Erlent

Dauðsföllum af völdum alnæmi fækkar

Góður árangur í baráttunni við alnæmi er rakinn til aukinnar læknisaðstoðar og greiningar.
Góður árangur í baráttunni við alnæmi er rakinn til aukinnar læknisaðstoðar og greiningar. mynd/AFP
Samkvæmt skýrslu UNAids fyrir árið 2011 hefur dauðsföllum af völdum alnæmis fækkað um 21% frá árinu 2005. Að sama skapi hafa HIV smitum fækkað verulega.

Hápunkti dauðsfalla var náð árið 2005 og voru smit aldrei fleiri en árið 1997. Í skýrslunni er árangurinn rakinn til aukinnar læknisaðstoðar og úrræða fyrir HIV smitaða.

Michel Sidibe, stjórnandi UNAids, sagði að byltingu væri að vænta í meðhöndlun HIV smitaðra og hann telur að góður árangur síðustu ára ætti aðeins eftir að verða betri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×