Erlent

Skylmingaþrælar handteknir í Róm

Ítalskir lögreglumenn lentu í blóðugum bardaga við skylmingaþræla við hringleikahúsið í Róm í gær. Við hringleikahúsið og önnur forn mannvirki í Róm hafa löngum verið menn klæddir sem skylmingaþrælar sem ferðamenn geta látið mynda sig með fyrir þóknun.

Erlent

Vondur samverji handtekinn

Búið er að handtaka einn mannanna sem rændu ungan Malasíumann þar sem hann lá meðvitundarlítill í götunni eftir árás óeirðaseggja í Lundúnum á dögunum.

Erlent

Meintur morðingi Bowes handtekinn

Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á Richard Mannington Bowes. Ráðist var á Bowes þegar hann í miðjum óeirðunum í London á mánudag reyndi að slökkva eld í ruslagámi. Hann var barinn til óbóta og hlaut alvarlega höfuðáverka sem drógu hann til dauða í nótt.

Erlent

Lést í nótt af höfuðáverkum eftir árás í London

Sextíu og átta ára gamall karlmaður lést á sjúkrahúsi í London í nótt en hann varð fyrir árás ræningja í uppþotunum á mánudag í hverfinu Ealing. Maðurinn, Richard Mannington Bowes, var að reyna að slökkva eld í ruslatunnu þegar ráðist var á hann og honum veittir höfuðáverkar sem nú hafa dregið hann til dauða.

Erlent

Sýrland: Hillary hvetur önnur ríki til að taka þátt í þvingunum

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur biðlað til annarra ríkja um að taka þátt í viðskiptaþvingunum á Sýrlendinga. Í viðtali við CBS fréttastöðina beindi Hillary orðum sínum sérstaklega til Kínverja og Indverja en ríkin tvö hafa gert stóra olíusamninga við Sýrlendinga.

Erlent

Níræður nasisti leystur úr fangelsi

Þrátt fyrir að nasistinn Josef Scheungraber hafi verið dæmdur í lífstíðar fangelsi árið 2009, sleppur hann við afplánun. Sheungraber var liðþjálfi í herliði nasista í Seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent

Obama skýtur fast á þingið

"Sumar af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag eru vegna atburða sem við höfum ekki haft neina stjórn á,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðu í dag.

Erlent

Vorkennir árásarmönnunum

Tvítugur nemi frá Malasíu, sem var rændur á götum úti eftir að hafa slasast í óeirðum í Lundúnaborg, segist vorkenna árásarmönnum sínum. Almenningur í Bretlandi er snortinn og hafa margir boðist til styrkja þennan ólánsama dreng .

Erlent

Eistneski byssumaðurinn látinn

Maðurinn sem réðst inn í Varnarmálaráðuneytið í Tallin, höfðuborg Eistlands fyrr í dag, er látinn. Hann réðst inn í ráðuneytið um klukkan 12:30 að íslenskum tíma, hleypti þar af skotvopni og tók sér gísl, samkvæmt því sem greint hefur verið frá í þarlendum miðlum.

Erlent

Enga kossa takk -við erum Þjóðverjar

Siðareglusamtök í Þýskalandi hafa lagt til að fólki verði bannað heilsast með kossi á vinnustöðum. Knigge samtökin segja að mörgum Þjóðverjum finnist slíkar kveðjur óþægilegar.

Erlent

Búið að yfirbuga byssumanninn - tók fólk í gíslingu

Lögreglan í Eistlandi hefur yfirbugað byssumann sem réðst inni í varnarmálaráðuneyti Eistlands í Tallinn síðdegis á staðartíma í dag. Ekki er vitað hvort einhver hafi særst í árásinni en skothvellir og sprengingar heyrðu frá byggingunni. Eistneskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi tekið starfsfólk í gíslingu.

