Erlent

Charlie Sheen sættist við Warner Bros

Stórleikarinn Charlie Sheen og kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros eru við það að ná samkomulagi vegna málaferla sem sá Sheen efndi til eftir að hann var rekinn úr þáttunum Two and a Half Men.

Erlent

Fjölskylda Milly Dowler fær milljónir frá Murdoch

Fjölskylda Milly Dowler, skólastúlkunnar sem var myrt í Bretlandi árið 2002, mun fá tvær milljónir punda, eða 370 milljónir íslenskra króna í bætur frá fjölmiðlarisanum News International. Mál Dowler komst aftur í heimsfréttirnar í sumar þegar í ljós kom að blaðamenn News of the World höfðu brotist inn í talhólf hennar á meðan hennar var enn leitað, og eytt út skilaboðum úr símanum.

Erlent

Vilja banna myndir þar sem reykt er innan átján

Tóbaksvarnananefnd Bretlands fer fram á það í nýrri skýrslu að allar bíómyndir þar sem fólk sést reykja verði bannaðar innan átján ára aldurs. Skýrslan er birt í nýjasta hefti British Medical Journal og þar segir að kvikmyndirnar fegri sígarettureykingar og geri þær spennandi í augum ungs fólks og barna.

Erlent

Telja Gaddafí vera í Bani Walid

Bráðabirgðastjórn byltingarmanna í Líbíu telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að Saif al Islam, sonur Múammars Gaddafí, sé í Bani Walid. Líklegt þykir að Gaddafí sjálfur sé þar einnig.

Erlent

Stjórnvöld virðast ráðþrota

Flóðin í Pakistan hafa kostað meira en 200 manns lífið síðustu vikurnar. Nærri 700 þúsund heimili eru ónýt og hátt í tvær milljónir manna hafa hrakist að heiman. Þetta er annað árið í röð sem stórflóð herja á íbúa landsins. Stjórnvöld virðast varla ráða við að takast á við þennan vanda.

Erlent

Lætur þrýsting ekki hagga sér

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, átti í gær fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og tilkynnti honum að hann myndi óska eftir viðurkenningu samtakanna á sjálfstæði Palestínu.

Erlent

Frú Hope er látin

Dolores Hope, ekkja skemmtikraftsins kunna Bob Hope, lést í dag. Hún var 102 ára að aldri, eftir því sem Reuters fréttastofan greinir frá. Dolores lést við Tolucavatn í Los Angeles.

Erlent

Sprengjuhótun í Þýskalandi

Lögreglan í Þýskalandi rýmdi svæði í Berlín í dag eftir að forseta Tyrklands, sem er þar í opinberri heimsókn, barst sprengjuhótun. Til stóð að forsetinn, sem heitir Abdullah Gül, myndi halda ræðu í Humboldt háskólanum í Berlín þegar sprengjuhótunin barst. Alls er óvíst um hver sendi sprengjuhótunina. Abdullah Gül hefur verið forseti Tyrklands síðan árið 2007

Erlent

Dómarinn þaggaði niður í Breivik

Gæsluvarðhald yfir Anders Behring Breivik var framlengt um átta vikur í dag. Þar af verður hann í fjórar vikur í einangrun, samkvæmt ákvörðun dómara í Osló. Breivik hefur sem kunnugt er játað að hafa orðið 77 manns að bana í hryðjuverkunum í Osló og Útey þann 22. júlí síðastliðinn.

Erlent

Þrír létust í jarðskjálfta í Gvatemala

Að minnsta kosti þrír létu lífið í jarðskjálfta sem skók Gvatemala í kvöld. Samkvæmt frétt bresku Sky fréttastofunnar er talið að skjálftinn hafi verið um 5,8 að styrk á Richterkvarða.

Erlent

Hommum hleypt í herinn

Lög sem heimila samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína taka gildi á morgun. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði nýju lögin í desember.

Erlent

Móðir grunuð um að bana tveimur börnum sínum í Svíþjóð

Tveir drengir, 4 ára og 8 ára gamlir fundust látnir við Munkholmen í Sigtúni í Svíþjóð í dag. Móðir drengjanna hefur verið handtekin. Hún er grunuð um að bera ábyrgð á andláti þeirra. Það var faðir drengjanna sem hafði samband við lögregluna um tíuleytið í gær og sagði að börnin væru týnd, samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet. Lögreglan hóf þá leit að þeim og fann þau látin í morgun. Foreldrar barnanna hafa svo verið í skýrslutöku í dag.

Erlent

Kanína bjargaði konu þegar húsið brann

Kanína ein í Alaska er sögð hafa bjargað eiganda sínum þegar íbúðarhús brann til kaldra kola á dögunum. Kanínan er sögð hafa vakið konuna með því að klóra á henni bringuna. Þegar eigandinn vaknaði áttaði hún sig á því að húsið var að fyllast af reyk.

