Erlent

Skot- og sprengjuárás á þingið í Tsjetsjeníu

Að minnsta kosti sex eru látnir og tíu særðir eftir skot- og sjálfsmorðssprengjuárás á þing Tsjetsjeníu í borginni Grozny í Kákasusfjöllunum.

Samkvæmt rússneskum fréttastofum réðust sjálfsmorðssprengjumaður og nokkrir byssumenn á þinghúsið. Sprengjan sprakk rétt við aðaldyr þinghússins og þá tók við langdreginn skotbardagi milli byssumannana og öryggissveita við húsið.

Ekki er vitað hverjir stóðu að baki þessu tilræði en tsjetsjneskir uppreisnarmenn hafa lengi barist fyrir algeru sjálfstæði landsins frá Rússum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×