Erlent

Spirit lýkur verkefni sínu á Mars - myndband

Eftir að hafa eytt rúmum fimm árum á yfirborðið Mars hefur könnunarfarið Spirit nú endanlega verið afskrifað. Spirit ferðaðist víðsvegar um Rauðu plánetuna en eyddi síðustu mánuðum sínum pikkfast í lausum jarðveg.

Erlent

Réttað yfir leiðtogum Rauðu Khmeranna

Hundruð manna voru viðstödd þegar réttarhöld yfir þremur háöldruðum fyrrverandi leiðtogum Rauðu Khmeranna hófust í Kambódíu í dag en þeir eru meðal annars ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.

Erlent

Fórnfæring tíbeskar nunnu náðist á mynd

Tíbesk nunna kveikti í sér í mótmælaskyni við yfirráðum Kína yfir Tíbet. Aðgerðarsinnar mynduðu konuna í Sichuan-héraði í suðvesturhluta Kína. Á myndbandinu sést hvernig konan hellir yfir sig bensíni og kveikir í sér. Hún stendur um stund áður en hún fellur á jörðina.

Erlent

Hundtryggur: Neitar að yfirgefa gröf húsbónda síns

Íbúar í þorpi einu í Kína hafa tekið ástfóstri við hund einn sem neitar að víkja frá gröf fyrrum húsbónda síns. Nú er ráðgert að byggja hundakofa í kirkjugarðinum til þess að hvutti geti haft það aðeins huggulegra.

Erlent

Enn barist á Frelsistorgi

Átök hafa blossað upp að nýju á Frelsistorginu í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag. Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust í átökum sem upphófust á torginu á laugardaginn var og hundruð hafa slasast. Mótmælendurnir óttast að bráðabirgðastjórnin í Egyptalandi sé að reyna að treysta sig í sessi í stað þess að boða til kosninga eins fljótt og hægt er.

Erlent

Breaking Dawn gríðarlega vinsæl

Nýjasti kafli Twilight sögunnar - Breaking Dawn Part I - nýtur gríðarlegra vinsælda um allann heim. Myndin var frumsýnd á föstudaginn síðastliðinn og tók inn 283.5 milljón dollara á heimsvísu. Langflestar stórmyndir sem framleiddar eru Hollywood höfða til ungra karlmanna og því eru gagnrýnendur, sem og framleiðendur, undrandi yfir ótrúlegum vinsældum Twilight.

Erlent

Anonymous styður Occupy-mótmælin

Tölvuþrjótahópurinn Anonymous hefur lýst yfir stuðningi við Occupy-mótmælahreyfinguna í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu sem birtist um helgina kemur fram að samtökin muni berjast gegn þeim sem handtaka og misþyrma þeim 99% sem mótmæla nú víðsvegar í Bandaríkjunum.

Erlent

Sonur Gaddafis gæti átt dauðadóm yfir höfði sér

Saif Gaddafi, sonur fyrrverandi einræðisherrans Muammars Gaddafi, gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði réttað yfir honum í Líbíu. Mannréttindasamtökin Amnesty International kröfðust þess að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Hag myndi annast réttarhöldin.

Erlent

Áhorfendur bauluðu á Pútín

Áhorfendur á glímukeppni í Moskvu bauluðu á sitjandi forsætisráðherra Rússlands, Vladímír Pútín, þegar hann steig inn í hringinn eftir viðureign Bandaríkjamannsins Jeff Monson og hins rússneska Fedor Emelianenko.

Erlent

Fjöldi mótmælenda enn á Frelsistorginu í Kaíró

Þúsundir manna hafast enn við á Frelsistorginu í miðborg Kaíró í Egyptalandi. Öryggissveitir og lögreglan ruddu torgið af mótmælendum í gærkvöldi en þeir byrjuðu síðan að tínast inn á það að nýju í nótt.

Erlent

Hryðjuverkamaður handtekinn í New York

Lögreglan í New York hefur handtekið 27 ára gamlann mann sem grunaður er um að hafa undirbúið hryðjuverk í borginni. Lögreglan hafði fylgst náið með manninum í ein tvö ár áður en hún lét til skarar skríða.

Erlent

Sögulegur stórsigur hægri flokks á Spáni

Hinn hægrisinnaði flokkur Lýðflokkurinn vann sögulegan stórsigur í þingkosningunum á Spáni um helgina. Lýðflokkurinn hlaut tæplega 45% atkvæða og hreinan meirihluta í neðri deild spænska þingsins eða 186 sæti af 350.

Erlent

Mótmælendur vilja herinn frá völdum

Óeirðalögreglu og mótmælendum laust saman á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi í gær, annan daginn í röð. Mótmælendur hentu grjóti að lögreglu, sem svaraði með táragassprengjum og gúmmíkúlum.

Erlent

Lýðflokkurinn með meirihluta

Lýðflokkurinn fékk hreinan meirihluta þingmanna í kosningunum sem fram fóru á Spáni í gær samkvæmt niðurstöðum þegar nærri tvö af hverjum þremur atkvæðum höfðu verið talin í gærkvöldi.

Erlent

Hörð átök í Egyptalandi

Til harðra átaka kom þegar óeirðarlögregla reyndi að fjarlægja mótmælendur af Frelsistorginu í Kaíró í dag. Þúsundir Egypta höfðu þá safnast saman á torginu annan daginn í röð.

Erlent

Sprautaði piparúða á friðsæla mótmælendur

Gríðarleg reiði er á meðal mótmælenda tengdum Occupy-mótmælunum eftir að lögreglan í Kaliforníu sprautaði piparúða á friðsama mótmælendur sem sátu á gangstétt á háskólalóð í Kaliforníuháskóla.

Erlent

Þingkosningar á Spáni í dag

Þingkosningar fara fram á Spáni í dag og voru kjörstaðir opnaðir klukkan átta að íslenskum tíma. Talið er að hægrimenn muni vinna stórsigur yfir sitjandi vinstri ríkisstjórn.

Erlent

Skreið fullur ofan í apagryfju - myndband

Blindfullur vélvirki lenti heldur betur í því síðustu helgi þegar hann fór í dýragarðinn Sorocaba í Brasilíu. Vélvirkjanum fannst af einhverjum ástæðum þjóðráð að klifra niður í gryfju til köngurapa (e. spider monkeys) í því skyni að leika við þá.

Erlent