Erlent Fastur í skorstein eftir drykkju á Oktoberfest Tæplega þrítugur Þjóðverji lenti í því óhappi að sitja fastur í skorstein í 12 tíma eftir að hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því á Oktoberfest sem nú er hafin í Munchen. "Það er kraftaverk að hann slapp með minniháttar skrámur úr þessu óhappi," segir talsmaður lögreglunnar í borginni. Erlent 28.9.2007 21:59 Fyrirburi dafnar vel Kimberly Müeller fæddist 15 vikum fyrir tímann og vó þá rétt rúma mörk. Í dag - hálfu ári - síðar er hún komin heim og dafnar vel. Læknar segja að ekki komi nærri því strax í ljós hvort hún hafi hlotið varanlegan skaða. Erlent 28.9.2007 20:00 Blackwater í bobba Bandarísk þingnefnd gagnrýnir harðlega starfsemi vopnaðra verktaka í Írak, sem m.a. eru sakaðir um að hafa myrt ellefu óbreytta Íraka. Um hundrað þúsund vopnaðir verktakar eru í landinu. Erlent 28.9.2007 18:30 Kaupa ekki skýringar herforingja Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum. Erlent 28.9.2007 17:59 Flugdólgur dæmdur í 12 mánaða fangelsi Farþegi í Boeing 757 þotu í eigu ferðaskrifstofunnar Thomas Cook hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi eftir slagsmál við áhöfn þotunnar sem vildi ekki leyfa honum að reykja í 33 þúsund feta hæð. Stephen Robinson réðist á flugþjón í fullsetinni vélinni sem var á leið frá Antalya í Tyrklandi til Newcastle á Englandi. Áhöfnin greip til þess ráðs að handjárna manninn sem er fimmtíu og þriggja ára. Erlent 28.9.2007 16:44 Ásakanir um greftrun Madeleine 'fáránlegar' Talsmaður McCann hjónanna vísar algjörlega á bug ásökunum portúgalskra fjölmiðla um að hjónin hafi grafið lík Madeleine í ferð sem þau fóru til Spánar þremur mánuðum eftir að stúlkan hvarf. Fréttir segja að portúgalska lögreglan sé nú að rannsaka tvo klukkutíma í ferðinni þar sem ekki er vitað um ferðir hjónanna og þau hefðu getað losað sig við lík stúlkunnar. Erlent 28.9.2007 15:16 Reykingar ökumanna á válista Ökumenn sem reykja við akstur í Bretlandi gætu átt von á ákæru ef sannast að reykingarnar hafi haft áhrif á öryggan akstur þeirra. Nýtt ákvæði í umferðarlögum um þjóðvegi kveður á um að lögreglumenn geti handtekið ökumenn vegna þessa. Þetta er í fyrsta sinn sem reykingar komast á lista atvika sem trufla ökumenn. Erlent 28.9.2007 14:16 Vó aðeins 300 grömm Foreldrar þýsku telpunnar Kimberly eru himinlifandi með það að geta loksins tekið barn sitt með sér heim af sjúkrahúsinu. Kimberly fæddist fyrir hálfu ári - þá 15 vikum fyrir tímann. Hún vó þá aðeins 300 grömm, rétt rúma 1 mörk. Erlent 28.9.2007 13:15 Bréfasprengjumaðurinn er hryðjuverkamaður Umsjónamaður í breskum skóla var í dag fundinn sekur um að senda sjö bréfasprengjur og vera valdur að því að slasa átta manns. Miles Cooper 27 ára íbúi í Cambridge sendi bréfasprengjurnar á heimilisföng í Englandi og Wales fyrr á þessu ári. Fimm þeirra sprungu. Dómarinn sagði hann vera hryðjuverkamann. Erlent 28.9.2007 13:08 Smygluðu þremur tonnum af hassi til Finnlands Finnska lögreglan leysti í gær upp eiturlyfjahring sem mun hafa smyglað töluverðu af hassi og kókaíni til