikistjörnu af þeim sem hingað til eru þekktar í Alheiminum. Gripurinn er tuttugu sinnum stærri en jörðin og 1,7 sinnum stærri en Júpíter. Erlent 8.8.2007 16:41
Allt um höfrunga Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru algengastir í grunnum sjó eða við yfirborð sjávar en stunda ekki mikla djúpköfun líkt og reyðarhvalir eða aðrir hópar tannhvala. Erlent 8.8.2007 16:34
Sér grefur gröf Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig. Erlent 8.8.2007 15:39
Höfrungategund aldauða Tegund sérstæðra ferskvatns höfrunga er útdauð, eða svo telja vísindamenn sem lögðu í leiðangur til að rannsaka höfrungana. Þeir fundu ekki eina skepnu. Höfrungarnir lifðu eingöngu í Kína þar sem þeir voru þekktir sem Baijis. Erlent 8.8.2007 15:08
Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar. Erlent 8.8.2007 14:24
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent