Erlent

Breskur piltur gæti dáið úr hlátri

Hjartagallinn er afar sjaldgæfur hjá börnum.
Hjartagallinn er afar sjaldgæfur hjá börnum.
Níu ára gömlum pilti í Bretlandi hefur verið bannað að hlæja - hlátrasköllin gætu leitt hann til dauða.

Bradley Burhouse var úti að leika með bróður sínum þegar hann hneig niður. Samkvæmt móður Bradley var hann og bróðir hans að fíflast í garðinum þegar Bradley féll á jörðina og öskraði af sársauka. Faðir hans flutti hann á spítalann en þegar þangað var komið var sársaukinn svo gríðarlegur að læknar óttuðust hið versta.

Upphaflega var talið að Bradley hefði fengið hjartsláttartruflanir en eftir að rannsóknir voru framkvæmdar kom í ljós að málið var mun alvarlegra en það.

Bradley þjáist af sleglahraðtaki. Sjúkdómurinn orsakar hraðann hjartslátt í sleglum hjartans svo að það nær ekki að fyllast af blóði áður en því er dælt út aftur. Þannig fellur blóðþrýstingur og líffæri verða fyrir blóðskorti. Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur í börnum.

Hjartsláttur Bradleys er 120 til 200 slög á mínútu en það nær tvöfalt hraðari sláttur en í venjulegri manneskju.

Eftir að alvarleiki málsins kom í ljós bönnuðu læknar Bradley litla að hreyfa sig. Hann má hvorki fara út úr húsi né leika við eldri bræður sína. Móðir hans ákvað að kaupa handa honum Playstation 3 leikjatölvu svo að Bradley leiddist ekki. Hún hefur miklar áhyggjur af syni sínum og segir að hann hafi nú þegar þyngst töluvert.

Næstu skref í meðferð Bradleys verða ákveðin á komandi vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×