landsins árin 2000 til 2006. Erlent 28.9.2007 13:00 Musharraf má bjóða sig fram Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum. Erlent 28.9.2007 12:55 Concorde hlutir boðnir upp Yfir 800 hlutir úr Concorde flugvélum verða boðnir upp í Toulouse í Frakklandi í dag. Þar á meðal eru hlutir út flugstjórnarklefa vélanna, súrefnisgrímur, lendingarhjól og farangurshurðar auk salernisskála. Uppbðið mun standa í fjóra daga og er til styrktar nýjum flugsafnisem byggt verður í borginni. Erlent 28.9.2007 12:40 Minnkandi atvinnuleysi í Þýskalandi Atvinnuleysi í Þýskalandi er minna nú en það hefur verið síðastliðinn tólf ár samkvæmt tölum frá þýsku vinnumálastofnuninni. Alls voru 3,5 milljónir Þjóðverja án atvinnu í septembermánuði. Erlent 28.9.2007 11:50 Skjóta aftur að mótmælendum í Mjanmar Hermenn skutu aftur að nokkur hundruð syngjandi mótmælendum í miðborg Yangon í Mjanmar í dag. Fólkið forðaði sér í skjól en engir munkar voru meðal mótmælenda. Öryggissveitir hafa lokað götum og fimm klaustrum með vegriðum og gaddavír. Þannig virðist þeim hafa tekist að halda munkunum frá. Almenningi tekst þó að koma saman í stuttan tíma áður en öryggislögreglan leysir mótmælin upp. Erlent 28.9.2007 11:12 Of hávær í bólinu Kona ein í Þýskalandi var rekin af heimili sínu þar sem nágrannar hennar þóttu unaðsstunur hennar vera of háværar. Konan segist sjálf lifa heilbrigðu kynlífi og talar um ofsóknir. Erlent 28.9.2007 11:10 Fannst á lífi eftir átta daga í bílflaki Kona sem saknað hafði verið í átta daga fannst á lífi í bíl á botni gils í Bandaríkjunum - á sama tíma og eiginmaður hennar var að taka lygapróf vegna hvarfsins. Lögregla fann bíl konunnar á botni gils við hraðbraut nálægt Seattle í Washington. Tanya Rider var á leið heim úr vinnu þegar hún fór út af veginum og hrapaði sjö metra niður gilið. Erlent 28.9.2007 10:28 Átta ára golfari með holu í höggi Átta ára gamall enskur golfari gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfmóti í Suffolk á Englandi í gær. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að þetta er í þriðja skiptið sem hinn ungi gólfari nær holu í höggi. Erlent 28.9.2007 10:03 Loka fyrir internet í Mjanmar Herstjórnin í Mjanmar hefur lokað fyrir aðgang almennings að interneti til að forðast að myndbrot af blóðugum aðgerðum öryggissveita gegn mótmælendum berist um heiminn. Internet kaffihúsum í höfuðborginni Rangoon og öðrum borgum landsins hefur verið lokað. Bloggarar sem nota internetið til að fá meira en fréttir ritstýrðra fréttastöðva í landinu segjast vera í vandræðum með að koma efni á bloggin. Erlent 28.9.2007 09:42 Féllu ofan í eiturefnalaug Níu létust í gær þegar gólfflötur í yfirgefnu húsi í miðhluta Kína lét undan með þeim afleiðingum að fólkið féll ofan í holu sem var full af blásýru. Fólkið var samankomið í húsinu til að ræða útför ungs pilts sem hafði fundist látinn í húsinu sama dag. Erlent 28.9.2007 09:34 Veirusýking greinist á búgarði á Englandi Breska landbúnaðarráðuneytið upplýsti í gær að greinst hefði hin svokallaða "Bluetongue" veirusýking á búgarði í Suffolk í austurhluta