Erlent

Lýðflokkurinn með meirihluta

Stuðningsmenn Lýðflokksins fögnuðu sigri við höfuðstöðvar flokksins í Madríd í gærkvöldi og veifuðu bláum og hvítum fána flokksins.
Stuðningsmenn Lýðflokksins fögnuðu sigri við höfuðstöðvar flokksins í Madríd í gærkvöldi og veifuðu bláum og hvítum fána flokksins. Fréttablaðið/AP
Lýðflokkurinn fékk hreinan meirihluta þingmanna í kosningunum sem fram fóru á Spáni í gær samkvæmt niðurstöðum þegar nærri tvö af hverjum þremur atkvæðum höfðu verið talin í gærkvöldi.

Verði það niðurstaðan er ríkisstjórn Sósíalistaflokksins, sem stýrt hefur landinu síðustu tvö kjörtímabil, fallin. Eftir að 64 prósent atkvæða höfðu verið talin var Lýðflokkurinn, sem er flokkur hægrimanna, með um 44 prósent atkvæða og 187 þingsæti af 350 í neðri deild spænska þingsins. Sósíalistaflokkurinn var með 29 prósenta fylgi og 110 þingsæti.

Kosningabaráttan snerist að langmestu leyti um efnahagsmálin. Atvinnuleysi á Spáni er nú um 21,5 prósent, og ótti við að landið fylgi Grikklandi í greiðsluþrot fer vaxandi.

Stuðningsmenn Lýðflokksins söfnuðust saman við höfuðstöðvar flokksins í gærkvöldi, fullvissir um að flokkurinn hefði unnið stórsigur í kosningunum. Fólkið veifaði spænska fánanum og bláum og hvítum fána Lýðflokksins.

„Þetta er það sem landið þarf á að halda núna,“ sagði David Cordero, einn stuðningsmanna flokksins, sem fagnaði úrslitunum með hópi stuðningsmanna Lýðflokksins.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×