Erlent

Spirit lýkur verkefni sínu á Mars - myndband

Eftir að hafa eytt rúmum fimm árum á yfirborðið Mars hefur könnunarfarið Spirit nú endanlega verið afskrifað. Spirit ferðaðist víðsvegar um Rauðu plánetuna en eyddi síðustu mánuðum sínum pikkfast í lausum jarðveg.

Vísindamenn hjá NASA hafa gefið út sérstakt kynningarmyndband um Spirit-verkefnið. Í því má finna 3.500 ljósmyndir sem farið tók á ferð sinni um plánetuna. Myndbandið hefst þegar Spirit er nýlent á Mars og endar þegar myndavél þess tekur sína síðustu mynd.

Á myndbandinu sést Spirit skoða steina og jarðveg Mars.

Spirit könnunarfarið var skráð í sögubækurnar fyrir að finna fyrstu haldbæru vísbendingarnar um að vatn hefði eitt sinn verið Mars.

Spirit ferðaðist til Mars ásamt tvíbura sínum, Opportinuty. Þeim var skotið á loft árið 2002. Upphaflega stóð til að könnunaförin myndu senda upplýsingar til Jarðar í þrjá mánuði. Það kom fljótt í ljós að förin voru fær um að sinna öðrum verkefnum að þeim tíma loknum og hafa systkInin ferðast um sléttur Mars síðan þá.

Opportunity er enn á för um plánetuna en Spirit er ekki lengur fært um að senda skilaboð til að Jarðar.

Hægt er að sjá virðingarvott NASA til Spirit hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×