Englands. Er þetta fimmta tilfellið á afar stuttum tíma sem veiran greinist á Englandi. Erlent 28.9.2007 08:03 Hæstiréttur ákveður hvort Musharraf fái að bjóða sig fram Hæstiréttur Pakistans sker úr um í dag hvort Pervez Musharraf, forseti landsins, geti boðið sig fram til endurkjörs á meðan hann fer enn með yfirstjórn hersins. Erlent 28.9.2007 07:07 Hvetur til samstöðu gegn loftlagsbreytingum Condoleezza Rice,utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur þjóðir heims til að taka höndum saman í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í máli Rice á ráðstefnu sextán þjóða sem menga mest í heiminum sem haldin var Washington í gær. Erlent 28.9.2007 07:04 Danskir hermenn vilja berjast Danskir hermenn sækjast í síauknum mæli eftir því að verða fluttir til átakasvæða á borð við Afganistan og Íran. Það sem af er þessu ári hefur danski herinn fengið tuttugu og fimm prósent fleiri umsóknir frá ungum hermönnum sem vilja sinna herþjónustu á hættusvæðum. Erlent 28.9.2007 07:03 Óttast að fjöldi manns hafi látið lífið í Búrma Að minnsta kosti níu létu lífið í mótmælunum í Búrma í gærdag samkvæmt herforingjastjórninni þar í landi. Ástandið er afar ótryggt og er óttast að tala látinna sé mun hærri en yfirvöld vilja viðurkenna. Erlent 28.9.2007 07:00 Forystumaður stjórnar Mjanmar flúinn Fréttir berast nú um að höfuðforystumaður stjórnar Mjanmar, hershöfðinginn Than Shwe sé flúinn úr landi. Þessar upplýsingar kom frá Burmanefnd Noregs. Sé þetta rétt má reikna með að stjórn Myanmar sé nú í upplausn. Erlent 27.9.2007 23:12 Leigðu þyrlu undir köttinn Ítölsk hjón leigðu þyrlu fyrir um milljón kr. svo hægt væri að flytja heimilisköttinn frá Róm til eyjarinnar Sardínu. Þetta gerðui þau að sögn þar sem kötturinn, Fufi, er bæði flug- og sjóhræddur. Erlent 27.9.2007 20:52 Níu látnir í átökum í Mjanmar Herinn í Mjanmar réðst gegn andófsmönnum í dag með þeim afleiðingum að níu menn, að minnsta kosti, létu lífið og fjöldi manns særðist. Hermenn í óeirðabúningi standa vörð við gaddavírsgirðingar á götum stærstu borgar landsins og heyra mátti skothvelli þegar dimma tók. Erlent 27.9.2007 19:14 Níu látnir í Mjanmar í dag Níu manns létust og að minnsta kosti ellefu særðust í aðgerðum öryggissveita hersins í Yangon í Mjanmar í dag. Ríkissjónvarp landsins greindi frá þessu og sagði að 31 hermaður hefði slasast þegar mótmælendur reyndu að afvopna þá. Fregnir hafa borist að því að hermenn hafi skotið á fólkið og lamið með byssusköftum. Erlent 27.9.2007 14:17 Spector sóttur aftur til saka Kviðdómi í Bandaríkjunum mistókst að komast að niðurstöðu um það hvort hinn frægi tónlistarmaður Phil Spector hefði myrt leikkonuna Lönu Clarkson fyrir tæpum fimm árum. Erlent 27.9.2007 12:30 Þjóðheta Mjanmar - Aung San suu Kyi Líkt og Nelson Mandela hefur Aung San Suu Kyi orðið alþjóðlegt tákn hetjulegrar og friðsamlegrar andstöðu undirokunar og kúgunar. Í langan tíma hefur þessi baráttukona og leiðtogi Lýðræðisflokks landsins verið eina von landa sinna um að tímabil herstjórnarinnar líði einhvern tíman undir lok. Erlent 27.9.2007 12:23 « ‹ ›
