Erlent

Konungur skilur við eina af fjórtán konum sínum

Mswati konungur hefur nóg á sinni könnu þessa dagana.
Mswati konungur hefur nóg á sinni könnu þessa dagana. mynd/AFP
Nothando Dube.
Konungur Svasílands hefur fyrirskipað einni af konum sínum að yfirgefa konungshöllina. Hann sakar hana um að hafa haldið framhjá sér með góðvini sínum. Eins og er á Mswati konungur fjórtán eiginkonur.

Nothando Dube er 23 ára gömul og tuttugu árum yngri er fyrrverandi eiginmaður sinn. Konungurinn sparkaði henni á dyr eftir hún hafði lýst því yfir að hún væri fangi í konungshöllinni. Talið er að Mswati konungur hafi haldið henni innilokaðri eftir að starfsmenn hans komu að drottningunni í rúminu ásamt besta vini konungsins.

Vinurinn reyndist vera, Ndumiso Mamba, dómsmálaráðherra Svasílands. Atvikið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Síðan þá hefur Dube beitt ýmsum ráðum við að komast út úr konungshöllinni - þar á meðal sprautaði hún piparúða í andlit öryggisvarðar í höllinni.

Samkvæmt hefðum Svasílands má konungur landsins lifa í fjölkvæni. Á hverju ári fær konungurinn að velja sér konu úr hópi fegurstu ungmeyja landsins. Athöfnin er helg í Svasílandi en þar dansa óspjallaðar meyjar berbrjósta fyrir konunginn.

Konungsdæmi Mswati hefur þó átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Íbúar Svasílands krefjast nú margir lýðræðis og er bruðl konungsfjölskyldunnar fordæmt.

Konungurinn þarf þó ekki að örvænta því stjórnmálaflokkar eru ólöglegir í Svasílandi og aðgerðarsinnar eru yfirleitt handteknir. Mswati konungur ætti því að hafa nægan tíma til að sinna 14 eiginkonum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×