Erlent

Pakistan ritskoðar smáskilaboð - "Wuutang" bannað

Farsímafyrirtæki í Pakistan verða nú að ritskoða smáskilaboð sem berast um símkerfi þeirra.
Farsímafyrirtæki í Pakistan verða nú að ritskoða smáskilaboð sem berast um símkerfi þeirra. mynd/AFP
Fjarskiptastofnun Pakistans hefur bannað rúmlega 1.600 gróf orð. Ekki er hægt að senda þessi orð í smáskilaboðum.

Flest orðin eru blótsyrði og mörg hver bera með sér kynferðislega merkingu. Þó eru nokkur orð á listanum vekja athygli.

Nokkur af þeim orðum sem stofnunin hefur lagt bann á eru: „samfarir", „smokkur" og „brjóst". Að auki er önnur orð sem virðast vera fullkomlega eðlileg líkt og „blæðingar" og „vindgangur".

Síðan eru orð sem eru afar sérstök. Þar á meðal eru „Jesús Kristur", „apa-klof" og undarlega: „Wuutang".

Frá og með 21. nóvember verða fjarskiptafyrirtæki í Pakistan að skima í gegnum smáskilaboð eftir þessum orðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×