Erlent Geimferjan Endeavour lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. Erlent 21.8.2007 16:45 Gíslataka í París Vopnaður maður ruddist fyrir stundu inn í tískuverslun í París og heldur þar fólki í gíslingu. Ekki er vitað hversu mörgum. Lögreglan hefur girt verslunina af. Verslunarstjórinn sagði í samtali við franska sjónvarpsstöð að maðurinn segði að hann væri fórnarlamb franskrar réttvísi. Hann væri hinsvegar rólegur og biði eftir því að lögreglan hefði samband. Erlent 21.8.2007 16:45 Geimferjan lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. Erlent 21.8.2007 16:37 Dauðadrukkin á grafarbakkanum Þýsk kona sem var á leið í kirkjugarðinn til að votta látnum ættingja virðingu sína fékk sér full mikið í aðra tána áður en hún lagði af stað. Að sögn lögreglu í Mitterteich í Þýskalandi missti hún stjórn á bíl sínum, þar sem hún keyrði á vegi sem liggur gegnum garðinn. Hún keyrði niður legsteina og grafhýsi áður en hún staðnæmdist í opinni gröf og komst ekki upp. Erlent 21.8.2007 16:22 Geimferjan á leið til jarðar Hreyflar geimflaugarinnar Endeavour voru ræstir fyrir stundu, fyrir heimferð hennar. Endeavour á að lenda á Kennedy geimstöðinni eftir fáar mínútur, eða klukkan 16:32 að íslenskum tíma. Erlent 21.8.2007 16:09 Bláeygir farsælli en aðrir Augnlitur gæti ákvarðað afrek þín í lífinu. Þetta gefur ný bandarísk rannsókn til kynna. Hún sýnir að fólk með blá augu sé líklegra til að skara framúr í námi en þeir sem eru með brún. Þau séu gáfaðri og gangi betur í prófum. Erlent 21.8.2007 14:48 Styrkur Dean dvínar Fellibylurinn Dean ferðast nú yfir Yukatan skaga með ofsavindi og úrhellisrigningu. Bylurinn er að veikjast. Vindhraði er nú um 56 metrar á sekúndu og mælist stormurinn nú tveir á Saffir-Simpsons kvarða að sögn bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Erlent 21.8.2007 13:59 Sjóránum fjölgar gríðarlega Fimm danskir sjómenn eru enn á valdi sjóræningja sem rændu skipinu Danica White undan austurströnd Sómalíu fyrsta júní síðastliðinn. Vitað er um 147 aðra sjómenn í höndum ræningja. Árásir sjóræningja eru orðnar svo tíðar að þær eru orðnar alheims vandamál. Árásunum fjölgar ár frá ári og sömuleiðis þeim sem sjóræningjar slasa eða drepa. Erlent 21.8.2007 13:15 Kannt þú tölvunörda brandara ? Danir eru að velja sína bestu tölvunörda brandara. Hér er einn, úr blaðinu Computerworld. Tveir tölvunördar sátu saman á bjórkrá, að vinnu lokinni. "Veistu, í gærkvöldi hitti ég rosalega flotta blondínu á bar á Strikinu." "Og hvað gerðir þú ?" "Nú ég bauð henni heim. Við fengum okkur nokkra drykki og komumst í stuð. Svo allt í einu bað hún mig um að klæða sig úr öllum fötunum." Erlent 21.8.2007 13:09 Hamas biðja um olíu fyrir Gaza ströndina Leiðtogi Hamas samtakanna hefur beðið Evrópusambandið að byrja aftur að veita olíu til stærstu orkuveitu Gaza strandarinnar. Hann hefur lýst því yfir að alls ekki standi til að leggja á nýja skatta á sölu á rafmagni. Vegna olíuskorts hafa stór svæði á Gaza ströndinn verið án rafmgns undanfarna daga. Erlent 21.8.2007 13:00 Segja súdönsk stjórnvöld ábyrg fyrir fjölda nauðgana og mannrána Mannréttindastofnun sameinuðu þjóðanna salaði í dag vígamenn sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Súdan um að hafa rænt og nauðgan fjölda kvenna og stúlkna í Darfúr héraði. Í skýrslu sem stofnunin sendi frá sér í dag hvetur hún stjórnöld í Súdan til að rannsaka fullyrðingar um að vígamennirnir hafi í árás á þorp Fur ættbálksins síðastliðinn desember, rænt fimmtíu konum og stúlkum, haldið þeim í mánuð og nauðgað ítrekað. Erlent 21.8.2007 12:47 McDonalds vill opna fleiri veitingastaði í Evrópu Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hyggst verja tæpum 72 milljörðum króna á þessu ári í uppbyggingu McDonalds veitingastaða í Evrópu. Stjórnendur keðjunnar eru bjartsýnir á að fjárfestingin skili sér þrátt fyrir minnkandi sölu í álfunni á undanförnum árum. Erlent 21.8.2007 12:22 Gæludýrin að kafna úr spiki Meira en helmingur hunda og katta í Bretlandi eru of feit, að sögn bresku dýraverndunarsamtakanna RSPCA. Vefsíða hefur verið sett á laggirnar til að hjálpa eigendum að kljást við stækkandi mittismál kisu og voffa. Erlent 21.8.2007 11:50 Vilja knýja fram íbúakosningu um reykingabann Kráareigendur í Hamborg í Þýskalandi reyna nú að knýja fram sérstaka íbúakosningu um fyrirhugað reykingabann á veitingastöðum þar í borg. Undirskriftalistum hefur verið komið fyrir á rúmlega tvö hundruð veitingastöðum en veitingamenn þurfa að minnsta kosti tíu þúsund undirskriftir. Erlent 21.8.2007 11:36 Persónupplýsingum stolið Persónuupplýsingum hundruða þúsunda manna var stolið, þegar tölvuþrjótar svindluðu sér leið inn í gagnabanka atvinnumiðlunarsíðunnar Monster.com. Þrjótarnir notuðu svokallaðan trójuhest til að stela aðgangsorðum að starfsmannaleitarsvæði síðunnar. Þar stálu þeir nöfnum, netföngum, heimilisföngum og símanúmerum. Erlent 21.8.2007 11:07 Kafarar finna fórnarlamb brúarslyss Lík þess síðasta sem saknað var eftir brúarslysið í Minneapolis í Bandaríkjunum í byrjun ágústmánaðar fannst á botni Mississippi fljótsins í gær. Alls létust því þrettán manns í slysinu. Það voru kafarar sem fundu lík mannsins. Erlent 21.8.2007 10:53 Rangt hús, rangt rúm og röng kona Konu í Froland í Noregi brá í brún þegar hún vaknaði í morgun og sá ókunnan mann við hliðina á sér í rúminu. Hún hringdi þegar í lögregluna sem sendi menn á staðinn. Erfiðlega gekk að vekja hinn ókunna mann. Það tókst þó um síðir og kom í ljós að hann hafði ekki haft neitt illt í hyggju. Erlent 21.8.2007 10:40 Sterling í samkeppni við SAS um farþega úr viðskiptalífinu Norræna flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra aðila, íhugar nú að fjölga flugleiðum sínum með það að markmiði að ná betur til viðskiptavina í viðskiptalífinu. Erlent 21.8.2007 10:27 Blind kona slær holu í höggi Bandarísk kona, sem hefur verið blind í aldarfjórðung, gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfvelli í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Konan sló golfkúluna meira en 131 metra áður en hún féll beint ofan í holuna. Erlent 21.8.2007 10:19 Rússar vara Tékka við að samþykkja eldflaugavarnarkerfi Rússar vöruðu tékknesk stjórnvöld við því í morgun að heimila Bandaríkjamönnum að setja upp hluta af eldflaugavarnarkerfi sínu í landinu. Haft er eftir yfirmanni rússneska herráðsins að með því væru Tékkar að gera mikil mistök. Erlent 21.8.2007 09:48 Réttað yfir fimmtán fyrrum samstarfsmönnum Saddams Réttarhöld yfir fimmtán fyrrum meðlimum ríkisstjórnar Saddam Husseins hefjast í Bagdad í Írak í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir aðild að fjöldamorðum sem áttu sér stað þegar Sjíta múslimar í suðurhluta Íraks gerðu uppreisn árið 1991. Meðal þeirra sem fara fyrir dóminn er Ali Hassan al-Majeed, frændi Saddams, en hann hefur nú þegar verið dæmdur til dauða fyrir voðaverk unnin gegn Kúrdum árið 1988. Erlent 21.8.2007 09:17 Endeavour snýr aftur til jarðar Bandaríska geimferjan Endeavour snýr aftur til jarðar í dag en heimför ferjunnar var flýtt um sólarhring vegna fellibylsins Dean. Áætlað er að ferjan lendi við Kennedy geimferðarmiðstöðina á Flórídaskaga um klukkan hálf fimm í dag að íslenskum tíma. Erlent 21.8.2007 08:32 Yfir 200 láta lífið í flóðum í Norður-Kóreu Að minnsta kosti 221 hefur látið lífið og 80 er saknað í miklum flóðum sem nú geysa í Norður-Kóreu að sögn alþjóðlegra hjálparsamtaka. Talið er að um 300 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín og fjöldi húsa hafi skemmst. Erlent 21.8.2007 08:27 Dean orðinn fimmta stigs fellibylur Að minnsta kosti ellefu hafa látið lífið af völdum fellibylsins Dean sem nú geysar á Karíbahafi. Dean er nú orðinn fimmta stigs fellibylur og hefur vindhraðinn mælst allt að sjötíu og einn metra á sekúndu. Erlent 21.8.2007 07:34 Danskir kennarar vilja nýta farsímatækni til kennslu Danskir kennarar hafa nú gefist upp á því að reyna berjast gegn farsímanotkun nemenda sinna. Í stað þess að banna síma vilja margir kennarar nú að reyna nýta tækni símanna til uppfræða nemendur. Erlent 21.8.2007 07:18 Telja 180 námuverkamenn látna Björgunarmenn eru vonlitlir um að hægt verði að bjarga um 180 námaverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn. Erlent 21.8.2007 07:00 Ákærum vegna Abu Ghraib vísað frá Tveimur ákærum á hendur yfirmanns í bandaríska hernum vegna atburðanna í Abu Ghraib var vísað frá í dag. Myndir sem birtust af illri meðferð á föngum í fangelsinu árið 2003 vöktu mikinn óhug. Ákærurnar sneru að því hvort Steven L. Jordan hefði logið að yfirmanni sínum um málið. Erlent 20.8.2007 20:39 Vísað úr landi og skilur soninn eftir Mexíkósk kona, sem hafði búið ólöglega í Bandaríkjunum í tíu ár og eignast þar son var vísað úr landi í gær, án sonarins. Elvira Arellano var handtekin í miðborg Los Angeles á sunnudaginn. Það átti að vísa henni úr landi þann fimmtánda ágúst í fyrra, en hún stakk af og hefur síðan þá haldið til í kirkju í Chicago ásamt átta ára syni sínum. Erlent 20.8.2007 20:14 Hreyfillinn sprakk Engan sakaði þegar hreyfill Boeing flugvélar tævanska flugfélagsins China Airlines sprakk í loft upp á flugvellinum á Okinawa í morgun. Farþegar komust við illan leik frá borði en vélin varð alelda og brotnaði í tvennt. Erlent 20.8.2007 19:06 Lögum um dóma yfir níðingum breytt Frakkar eru harmi slegnir eftir að dæmdur barnaníðingur beitti fimm ára dreng ofbeldi tæpum mánuði eftir að hann losnaði úr fangelsi. Geðlæknar höfðu varað við því að sleppa manninum. Frakklandsforseti vill breyta lögum þannig að níðingar sleppi ekki eftir afpánun nema að vel athugðu máli. Erlent 20.8.2007 19:04 « ‹ ›
Geimferjan Endeavour lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. Erlent 21.8.2007 16:45
Gíslataka í París Vopnaður maður ruddist fyrir stundu inn í tískuverslun í París og heldur þar fólki í gíslingu. Ekki er vitað hversu mörgum. Lögreglan hefur girt verslunina af. Verslunarstjórinn sagði í samtali við franska sjónvarpsstöð að maðurinn segði að hann væri fórnarlamb franskrar réttvísi. Hann væri hinsvegar rólegur og biði eftir því að lögreglan hefði samband. Erlent 21.8.2007 16:45
Geimferjan lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. Erlent 21.8.2007 16:37
Dauðadrukkin á grafarbakkanum Þýsk kona sem var á leið í kirkjugarðinn til að votta látnum ættingja virðingu sína fékk sér full mikið í aðra tána áður en hún lagði af stað. Að sögn lögreglu í Mitterteich í Þýskalandi missti hún stjórn á bíl sínum, þar sem hún keyrði á vegi sem liggur gegnum garðinn. Hún keyrði niður legsteina og grafhýsi áður en hún staðnæmdist í opinni gröf og komst ekki upp. Erlent 21.8.2007 16:22
Geimferjan á leið til jarðar Hreyflar geimflaugarinnar Endeavour voru ræstir fyrir stundu, fyrir heimferð hennar. Endeavour á að lenda á Kennedy geimstöðinni eftir fáar mínútur, eða klukkan 16:32 að íslenskum tíma. Erlent 21.8.2007 16:09
Bláeygir farsælli en aðrir Augnlitur gæti ákvarðað afrek þín í lífinu. Þetta gefur ný bandarísk rannsókn til kynna. Hún sýnir að fólk með blá augu sé líklegra til að skara framúr í námi en þeir sem eru með brún. Þau séu gáfaðri og gangi betur í prófum. Erlent 21.8.2007 14:48
Styrkur Dean dvínar Fellibylurinn Dean ferðast nú yfir Yukatan skaga með ofsavindi og úrhellisrigningu. Bylurinn er að veikjast. Vindhraði er nú um 56 metrar á sekúndu og mælist stormurinn nú tveir á Saffir-Simpsons kvarða að sögn bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Erlent 21.8.2007 13:59
Sjóránum fjölgar gríðarlega Fimm danskir sjómenn eru enn á valdi sjóræningja sem rændu skipinu Danica White undan austurströnd Sómalíu fyrsta júní síðastliðinn. Vitað er um 147 aðra sjómenn í höndum ræningja. Árásir sjóræningja eru orðnar svo tíðar að þær eru orðnar alheims vandamál. Árásunum fjölgar ár frá ári og sömuleiðis þeim sem sjóræningjar slasa eða drepa. Erlent 21.8.2007 13:15
Kannt þú tölvunörda brandara ? Danir eru að velja sína bestu tölvunörda brandara. Hér er einn, úr blaðinu Computerworld. Tveir tölvunördar sátu saman á bjórkrá, að vinnu lokinni. "Veistu, í gærkvöldi hitti ég rosalega flotta blondínu á bar á Strikinu." "Og hvað gerðir þú ?" "Nú ég bauð henni heim. Við fengum okkur nokkra drykki og komumst í stuð. Svo allt í einu bað hún mig um að klæða sig úr öllum fötunum." Erlent 21.8.2007 13:09
Hamas biðja um olíu fyrir Gaza ströndina Leiðtogi Hamas samtakanna hefur beðið Evrópusambandið að byrja aftur að veita olíu til stærstu orkuveitu Gaza strandarinnar. Hann hefur lýst því yfir að alls ekki standi til að leggja á nýja skatta á sölu á rafmagni. Vegna olíuskorts hafa stór svæði á Gaza ströndinn verið án rafmgns undanfarna daga. Erlent 21.8.2007 13:00
