Erlent

Samkynhneigð ekki falin meir

Bandaríska hermálaráðuneytið gaf í gær út fyrirmæli um að nú megi taka homma og lesbíur í herinn, jafnvel þótt þau fari ekki dult með kynhneigð sína.

Erlent

Harka færist í mótmælin

Grímuklædd ungmenni tókust á við lögreglu í nokkrum borgum Frakklands í gær, þar sem fjöldi fólks hefur mótmælt áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur.

Erlent

Ekki stætt á banni lengur

Reglur Evrópusambandsins gera það að verkum að Norðmenn geta ekki mikið lengur komið í veg fyrir áfengisauglýsingar á sjónvarpsstöðvum, sem senda út í öðrum löndum, jafnvel þótt útsendingin sé einkum ætluð áhorfendum í Noregi.

Erlent

Tók meira en hundrað tonn

Lögreglan í mexíkósku borginni Tijuana við landamæri Bandaríkjanna lagði í gær hald á 105 tonn af kannabisefnum, sem er meira en dæmi eru til um að hald hafi verið lagt á í einu lagi í landinu árum saman.

Erlent

Ekkert sparað í Afganistan

Breska stjórnin hefur ákveðið að grípa til sparnaðaraðgerða í hernaðarmálum, og er það liður í margboðuðum niðurskurði í ríkisfjármálum sem stjórnin telur sig nauðbeygða til að ráðast í.

Erlent

Hopp og hí og trallala

Þegar danskir lögreglumenn í smábænum Næstved komu að 34 ára gömlum heimilislausum manni sem hafði lent í smá umferðaróhappi, grunaði þá að ekki væri allt með felldu.

Erlent

Hlustaðu nú á Churchill, skattmann

Í Bretlandi kvarta menn nú mjög undan fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Bæði undan niðurskurði og skattahækkunum. Það eru kannski skattahækkanirnar sem fara mest fyrir brjóstið á fólki. Terry nokkur Smith er forstjóri verðbréfamiðlunarinnar Tullett Prebon.

Erlent

Vill banna styrki til moskubygginga frá Sádí Arabíu

Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, vill koma í veg fyrir að aðilar frá Sádí Arabíu styrki byggingar moska í Noregi. Stjórnvöld í Sádí Arabíu og fjársterkir aðilar vilja leggja tugi milljóna norskra króna til moskubygginga víða um landið en Störe segir í svari til samtaka múslima í Noregi að ríkisstjórnin leggist gegn styrkveitingunum. Samkvæmt norskum lögum er utanaðkomandi heimilt að styrkja byggingu bænahúsa í landinu en að stjórnvöld þurfi að lýsa sig samþykk slíkum styrkveitingum.

Erlent

Bretar leggja flaggskipi sínu vegna sparnaðar

Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja flaggskipi breska flotans, flugmóðurskipinu Ark Royal. Jafnframt verður Harrier orrustuþotum flotans lagt eða þær seldar úr landi. Þær eru þeim eiginleikum búnar að geta hafið sig til flugs og lent lóðrétt.

Erlent

Fellibylurinn Megi stefnir hraðbyri í átt að Hong Kong

Fellibylurinn Megi stefnir nú hraðbyri í átt að Hong Kong og suðurhluta Kína. Að minnsta kosti 11 létu lífið og fjölda er saknað eftir að Megi reið yfir norðurhluta Luzon á Filippseyjum í gærdag en fellibylurinn er sá öflugasti sem myndast hefur í heiminum í ár.

Erlent

Mótmæli leyfð gegn Japönum

Kínversk stjórnvöld gáfu góðfúslega leyfi sitt til fjöldamótmæla í nokkrum borgum, en þeim var beint gegn Japan. Sums staðar fóru mótmælin úr böndunum og til átaka kom við lögreglu.

Erlent

Enn skortir eldsneyti í Frakklandi

Starfsmenn olíuhreinsistöðva í Frakklandi virtu að vettugi beiðni stjórnvalda um að þeir sneru aftur til vinnu. Eldsneytisskortur verður því viðvarandi í landinu enn um hríð.

Erlent