Erlent

Úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var úrskurðaður í átta vikna langt gæsluvarðhald, þar af fjórar vikur í einangrun, í héraðsdómi Oslóar um klukkan hálf eitt í dag.

Erlent

Lögreglumenn myrða mótmælendur í Jemen

Að minnsta kosti tuttugu og sex mótmælendur hafa verið skotnir til bana og 550 eru sagðir slasaðir eftir að mikil mótmæli brutust út í Jemen í gær. Mest voru átökin í höfuðborginni Sanaa og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka til mikilla muna þar sem margir hinna særðu eru sagðir í lífshættu. Sjónarvottar segja að tugir lögreglumanna hafi skotið beint inn í mannþröngina en fólkið kom saman til þess að krefjast afsagnar forseta landsins Ali Abdullah Saleh. Yfirvöld segja að mótmælin séu ólögleg og að mótmælendur hafi sært fjóra lögreglumenn.

Erlent

Hófu skothríð á veitingastað - yfir 20 látnir

Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að byssumenn hófu skyndilega skothríð á veitingastað í Bujumura, höfuðborg Búrúndí í Mið-Afríku í morgun. Talið er að tala látinna geti hækkað enn meira þar sem margir eru alvarlega slasaðir.

Erlent

Heimurinn er á barmi bankakreppu

„Við erum nú komin á nýtt og hættulegt stig,“ segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um þá erfiðleika sem steðja að þjóðum heims vegna skuldavanda einstakra ríkja.

Erlent

Tugir fórust í skálftanum í Nepal

Nú er ljóst að fjörutíu og átta létust hið minnsta í jarðskjálfunum sem skóku Nepal og Norð-austur Indland í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 6,9 stig og fannst hann í allt að þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum en á eftir fylgdu tveir stórir eftirskjálftar. Þrír létust í breska sendiráðinu í höfuðborg Nepals Katmandú en mesta tjónið varð í Sikkim héraði í Nepal. Rafmagnslaust er á svæðinu og samgöngur úr skorðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið.

Erlent

Modern Family fékk flest verðlaun á Emmy

Emmyverðlaunin voru afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt en á hátíðinni eru bestu sjónvarpsþættirnir vestan hafs verðlaunaðir. Mad Men var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, fjórða árið í röð, Juliana Marguiles besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Good Wife og Kyle Chandler í Friday Night Lights besti leikarinn. Þá fékk Martin Scorsese Emmy styttu fyrir leiksstjórn að fyrsta þættinum í mafíuþáttunum Boardwalk Empire. Besta gamanþáttaröðin var valin Modern Family og the Daily Show með John Stewart var valinn besti skemmtiþátturinn.

Erlent

Handtekin í Bretlandi grunuð um að áforma hryðjuverk

Sjö einstaklingar, sex karlar og ein kona voru handteknir í viðamikilli aðgerð bresku lögreglunnar í nótt. Fólkið er allt búsett í Birmingham og á svæðinu þar í kring og að sögn lögreglu er fólkið grunað um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Bretlandi.

Erlent

Emmyverðlaunin afhent í nótt

Emmyverðlaunin verða afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Mikið hefur farið fyrir stórstjörnunum í Hollywood í kvöld þegar þau gengu inn rauða dregilinn.

Erlent

Strauss-Kahn segist hafa brugðist siðferðilega

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist hafa brugðist siðferðisgildum þegar hann átti samskipti við herbergisþernu á hóteli í New York í maí. Hótelþernan sakaði Strauss-Kahn um kynferðislegt ofbeldi. Nú, fjórum mánuðum eftir að ásakanirnar komu fyrst upp, hefur Strauss-Kahn tjáð sig við fjölmiðla.

Erlent

Uppgötva plánetu þar sem sólarlagið er tvöfalt

Geimvísindamenn NASA hafa uppgötvað plánetu sem gengur á sporbaug í kring um tvær sólir. Möguleikinn á því að líf þrífist á þess háttar plánetum er töluvert meiri en á þeim sem snúast aðeins kring um eina sól.

Erlent

Ísrael: Friði verður aðeins náð með samningum

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að áform Palestínumanna um að fá viðurkenningu á ríki sínu fyrir Sameinuðu þjóðunum muni ekki ganga eftir. Bæði Bandaríkin og Ísrael leggja á það áherslu að Palestínumenn dragi umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum til baka.

Erlent

Sjö látnir eftir skjálftann í Nepal

Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Nepal og Norðurhéröð Indlands eftir hádegi í dag. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem talið er að séu fastir í húsarústum í höfuðborg landsins.

Erlent