Erlent

Stjórn Mario Monti fær blússandi meðbyr á Ítalíu

Sérfræðingastjórn Mario Monti á Ítalíu fær blússandi meðbyr í fyrstu skoðanakönnuninni um stuðning almennings á Ítalíu við stjórnina.

Í könnuninni lýstu tæplega 80% aðspurðra yfir ánægju sinni með stjórn Monti en hann sjálfur hlaut enn meiri stuðning í könnuninni eða tæplega 84%.

Fréttaskýrendur á Ítalíu segja að rólegt og myndugt yfirbragð Monti fari vel í Ítali sem greinilega voru orðnir hundleiðir á uppátækjum og dramtík í kringum Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×