Erlent

Kåtar konur í Kaupmannahöfn

Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn fær engan frið eftir að danska blaðið BT skýrði frá því að þar væri verið að prófa pillur sem ykju kynhvöt kvenna. Þetta er tilraunaverkefni sem fjöldi kvenna tekur þátt í. Eftir að BT birti frétt sína hringdu konur í bunkum í sjúkrahúsið og vildu fá að taka þátt í verkefninu.

Erlent

Leyfðu okkur að deyja herra forseti

Indversk hjón hafa skrifað forseta landsins og beðið hann um að leyfa þeim og dóttur þeirra að deyja með læknishjálp vegna ofsókna sem þau mega þola vegna þess að hjónin eru bæði alnæmissjúk. Í bréfi sínu til forsetans segja hjónin að þau séu barin daglega og nágrannarnir ráðist jafnvel inn á heimili þeirra. Lögreglan skipti sér ekkert af þessu.

Erlent

Snemmbúnum kosningum spáð í Bretlandi

Sterkar líkur eru taldar á því boðað verði til snemmbúinna þingkosninga í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn, undir forystu Gordons Browns, mælist nú með 10% meira fylgi en Íhaldsflokkurinn.

Erlent

Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi

Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár.

Erlent

Norður-Kórea þrjóskast enn

Snurða er hlaupin á þráðinn í undirbúningi fyrir leiðtogafund Norður og Suður-Kóreumanna sem er fyrirhugaður í lok mánaðarins. Fulltrúar Norður-Kóreu tilkynntu í morgun að þeir ætluðu ekki að mæta á fyrsta formlega undirbúningsfundinn sem halda átti á morgun.

Erlent

Frakklandsforseti fékk hamborgara og pylsur

Vel fór á með George Bush Bandaríkjaforseta og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands í gær. Þjóðarleiðtogarnir tveir hittust á óformlegum fundi heimili Bush-fjölskyldunnar í Main í Bandaríkjunum. Bush fóðraði frakklandsforseta á hamborgurum og grillpylsum og þeir fóru í siglingu sér til skemmtunar.

Erlent

Norska prinsessan tjáir sig um englana

Marta Lovísa Noregsprinsessa hefur loks tjáð sig um englana sína. Það vakti mikla athygli um allan heim þegar hún lýsti því yfir að hún gæti bæði talað við engla og dýr. Nokkru síðar tilkynnti hún að hún væri farin í tveggja vikna veikindafrí. Það var rakið til álags á henni eftir hina gríðarlegu fjölmiðlaumfjöllun um englana.

Erlent

Segjast hafa sleppt 2 gíslum

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan segjast hafa látið tvo Suður-Kóreumenn lausa úr gíslingu en halda enn átján eftir. Gíslarnir munu vera konur sem mannræningjarnir segja veikar.

Erlent

Kapphlaup um Norðurpólinn

Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi.

Erlent

Til sölu; föt af gömlum einræðisherra

Elsti sonur Ágústusar Pinochet fyrrverandi einræðisherra í Chile hefur sett safn af jakkafötum sem faðir hans átti í sölu hjá klæðskera miðborg Santiago. Pinochet sem stjórnaði landinu með harðri hendi í 17 ár, lést í fyrra. Ágústus Pinochet Hiriart segir að faðir hans hafi notað þessu föt bæði í starfi sínu og einkalífi.

Erlent

Madeleine litla kann að vera látin

Portúgalska lögreglan segir að hugsanlegt sé að litla breska telpan Madeleine McCann sé látin. Fram að þessu hefur verið litið á hvarf hennar sem mannrán. Eitthundrað dagar eru nú liðnir frá því Madeleine hvarf. Þetta er í fyrsta skipti sem portúgalska lögreglan ljáir máls á því að hún hafi verið myrt. Lögregluforingi sem stýrir rannsókninni segir að foreldrarnir liggi ekki undir grun.

Erlent

Byrjað að grafa eftir námumönnunum

Björgunarmenn í Utah fylki í Bandaríkjunum eru nú búnir að bora víða holu ofan í námuna þar sem talið er að sex námumenn séu fastir eftir að hrun varð í námunni síðastliðinn mánudag. Ætlunin er að láta videomyndavél og hljóðnema síga niður í holuna og reyna að sjá hvort þeir eru á lífi. Ekkert hefur heyrst frá mönnunum síðan óhappið varð.

Erlent

Innflytjendur ráða úrslitum í norskum kosningum

Innflytjendur geta ráðið úrslitum í borgarstjórnarkosningum í Osló sem fram fara síðar á þessu ári. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum gera nú hosur sínar grænar fyrir þeim og bjóða meðal annars í kebab grillveislur. "Það erum við sem ákveðum hvort verður hægri eða vinstri stjórn í Osló næstu fjögur árin," segir formaður ráðs innflytjenda.

Erlent

Rjúktu á reykjara

Frændur okkar Danir eru uppfinningasamir í besta lagi. Þeir hafa áhyggjur af því að með nýjum reykingalögum sem taka gildi 15. ágúst einangrist reykingamenn. Það hefur því verið opnuð sérstök stefnumótasíða fyrir reykingafólk á netinu. Þar geta menn skráð upplýsingar um sig og sent mynd, og þannig komist í samband við annað fólk sem reykir.

