Erlent

Hefur gengist undir geðrannsókn

Maðurinn sem er talinn hafa myrt miðaldra hjón á göngu um Þúsundáraskóginn í Óðinsvéum hefur gengist undir geðrannsókn og verður máli hans brátt vísað til saksóknara. Morðin vöktu mikinn óhug síðasta vor.

Erlent

Fundu troðfullt skip af silfri

Um tvö hundruð tonn af silfri hafa fundist í skipi sem sökk á Atlantshafi árið 1941. Talið er að silfrið sé 230 milljóna Bandaríkjadala virði, eða rúmlega 27 milljarða íslenskra króna. Reynist það rétt hefur jafn verðmætur málmur aldrei fundist í sjó fyrr.

Erlent

Fjármálaráðherra segir af sér

Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kúdrín, sagði af sér embætti í gær. Kúdrín gagnrýndi efnahagsstefnu Dimitrís Medvedev forseta landsins um helgina, eftir að fréttir bárust af því að Medvedev og Vladimír Pútín hygðust skiptast á embættum í forsetakosningum í mars næstkomandi.

Erlent

Hlupu um götur á nærfötunum - íslensk hugmynd?

Hátt í þrjú þúsund manns hlupu á nærfötunum um götur borgarinnar Salt Lake í Utah í Bandaríkjunum í dag. Þar vildu þau mótmæla ströngum lögum í ríkinu, meðal annars viðhorf löggjafarvaldsins til giftinga samkynhneigðra sem og ströngum áfengislögum.

Erlent

Píranafiskar bitu brasilíska baðstrandargesti

Yfirvöld í norðaustur Brasilíu reyna nú hvað þau geta til þess að róa almenning en um helgina voru að minnsta kosti 100 baðstrandargestir bitnir af píranafiskum, en þessir litlu fiskar hafa illt orð á sér enda vel tenntir með afbrigðum.

Erlent

Gorbachev hefur efasemdir um forsetaframboð Putins

Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, varar við stöðnun í Rússlandi ef Vladimir Putin verður aftur forseti landsins í mars eins og búist er við. Putin tilkynnti um helgina að hann myndi gefa kost á sér. Verði hann kjörinn er líklegt að Dmitry Medvedev, núverandi forseti landsins, taki við sem forsætisráðherra. Putin gegndi embætti forseta í tvö kjörtímabil áður en Medvedev tók við árið 2008. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mátti hann ekki sitja í þriðja kjörtímabil.

Erlent

Palestínumálið kominn inn á borð Öryggisráðsins

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir umsókn Palestínumanna um að verða fullgilt og sjálfstætt ríki. Búist er við því að umræðan um málið verði að mestu leyti táknræn, enda hafa Bandaríkjamenn tilkynnt að þeir muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að tillagan umsóknin hljóti brautargengi.

Erlent

Sýrlenskir skriðdrekar láta sprengjum rigna

Skriðdrekar Sýrlandsstjórnar hafa látið sprengjum rigna yfir bæinn al-Rastan í Homs héraði í alla nótt. Þrír eru sárir að því er mannréttindasamtök segja. Héraðið hefur verið vígi mótmælenda í landinu síðustu sjö mánuði en almenningur krefst þess að forsetinn Bashar al-Assad segi af sér. Rúmlega 2700 almennir borgarar hafa fallið í átökum við stjórnarhermenn frá því átökin hófust.

Erlent

Sexmenningar ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk

Sexmenningarnir sem handteknir voru í viðamikilli aðgerð í Birmingham á Bretlandi í síðustu viku hafa nú verið ákærðir. Fjórir þeirra eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í landinu en tveir eru ákærðir fyrir að hylma yfir með hinum. Mennirnir eru á aldrinum 25 til 32 ára gamlir og er talið að þeir hafi ráðgert sjálfsmorðssprengjuárásir í Englandi. Mennirnir eru meðal annars sagðir hafa ferðast til Pakistans til þess að sækja námskeið í sprengjugerð auk þess sem efni til sprengjugerðar hafi fundist á heimilum þeirra.

Erlent

Vinstri menn taka völdin í efri deild franska þingsins

Úrslit kosninga til efri deildar franska þingsins í gær eru sögð mikið áfall fyrir Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta, en vinstrisinnar náðu þar meirihluta í fyrsta sinn í rúma hálfa öld. Kosið var um helming þingsæta í þetta sinnið en alls sitja 348 þingmenn í efri deildinni.

Erlent

Gríðarleg flóð á Indlandi - minnst áttatíu látnir

Rúmlega tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín í héruðunum Uttar Pradesh og Bihar á Indlandi vegna mikilla vatnavaxta sem hafa færst í aukana síðustu daga. Gríðarlegar monsún rigningar hafa verið á svæðinu í hálfan mánuð og hafa rúmlega áttatíu manns látið lífið í slysum sem tengjast flóðunum. Björgunarsveitum hefur tekist að koma 60 þúsund manns til hjálpar og matvælaaðstoð er hafin til þeirra svæða, sem einangrast hafa sökum flóðanna.