Fastur í skorstein eftir drykkju á Oktoberfest Tæplega þrítugur Þjóðverji lenti í því óhappi að sitja fastur í skorstein í 12 tíma eftir að hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því á Oktoberfest sem nú er hafin í Munchen. "Það er kraftaverk að hann slapp með minniháttar skrámur úr þessu óhappi," segir talsmaður lögreglunnar í borginni. Erlent 28.9.2007 21:59
Fyrirburi dafnar vel Kimberly Müeller fæddist 15 vikum fyrir tímann og vó þá rétt rúma mörk. Í dag - hálfu ári - síðar er hún komin heim og dafnar vel. Læknar segja að ekki komi nærri því strax í ljós hvort hún hafi hlotið varanlegan skaða. Erlent 28.9.2007 20:00
Blackwater í bobba Bandarísk þingnefnd gagnrýnir harðlega starfsemi vopnaðra verktaka í Írak, sem m.a. eru sakaðir um að hafa myrt ellefu óbreytta Íraka. Um hundrað þúsund vopnaðir verktakar eru í landinu. Erlent 28.9.2007 18:30
Kaupa ekki skýringar herforingja Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum. Erlent 28.9.2007 17:59
Flugdólgur dæmdur í 12 mánaða fangelsi Farþegi í Boeing 757 þotu í eigu ferðaskrifstofunnar Thomas Cook hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi eftir slagsmál við áhöfn þotunnar sem vildi ekki leyfa honum að reykja í 33 þúsund feta hæð. Stephen Robinson réðist á flugþjón í fullsetinni vélinni sem var á leið frá Antalya í Tyrklandi til Newcastle á Englandi. Áhöfnin greip til þess ráðs að handjárna manninn sem er fimmtíu og þriggja ára. Erlent 28.9.2007 16:44
Ásakanir um greftrun Madeleine 'fáránlegar' Talsmaður McCann hjónanna vísar algjörlega á bug ásökunum portúgalskra fjölmiðla um að hjónin hafi grafið lík Madeleine í ferð sem þau fóru til Spánar þremur mánuðum eftir að stúlkan hvarf. Fréttir segja að portúgalska lögreglan sé nú að rannsaka tvo klukkutíma í ferðinni þar sem ekki er vitað um ferðir hjónanna og þau hefðu getað losað sig við lík stúlkunnar. Erlent 28.9.2007 15:16
Reykingar ökumanna á válista Ökumenn sem reykja við akstur í Bretlandi gætu átt von á ákæru ef sannast að reykingarnar hafi haft áhrif á öryggan akstur þeirra. Nýtt ákvæði í umferðarlögum um þjóðvegi kveður á um að lögreglumenn geti handtekið ökumenn vegna þessa. Þetta er í fyrsta sinn sem reykingar komast á lista atvika sem trufla ökumenn. Erlent 28.9.2007 14:16
Vó aðeins 300 grömm Foreldrar þýsku telpunnar Kimberly eru himinlifandi með það að geta loksins tekið barn sitt með sér heim af sjúkrahúsinu. Kimberly fæddist fyrir hálfu ári - þá 15 vikum fyrir tímann. Hún vó þá aðeins 300 grömm, rétt rúma 1 mörk. Erlent 28.9.2007 13:15
Bréfasprengjumaðurinn er hryðjuverkamaður Umsjónamaður í breskum skóla var í dag fundinn sekur um að senda sjö bréfasprengjur og vera valdur að því að slasa átta manns. Miles Cooper 27 ára íbúi í Cambridge sendi bréfasprengjurnar á heimilisföng í Englandi og Wales fyrr á þessu ári. Fimm þeirra sprungu. Dómarinn sagði hann vera hryðjuverkamann. Erlent 28.9.2007 13:08
Smygluðu þremur tonnum af hassi til Finnlands Finnska lögreglan leysti í gær upp eiturlyfjahring sem mun hafa smyglað töluverðu af hassi og kókaíni til landsins árin 2000 til 2006. Erlent 28.9.2007 13:00
