Erlent

Myrti konur og klæddi sig í undirföt tólf ára stúlku

Russel Williams var vonarstjarna í kanadíska hernum áður en það uppgvötaðist að hann væri raðmorðingi.
Russel Williams var vonarstjarna í kanadíska hernum áður en það uppgvötaðist að hann væri raðmorðingi.

Kanadíski ofurstinn, Russel Williams, játaði fyrir rétti í dag að hafa myrt tvær konur og að hafa brotist inn á heimili tveggja annarra kvenna og nauðgað þeim hrottalega auk þess sem hann mátaði undirfötin þeirra.

Málið hefur vakið óhug í Kanada en Russel, sem er frá Ottowa, var virtur ofursti í kanadíska hernum. Hann var flugmaður og hafði meðal annars flogið með Englandsdrottningu og forsætisráðherra á milli landa.

Hann þótti vonarstjarna í kanadíska hernum áður en það uppgvötaðist fyrir tilviljun að hann væri ofsafenginn raðmorðingi sem fengi kynferðislega fullnægingu út úr því að myrða konur og klæða sig í kvenmannsnærföt.

Russel var stöðvaður af lögreglunni í febrúar á þessu ári þegar lögreglan kom fyrir vegtálma nokkrum dögum eftir að eitt fórnarlamba hans fannst. Í ljós kom að dekk bifreiðarinnar sem hann ók passaði við dekkjaför á morðvettvangnum.

Lögreglan leitaði svo á heimili Russels og fann þá ógrynni af kvenmannsnærfötum, myndum af honum í þeim, myndir af stofum fórnarlamba sinna og myndbönd þar sem hann pyntaði fórnarlömb sín.

Það tók ákæruvaldið margar klukkustundir að lesa upp ákæruatriðin yfir Russel auk þess sem myndir af Russel í kvenmannsnærfötunum voru sýndar í réttarsalnum.

Þá mátti finna mynd af Russel í nærfötum af tólf ára stúlku sem hann hafði stolið.

Búast má við að Russel verði dæmdur í lífstíðarfangelsi en hann getur fyrst sótt um reynslulausn eftir 25 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×