Erlent

Big Ben þegir í mánuð

Einn þekktasti klukkuturn heims, sjálfur Big Ben í Lundúnum, þagnaði klukkan átta í morgun. Bjöllurnar hringja ekki í heilan mánuð vegna viðhalds. Klukkan sjálf mun þó aðeins stöðvast í nokkrar klukkustundir í dag.

Erlent

Ekki gin- og klaufaveiki á fjórða býlinu

Gin- og klaufaveiki greindist ekki að fjórða nautgripabúinu í Surrey á Suður-Englandi líkt og óttast var í gær. Búið stendur fyrir utan varnarsvæði sem markað var í kringum bú þar sem veikin greindist fyrst fyrir rúmri viku. Síðan þá hefur hún greinst á tveimur býlum til viðbótar innan varnarsvæðisins.

Erlent

Mikilvægar kosningar í Síerra Leóne

Íbúar í Afríkuríkinu Sierra Leóne kjósa sér þing og forseta í dag. 7 ár eru síðan blóðugri borgarastyrjöld lauk í landinu og óttast margir að aftur geti soðið upp úr. Því er talið mikilvægt að kosningarnar í dag fari vel fram og sátt náist um úrslit þeirra.

Erlent

Vongóðir um að gíslar fái frelsi

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan segjast vongóðir um að hægt verði að semja um lausn 21 Suður-Kóreumanns sem þeir hafa haldið í gíslingu í rúmar 3 vikur. Viðræður milli Talíbana og sendifulltrúa suðurkóreskra stjórnvalda hófust á skrifstofu Rauða hálfmánans í Ghansi í Mið-Afganistan í gær.

Erlent

Rússar fá ekki Norðurpólinn átakalaust

Kanadamenn ætla ekki að láta Rússa komast upp með að helga sér Norðurpólinn. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada tilkynnti í gær að þeir muni reisa tvær herstöðvar í norðursvæði landsins til þess að leggja áherslu á sinn rétt til þess að nýta það sem er að finna undir ísnum. Rússneskur kafbátur setti í síðustu viku rússneska fánann á hafsbotninn undir pólnum.

Erlent

Banna samfarir á timburfleka

Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að hún muni stöðva samfarir manns og konu á timburfleka í höfn höfuðborgarinnar í kvöld, ef til þeirra komi. Samfarirnar voru boðaðar til þess að draga fleiri gesti á Copenhagen Fashion Week, sem nú stendur yfir. Taus Abilgard, einn af aðstandendum sýningarinnar segir að þetta hafi verið tillaga frá nokkrum gestanna og maðurinn og konan hafi lýst sig fús til ásta.

Erlent

Klámstjarnan varð honum að falli

Jaison Biagini, framhaldsskólakennari í Monessen, sagði upp vinnunni eftir að hafa farið á stefnumót með klámmyndastjörnunni Akiru. Stefnumótið var hluti af ferð til St. Pétursborgar sem Biagini vann í samkeppni á vegum útvarpsstöðvarinnar Sirius. Skólastjórnin féllst á afsagnarbeiðni Biaginis síðastliðinn þriðjudag.

Erlent

Þrír létust í námuslysi

Þrír létust í námuslysi í suðurhluta Indiana, að því er BBC greinir frá. Þetta er annað námuslysið í Bandaríkjunum í þessari viku. Ekki er vitað hversu margir voru í námunni þegar slysið varð. Slysið varð um klukkan fimm að íslenskum tíma. Sex manns er saknað eftir námuslysið sem varð í Utah á mánudag.

Erlent

Klippir snigla í tvennt

Spánarsniglarnir alræmdu hafa gert Dönum lífið leitt í sumar. Þeir éta allt sem að kjafti kemur og hafa gert garyrkjumenn gráhærða. Skaðvaldur segir ein dönsk kona og klippir skriðdýrin í sundur. Sniglar þessir hafa numið land á Íslandi en þurrkarnir hér hafa verið þeim erfiðir í sumar.

Erlent

Dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkóhóls

Yfirvöld ættu að íhuga að bæta folínsýru í brauð eða korn til að auka neyslu þess meðal Íslendinga segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum. Nýleg rannsókn sýnir að neysla fólinsýru minnkar líkur á krabbameini og dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkahóls.

Erlent

Verksviði SÞ í Írak breytt

Verksvið Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur verið víkkað að tillögu Breta og Bandaríkjamanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru andvígir því að þurfa að snúa aftur til Íraks en þaðan voru þeir flestir kallaðir eftir mannskæða sprengjuárás 2003.

Erlent

Óttast að alheimskreppa skelli á

Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða.

Erlent

Geimhótel opnar árið 2012

Fyrsta hótelið sem fyrirhugað er að opna í geimnum, "Galactic Suite", áætlar að vera búið að opna fyrir viðskipti árið 2012. Arkitektarnir sem að eru að hanna hótelið segja að það verði það dýrasta í heiminum, en þriggja daga dvöl þar mun kosta 4 milljón dollara eða um 265 milljónir íslenskra króna.

Erlent

Kortleggja allt yfirborð tunglsins

Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins. Ouyang Ziyuan yfirmaður fyrstu tunglkönnunar áætlunar landsins tilkynnti þetta í dag. Hann sagði Kína ætla að skjóta á loft tunglfarinu Chang'e One seinnipart árs 2007, en því er ætlað að taka þrívíddar myndir af tunglinu. Einnig áætla þeir að vera búnir að lenda ómönnuðu fari á tunglinu fyrir árið 2010.

Erlent