Musharraf má bjóða sig fram Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum. Erlent 28.9.2007 12:55
Concorde hlutir boðnir upp Yfir 800 hlutir úr Concorde flugvélum verða boðnir upp í Toulouse í Frakklandi í dag. Þar á meðal eru hlutir út flugstjórnarklefa vélanna, súrefnisgrímur, lendingarhjól og farangurshurðar auk salernisskála. Uppbðið mun standa í fjóra daga og er til styrktar nýjum flugsafnisem byggt verður í borginni. Erlent 28.9.2007 12:40
Minnkandi atvinnuleysi í Þýskalandi Atvinnuleysi í Þýskalandi er minna nú en það hefur verið síðastliðinn tólf ár samkvæmt tölum frá þýsku vinnumálastofnuninni. Alls voru 3,5 milljónir Þjóðverja án atvinnu í septembermánuði. Erlent 28.9.2007 11:50
Skjóta aftur að mótmælendum í Mjanmar Hermenn skutu aftur að nokkur hundruð syngjandi mótmælendum í miðborg Yangon í Mjanmar í dag. Fólkið forðaði sér í skjól en engir munkar voru meðal mótmælenda. Öryggissveitir hafa lokað götum og fimm klaustrum með vegriðum og gaddavír. Þannig virðist þeim hafa tekist að halda munkunum frá. Almenningi tekst þó að koma saman í stuttan tíma áður en öryggislögreglan leysir mótmælin upp. Erlent 28.9.2007 11:12
Of hávær í bólinu Kona ein í Þýskalandi var rekin af heimili sínu þar sem nágrannar hennar þóttu unaðsstunur hennar vera of háværar. Konan segist sjálf lifa heilbrigðu kynlífi og talar um ofsóknir. Erlent 28.9.2007 11:10
Fannst á lífi eftir átta daga í bílflaki Kona sem saknað hafði verið í átta daga fannst á lífi í bíl á botni gils í Bandaríkjunum - á sama tíma og eiginmaður hennar var að taka lygapróf vegna hvarfsins. Lögregla fann bíl konunnar á botni gils við hraðbraut nálægt Seattle í Washington. Tanya Rider var á leið heim úr vinnu þegar hún fór út af veginum og hrapaði sjö metra niður gilið. Erlent 28.9.2007 10:28
Átta ára golfari með holu í höggi Átta ára gamall enskur golfari gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfmóti í Suffolk á Englandi í gær. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að þetta er í þriðja skiptið sem hinn ungi gólfari nær holu í höggi. Erlent 28.9.2007 10:03
Loka fyrir internet í Mjanmar Herstjórnin í Mjanmar hefur lokað fyrir aðgang almennings að interneti til að forðast að myndbrot af blóðugum aðgerðum öryggissveita gegn mótmælendum berist um heiminn. Internet kaffihúsum í höfuðborginni Rangoon og öðrum borgum landsins hefur verið lokað. Bloggarar sem nota internetið til að fá meira en fréttir ritstýrðra fréttastöðva í landinu segjast vera í vandræðum með að koma efni á bloggin. Erlent 28.9.2007 09:42
Féllu ofan í eiturefnalaug Níu létust í gær þegar gólfflötur í yfirgefnu húsi í miðhluta Kína lét undan með þeim afleiðingum að fólkið féll ofan í holu sem var full af blásýru. Fólkið var samankomið í húsinu til að ræða útför ungs pilts sem hafði fundist látinn í húsinu sama dag. Erlent 28.9.2007 09:34
Veirusýking greinist á búgarði á Englandi Breska landbúnaðarráðuneytið upplýsti í gær að greinst hefði hin svokallaða "Bluetongue" veirusýking á búgarði í Suffolk í austurhluta Englands. Er þetta fimmta tilfellið á afar stuttum tíma sem veiran greinist á Englandi. Erlent 28.9.2007 08:03
