Erlent

Fundu 105 tonn af marijúana í Mexíkó

Mexíkanskar öryggissveitir og lögreglan í Tijuana í Mexíkó hafa lagt hald á 105 tonn af marijúana.

Fíkniefnin fundust innpökkuð í 10.000 pakkninar í fátæku úthverfi Tijuana en talið er að þar hafi þeim verið safnað þar saman til flutnings til Bandaríkjanna.

Um er að ræða stærsta fíkniefnafund í sögu Mexíkó og að götuverðmæti þessa marijúana í Bandaríkjunum sé ekki undir 340 milljónum dollara eða um 38 milljörðum króna.

Til skotbardaga kom þegar öryggissveitir og lögreglan létu til skarar skríða gegn fíkniefnasölunum og særðist einn þeirra ásamt einum lögreglumanni í bardaganum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×