Segja súdönsk stjórnvöld ábyrg fyrir fjölda nauðgana og mannrána Mannréttindastofnun sameinuðu þjóðanna salaði í dag vígamenn sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Súdan um að hafa rænt og nauðgan fjölda kvenna og stúlkna í Darfúr héraði. Í skýrslu sem stofnunin sendi frá sér í dag hvetur hún stjórnöld í Súdan til að rannsaka fullyrðingar um að vígamennirnir hafi í árás á þorp Fur ættbálksins síðastliðinn desember, rænt fimmtíu konum og stúlkum, haldið þeim í mánuð og nauðgað ítrekað. Erlent 21.8.2007 12:47
McDonalds vill opna fleiri veitingastaði í Evrópu Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hyggst verja tæpum 72 milljörðum króna á þessu ári í uppbyggingu McDonalds veitingastaða í Evrópu. Stjórnendur keðjunnar eru bjartsýnir á að fjárfestingin skili sér þrátt fyrir minnkandi sölu í álfunni á undanförnum árum. Erlent 21.8.2007 12:22
Gæludýrin að kafna úr spiki Meira en helmingur hunda og katta í Bretlandi eru of feit, að sögn bresku dýraverndunarsamtakanna RSPCA. Vefsíða hefur verið sett á laggirnar til að hjálpa eigendum að kljást við stækkandi mittismál kisu og voffa. Erlent 21.8.2007 11:50
Vilja knýja fram íbúakosningu um reykingabann Kráareigendur í Hamborg í Þýskalandi reyna nú að knýja fram sérstaka íbúakosningu um fyrirhugað reykingabann á veitingastöðum þar í borg. Undirskriftalistum hefur verið komið fyrir á rúmlega tvö hundruð veitingastöðum en veitingamenn þurfa að minnsta kosti tíu þúsund undirskriftir. Erlent 21.8.2007 11:36
Persónupplýsingum stolið Persónuupplýsingum hundruða þúsunda manna var stolið, þegar tölvuþrjótar svindluðu sér leið inn í gagnabanka atvinnumiðlunarsíðunnar Monster.com. Þrjótarnir notuðu svokallaðan trójuhest til að stela aðgangsorðum að starfsmannaleitarsvæði síðunnar. Þar stálu þeir nöfnum, netföngum, heimilisföngum og símanúmerum. Erlent 21.8.2007 11:07
Kafarar finna fórnarlamb brúarslyss Lík þess síðasta sem saknað var eftir brúarslysið í Minneapolis í Bandaríkjunum í byrjun ágústmánaðar fannst á botni Mississippi fljótsins í gær. Alls létust því þrettán manns í slysinu. Það voru kafarar sem fundu lík mannsins. Erlent 21.8.2007 10:53
Rangt hús, rangt rúm og röng kona Konu í Froland í Noregi brá í brún þegar hún vaknaði í morgun og sá ókunnan mann við hliðina á sér í rúminu. Hún hringdi þegar í lögregluna sem sendi menn á staðinn. Erfiðlega gekk að vekja hinn ókunna mann. Það tókst þó um síðir og kom í ljós að hann hafði ekki haft neitt illt í hyggju. Erlent 21.8.2007 10:40
Sterling í samkeppni við SAS um farþega úr viðskiptalífinu Norræna flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra aðila, íhugar nú að fjölga flugleiðum sínum með það að markmiði að ná betur til viðskiptavina í viðskiptalífinu. Erlent 21.8.2007 10:27
Blind kona slær holu í höggi Bandarísk kona, sem hefur verið blind í aldarfjórðung, gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfvelli í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Konan sló golfkúluna meira en 131 metra áður en hún féll beint ofan í holuna. Erlent 21.8.2007 10:19
Rússar vara Tékka við að samþykkja eldflaugavarnarkerfi Rússar vöruðu tékknesk stjórnvöld við því í morgun að heimila Bandaríkjamönnum að setja upp hluta af eldflaugavarnarkerfi sínu í landinu. Haft er eftir yfirmanni rússneska herráðsins að með því væru Tékkar að gera mikil mistök. Erlent 21.8.2007 09:48