Erlent

Ætla að loka frelsisstyttunni

Frelsisstyttan fræga í New York verður lokuð næsta árið en hún er í brýnni þörf fyrir ítarlegt viðhald. Styttan er einn vinsælasti ferðamannastaður heimsins og gert er ráð fyrir því að viðgerðin kosti rúma þrjá milljarða króna.

Erlent

Breivik kurteis við yfirheyrslur

Lögreglumaðurinn sem yfirheyrir fjöldamorðingjann Anders Breivik segir að þeir tali saman á þægilegum nótum og engin tilraun sé gerð til þess að brjóta Breivik niður.

Erlent

Þýski Jack Sparrow höfðar mál gegn Disney

Marcus Off, sem ljáði Johnny Depp rödd sína sem Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean-myndunum í Þýskalandi, hefur höfðað mál gegn kvikmyndafyrirtækinu Disney. Hann segir að framlag hans til myndanna hafi verið vanmetið.

Erlent

"Tróju-treyjum“ dreift til nýnasista

Þýskir nýnasistar glöddust á dögunum þegar þeir mættu á rokkhátíð í Austur-Þýskalandi og fengu að gjöf forláta stuttermabol sem á var prentuð hauskúpa. Fyrir neðan myndina stóð "Hardcore - Rebellen" eða "Gallharðir uppreisnarmenn". Þetta féll tónleikagestum afar vel í geð og fengu færri bolina en vildu. Bolirnir voru hinsvegar þeim göldrum gæddir að þegar þeir fara í þvottavél koma dulin skilaboð í ljós. Skilaboðin eru frá samtökunum Exit sem einbeita sér að því að reyna að fá nýnasista í Þýskalandi til þess að snúa frá villu síns vegar.

Erlent

Forsætisráðherra Japan ætlar að segja af sér

Japanski forsætisráðherrann Naoto Kan sagðist í gær ætla að segja af sér um leið og ný frumvörp sem tengjast uppbyggingu eftir jarðskjálftann í mars fara í gegnum þingið. Búist er við því að Kan hverfi á braut í lok mánaðarins. Forsætisráðherrann hefur verið undir miklum þrýstingi og hafa vinsældir hans hríðfallið síðustu mánuði.

Erlent

Norður-Kóreumenn segjast hafa verið að byggja hús

Norður-Kóreumenn vísa því á bug að hafa skotið á nágranna sína í suðri eins og greint var frá í gær. Þeir segja að Suður-kóreskir hermenn hafi haldið að sprengingar frá byggingarsvæði nálægt landamærunum hafi verið hávaði frá stórskotaliði.

Erlent

Hefnt fyrir drápin á sérsveitarmönnum

Bandarískur hershöfðingi í Afganistan segir að hópi Talíbana sem talinn er hafa staðið á bakvið árás á Chinook þyrlu hersins á dögunum hafi verið útrýmt í loftárás á mánudaginn.

Erlent

Óku inn í hóp og drápu þrjá

Þrír menn létust í óeirðum í Birmingham aðfaranótt miðvikudags. Mennirnir, sem voru á aldrinum 20 til 31 árs, voru í hópi fólks sem reyndi að verja verslanir í hverfi sínu fyrir þjófum þegar bíl var ekið á þá. Ökumaðurinn flúði af vettvangi en maður er nú í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa valdið dauða mannanna. Atvikið er rannsakað sem morðmál.

Erlent

Leðurblaka laus í flugvél

Það er ekki á hverjum degi sem þú sest upp í flugvél og í miðju flugi byrjar leðurblaka að fljúga um flugvélina. Farþegar um borð í vél flugfélagsins Delta lentu í því í dögunum.

Erlent

Yfir ellefu hundruð handteknir

Forsætisráðherra Bretlands segir allt verða gert til að hefta óeirðirnar í landinu. Litið verði framhjá persónuverndarlögum og myndir úr eftirlitsmyndavélum gerðar opinberar til að koma óeirðarseggjum bak við lás og slá. Óeirðirnar, sem hófust í Tottenham á laugardag, hafa breiðst út til fleiri borga.

Erlent