Erlent

Áfram öngþveiti í Frakklandi, Sarkozy gefur sig ekki

Áframhaldandi verkföll og mótmælaaðgerðir eru boðaðir í yfir 200 borgum og bæjum Frakklands í dag. Búist er við að mikið öngþveiti muni ríkja í landinu í dag vegna þessara aðgerða.

Frakkar mótmæla hækkun á ellilífeyrismörkunum úr 60 árum og upp í 62 ár. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands segir að þessar aðgerðir muni ekki koma í veg fyrir að frumvarp um málið verði tekið til afgreiðslu á franska þinginu á morgun, miðvikudag. Talið er að meirihluti sé til staðar fyrir frumvarpinu.

Sarkozy segir að hækkun á ellilífeyrismörkunum sem nauðsynleg fyrir Frakka og að stjórn hans muni standa við áfrom sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×