Réttað yfir fimmtán fyrrum samstarfsmönnum Saddams Réttarhöld yfir fimmtán fyrrum meðlimum ríkisstjórnar Saddam Husseins hefjast í Bagdad í Írak í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir aðild að fjöldamorðum sem áttu sér stað þegar Sjíta múslimar í suðurhluta Íraks gerðu uppreisn árið 1991. Meðal þeirra sem fara fyrir dóminn er Ali Hassan al-Majeed, frændi Saddams, en hann hefur nú þegar verið dæmdur til dauða fyrir voðaverk unnin gegn Kúrdum árið 1988. Erlent 21.8.2007 09:17
Endeavour snýr aftur til jarðar Bandaríska geimferjan Endeavour snýr aftur til jarðar í dag en heimför ferjunnar var flýtt um sólarhring vegna fellibylsins Dean. Áætlað er að ferjan lendi við Kennedy geimferðarmiðstöðina á Flórídaskaga um klukkan hálf fimm í dag að íslenskum tíma. Erlent 21.8.2007 08:32
Yfir 200 láta lífið í flóðum í Norður-Kóreu Að minnsta kosti 221 hefur látið lífið og 80 er saknað í miklum flóðum sem nú geysa í Norður-Kóreu að sögn alþjóðlegra hjálparsamtaka. Talið er að um 300 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín og fjöldi húsa hafi skemmst. Erlent 21.8.2007 08:27
Dean orðinn fimmta stigs fellibylur Að minnsta kosti ellefu hafa látið lífið af völdum fellibylsins Dean sem nú geysar á Karíbahafi. Dean er nú orðinn fimmta stigs fellibylur og hefur vindhraðinn mælst allt að sjötíu og einn metra á sekúndu. Erlent 21.8.2007 07:34
Danskir kennarar vilja nýta farsímatækni til kennslu Danskir kennarar hafa nú gefist upp á því að reyna berjast gegn farsímanotkun nemenda sinna. Í stað þess að banna síma vilja margir kennarar nú að reyna nýta tækni símanna til uppfræða nemendur. Erlent 21.8.2007 07:18
Telja 180 námuverkamenn látna Björgunarmenn eru vonlitlir um að hægt verði að bjarga um 180 námaverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn. Erlent 21.8.2007 07:00
Ákærum vegna Abu Ghraib vísað frá Tveimur ákærum á hendur yfirmanns í bandaríska hernum vegna atburðanna í Abu Ghraib var vísað frá í dag. Myndir sem birtust af illri meðferð á föngum í fangelsinu árið 2003 vöktu mikinn óhug. Ákærurnar sneru að því hvort Steven L. Jordan hefði logið að yfirmanni sínum um málið. Erlent 20.8.2007 20:39
Vísað úr landi og skilur soninn eftir Mexíkósk kona, sem hafði búið ólöglega í Bandaríkjunum í tíu ár og eignast þar son var vísað úr landi í gær, án sonarins. Elvira Arellano var handtekin í miðborg Los Angeles á sunnudaginn. Það átti að vísa henni úr landi þann fimmtánda ágúst í fyrra, en hún stakk af og hefur síðan þá haldið til í kirkju í Chicago ásamt átta ára syni sínum. Erlent 20.8.2007 20:14
Hreyfillinn sprakk Engan sakaði þegar hreyfill Boeing flugvélar tævanska flugfélagsins China Airlines sprakk í loft upp á flugvellinum á Okinawa í morgun. Farþegar komust við illan leik frá borði en vélin varð alelda og brotnaði í tvennt. Erlent 20.8.2007 19:06
Lögum um dóma yfir níðingum breytt Frakkar eru harmi slegnir eftir að dæmdur barnaníðingur beitti fimm ára dreng ofbeldi tæpum mánuði eftir að hann losnaði úr fangelsi. Geðlæknar höfðu varað við því að sleppa manninum. Frakklandsforseti vill breyta lögum þannig að níðingar sleppi ekki eftir afpánun nema að vel athugðu máli. Erlent 20.8.2007 19:04