Erlent

Bretar leggja flaggskipi sínu vegna sparnaðar

Óli Tynes skrifar
Flugmóðurskipið Ark Royal.
Flugmóðurskipið Ark Royal.

Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja flaggskipi breska flotans, flugmóðurskipinu Ark Royal. Jafnframt verður Harrier orrustuþotum flotans lagt eða þær seldar úr landi. Þær eru þeim eiginleikum búnar að geta hafið sig til flugs og lent lóðrétt.

Bretar eiga nú þrjú flugmóðurskip. Þau eru hinsvegar öll svo lítil að aðeins Harrier orrustuþotur geta flogið frá þeim. Hin skipin tvö nýtast því aðeins fyrir þyrlur og eftirlitsflugvélar eftir að Harrier vélarnar verða seldar. Bretar hyggjast byggja tvö ný og stærri flugmóðurskip. En þeir munu ekki geta flogið orrustuþotum frá skipum sínum fyrr en í fyrsta lagi árið 2019, þegar nýju skipin verða tekin í notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×