Erlent

Fellibylurinn Megi stefnir hraðbyri í átt að Hong Kong

Fellibylurinn Megi stefnir nú hraðbyri í átt að Hong Kong og suðurhluta Kína. Að minnsta kosti 11 létu lífið og fjölda er saknað eftir að Megi reið yfir norðurhluta Luzon á Filippseyjum í gærdag en fellibylurinn er sá öflugasti sem myndast hefur í heiminum í ár.

Vindstyrkur hans er 70 m/s og mikil úrkoma fylgir honum. Kínversk yfirvöld hafa flutt 100.000 manns á brott frá eyjunni Hainan suður af Hong Kong en reiknað er með að Megi skelli á henni síðdegis í dag eða í kvöld.

Fyrir utan manntjón á Luzon urðu mikil eignaspjöll á eyjunni og uppskera á stórum svæðum þar er ónýt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×