Erlent

Dularfull ljós á flakki yfir Bandaríkjunum -myndband

Óli Tynes skrifar
Dularfull ljós.
Dularfull ljós. Úr safni

Margir Bandaríkjamenn velta nú fyrir sér dularfullum ljósum sem hafa sést bæði yfir El Paso og New York. Í New York sáust ljósin raunar um hábjartan dag. Í El Paso hringdi sjónvarpsstöð í flugvöll bæjarins og fékk þær fréttir að einhverjar listflugsæfingar hefðu verið þar í gangi. Ekki var hinsvegar sagt hvort það var á sama tíma og dularfullu ljósin sáust. Né er minnst á að þetta sama flugfólk hafi verið að æfingum yfir New York. Hér verður líklega hver að túlka fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×