Erlent

Hlustaðu nú á Churchill, skattmann

Óli Tynes skrifar
Winston Churchill.
Winston Churchill.

Í Bretlandi kvarta menn nú mjög undan fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Bæði undan niðurskurði og skattahækkunum. Það eru kannski skattahækkanirnar sem fara mest fyrir brjóstið á fólki. Terry nokkur Smith er forstjóri verðbréfamiðlunarinnar Tullett Prebon.

Í lok skammargreinar í Daily Telegraph vitnar hann í gömlu kempuna Winston Churchill sem sagði um skattlagningu:

„Fyrir þjóð að reyna að skattleggja sig til betri lífskjara er eins og fyrir mann að standa ofan í fötu og toga í handfangið til að reyna að lyfta sér upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×