Erlent

Enn ein staðfesting á að B-vítamín dragi úr Alzheimer

Enn ein vísindarannsókn styður þær kenningar að neysla á B-vítamínum getur dregið úr hættunni að fá Alzheimer-sjúkdóminn.

BBC greinir frá þessari rannsókn en hún náði til rúmlega 270 Finna. Í ljós kom að þeir í hópnum sem neyttu mest af B12-vítamínum voru í minnstri hættu að fá elliglöp. Fyrri rannsóknir hafa leitt hið sama í ljós.

Þessi rannsókn var á vegum Karolinsku stofnunarinnar í Stokkhólmi og náði yfir nokkur ár. Hún leiddi í ljós að fylgni er á milli skorts á B-vítamínum og líkunum á að fólk fái Alzheimer-sjúkdóminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×