Hæstiréttur ákveður hvort Musharraf fái að bjóða sig fram Hæstiréttur Pakistans sker úr um í dag hvort Pervez Musharraf, forseti landsins, geti boðið sig fram til endurkjörs á meðan hann fer enn með yfirstjórn hersins. Erlent 28.9.2007 07:07
Hvetur til samstöðu gegn loftlagsbreytingum Condoleezza Rice,utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur þjóðir heims til að taka höndum saman í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í máli Rice á ráðstefnu sextán þjóða sem menga mest í heiminum sem haldin var Washington í gær. Erlent 28.9.2007 07:04
Danskir hermenn vilja berjast Danskir hermenn sækjast í síauknum mæli eftir því að verða fluttir til átakasvæða á borð við Afganistan og Íran. Það sem af er þessu ári hefur danski herinn fengið tuttugu og fimm prósent fleiri umsóknir frá ungum hermönnum sem vilja sinna herþjónustu á hættusvæðum. Erlent 28.9.2007 07:03
Óttast að fjöldi manns hafi látið lífið í Búrma Að minnsta kosti níu létu lífið í mótmælunum í Búrma í gærdag samkvæmt herforingjastjórninni þar í landi. Ástandið er afar ótryggt og er óttast að tala látinna sé mun hærri en yfirvöld vilja viðurkenna. Erlent 28.9.2007 07:00
Forystumaður stjórnar Mjanmar flúinn Fréttir berast nú um að höfuðforystumaður stjórnar Mjanmar, hershöfðinginn Than Shwe sé flúinn úr landi. Þessar upplýsingar kom frá Burmanefnd Noregs. Sé þetta rétt má reikna með að stjórn Myanmar sé nú í upplausn. Erlent 27.9.2007 23:12
Leigðu þyrlu undir köttinn Ítölsk hjón leigðu þyrlu fyrir um milljón kr. svo hægt væri að flytja heimilisköttinn frá Róm til eyjarinnar Sardínu. Þetta gerðui þau að sögn þar sem kötturinn, Fufi, er bæði flug- og sjóhræddur. Erlent 27.9.2007 20:52
Níu látnir í átökum í Mjanmar Herinn í Mjanmar réðst gegn andófsmönnum í dag með þeim afleiðingum að níu menn, að minnsta kosti, létu lífið og fjöldi manns særðist. Hermenn í óeirðabúningi standa vörð við gaddavírsgirðingar á götum stærstu borgar landsins og heyra mátti skothvelli þegar dimma tók. Erlent 27.9.2007 19:14
Níu látnir í Mjanmar í dag Níu manns létust og að minnsta kosti ellefu særðust í aðgerðum öryggissveita hersins í Yangon í Mjanmar í dag. Ríkissjónvarp landsins greindi frá þessu og sagði að 31 hermaður hefði slasast þegar mótmælendur reyndu að afvopna þá. Fregnir hafa borist að því að hermenn hafi skotið á fólkið og lamið með byssusköftum. Erlent 27.9.2007 14:17
Spector sóttur aftur til saka Kviðdómi í Bandaríkjunum mistókst að komast að niðurstöðu um það hvort hinn frægi tónlistarmaður Phil Spector hefði myrt leikkonuna Lönu Clarkson fyrir tæpum fimm árum. Erlent 27.9.2007 12:30
Þjóðheta Mjanmar - Aung San suu Kyi Líkt og Nelson Mandela hefur Aung San Suu Kyi orðið alþjóðlegt tákn hetjulegrar og friðsamlegrar andstöðu undirokunar og kúgunar. Í langan tíma hefur þessi baráttukona og leiðtogi Lýðræðisflokks landsins verið eina von landa sinna um að tímabil herstjórnarinnar líði einhvern tíman undir lok. Erlent 27.9.2007 12:23