Erlent

Gat flutt sex tonn af kókaíni

Lögreglan í Kólumbíu hefur gert upptækan 16 metra langan kafbát sem ætlaður var til flutninga á eiturlyfjum. Þetta kom fram á fréttavef Breska ríkisútvarpsins í gær. Kafbáturinn var búinn fullkomnustu siglingatækjum og hefði getað flutt allt að sex tonna farm auk fimm manna áhafnar. Kólumbísku skæruliðasamtökin Farc áætluðu að nota kafbátinn næstkomandi fimmtudag, í samvinnu við önnur eiturlyfjasamtök.

Erlent

Situr enn sem fastast í skugga blóðbaðs

Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, sem sneri óvænt heim frá Sádi-Arabíu á sunnudag, lætur ekkert uppi um hvenær hann segi af sér. Blóðug átök hafa staðið í landinu í síðustu viku þar sem um 150 manns hafa látist í átökum stjórnarhersins við mótmælendur. Þeir hafa kallað ákaft eftir því að Saleh stígi til hliðar eftir 33ja ára valdatíð sem þykir framar öðru hafa einkennst af spillingu og getuleysi í baráttu við fátækt og glæpi.

Erlent

Sögðust saklausir í steininum

Tveir bandarískir menn komu til Bandaríkjanna í gær eftir tveggja ára dvöl í fangelsi í Íran. Þeir voru handteknir ásamt unnustu annars þeirra í Kúrdahéruðum á landamærum Írans og Íraks í júlí 2009.

Erlent

Vann tæpa tvo milljarða á Netinu

Norðmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann í gær rúmlega 92 milljónir norskra króna, eða næstum því 1,9 milljarða íslenskra kórna, á internetinu í gegnum veðmálasíðuna Betsson. Það má segja að tímakaupið hafi verið ansi gott því hann lagði ekki eina einustu krónu í spilið.

Erlent

Sprengdi sig í loft upp

Að minnsta kosti tíu fórust og sjötíu eru særðir eftir fjórar sprengjur sprungu í borginni Karbala í Írak í morgun. Borgin er um hundrað kílómetrum suðvestur af Bagdad, höfuðborg landsins. Fórnarlömb sprengjanna voru almennir borgarar. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Erlent

Ritstjóri dagblaðs myrtur

Maria Elizabeth Macias Castro, þrjátíu og níu ára ritstjóri dagblaðsins Primera Ora í Mexíkó, fannst látin í morgun. Búið var að hálshöggva hana og skilja eftir miða við hliðina á líkinu þar sem glæpagengi sagðist bera ábyrgð á dauða hennar.

Erlent

Konur fá að kjósa

Konur í Sádí Arabíu munu fljótlega fá kosningarétt og mega bjóða sig fram í kosningum. Abdullah konungur tilkynnti þetta í dag. Hann sagði að konur fengju jafnframt leyfi til að sitja í svokölluðu Shura ráðgjafaráði konungs. BBC fréttastofan segir að aðgerðarsinnar, sem hafa barist fyrir réttindum kvenna, muni fagna þessum breytingum. Í dag ríkja mjög strong lög um réttindi kvenna. Samkvæmt þeim mega konur til dæmis ekki aka bíl, eða ferðast einar utan konungsdæmisins.

Erlent

Síðasta nautaatið í Barcelona

Tugþúsundir verða viðstaddir þegar spænskir nautabanar berjast við bola í síðasta sinn í Barcelona áður en bann við nautaati tekur gildi í norðausturhéraði Katalóníu.

Erlent

Ætlar ekki að vinna með Medvedev

Alexei Kúdrín sem hefur verið fjármálaráðherra Rússlands síðustu ellefu árin segist ekki ætla að gegna embættinu áfram verði Dimitri Medvedev núverandi forseti landsins, forsætisráðherra að loknum kosningum.

Erlent

Fórust í flugslysi við Everest

Nítján ferðamenn létust þegar lítil útsýnisflugvél brotlenti er hún var að gera sig tilbúna til lendingar á flugvelli í Kathmandu í Nepal í morgun. Sextán ferðamenn frá Japan, Indlandi, Nepal og Bandaríkjunum höfðu verið í útsýnisflugi umhverfis Everestfjall, en þeir létust allir ásamt þremur áhafnarmeðlimum frá Nepal. Flugvélin, sem var að gerðinni Beechcraft, rakst á fjall og gjöreyðilaglagðist um tólf kólómetra frá flugvellinum.

Erlent

Keppandi í X Factor tók upp kynlífsmyndbönd af sjálfum sér

Kynlífshneyksli er komið upp í nýjustu þáttaröðinni af X Factor í Bretlandi. Breska götublaðið The Sun fletti ofan af fortíð hins tvítuga Lascel Wood sem sendi inn "vafasöm" myndbönd af sjálfum sér inn á klámsíðu. Hann fékk svo fimm pund fyrir hvern þann sem hlóð myndbandinu niður.

Erlent

Verða pirraðir í litlum búrum

Gullfiskar verða pirraðir og árásargjarnir ef þeir eru í of litlum fiskabúrum, eða í fiskabúrum þar sem þeir fá ekki næga örvun. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Case Western Reserve-háskólann í Ohio í Bandaríkjunum.

Erlent