Mótmælendur vilja herinn frá völdum 21. nóvember 2011 04:00 Mótmælendur hlúa að konu sem fékk yfir sig táragas á Frelsistorginu í Kaíró í gær. Í það minnsta fimm þúsund mótmælendur héldu í gær að torginu þrátt fyrir tilraunir óeirðalögreglu til að koma þeim í burtu.Fréttablaðið/AP Óeirðalögreglu og mótmælendum laust saman á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi í gær, annan daginn í röð. Mótmælendur hentu grjóti að lögreglu, sem svaraði með táragassprengjum og gúmmíkúlum. Þúsundir mótmælenda komu sér fyrir á torginu um helgina til að mótmæla því hversu hægt gengur að koma á úrbótum í lýðræðisátt í landinu. Þá segjast talsmenn þeirra ósáttir við það sem þeir kölluðu tilraunir herstjórnarinnar í landinu til að auka völd sín á kostnað lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda. Frá því að Hosní Múbarak hrökklaðist úr embætti forseta landsins í febrúar síðastliðnum hefur fyrrum varnarmálaráðherra hans, Hussein Tantawi, haldið um valdataumana. Í dag er vika í að fyrstu frjálsu þingkosningarnar í landinu eftir brotthvarf Múbaraks hefjist, en þær eiga að standa yfir í þrjá mánuði. Í það minnsta fimm eru sagðir fallnir í mótmælunum um helgina, og hundruð hafa særst. „Við höfum bara eina kröfu. Hún er sú að sitjandi forseti stígi til hliðar og við taki stjórn ótengd hernum,“ sagði Ahmed Hani, einn mótmælenda. Óstaðfestar fregnir herma að í það minnsta 55 hafi verið handteknir af lögreglu um helgina. Læknar hafa komið upp tveimur sjúkraskýlum á torginu og höfðu um miðjan dag í gær tekið á móti um 700 mótmælendum. Flestir áttu erfitt með andardrátt vegna táragassprengjanna, en aðrir höfðu fengið í sig gúmmíkúlur. „Lögreglan er að miða á höfuðið á fólkinu, ekki lærin eins og þeir gera venjulega,“ segir Alaa Mohammed, einn læknanna. Eftir að Múbarak hrökklaðist frá tók herinn við stjórn landsins. Stjórnendur hans hafa heitið því að víkja til hliðar þegar lýðræðislegar forsetakosningar hafa farið fram í landinu, en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þær eigi að fara fram. Yfirstjórn hersins hefur rætt um að halda forsetakosningar seint á næsta ári, eða í byrjun árs 2013. Það þykir þeim sem mótmæltu á Frelsistorginu í gær allt of seint. Mótmælendur vilja að herinn sleppi valdataumunum í mars á næsta ári, eftir að úrslit úr þingkosningunum hafa verið gerð opinber. brjann@frettabladid.is Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Óeirðalögreglu og mótmælendum laust saman á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi í gær, annan daginn í röð. Mótmælendur hentu grjóti að lögreglu, sem svaraði með táragassprengjum og gúmmíkúlum. Þúsundir mótmælenda komu sér fyrir á torginu um helgina til að mótmæla því hversu hægt gengur að koma á úrbótum í lýðræðisátt í landinu. Þá segjast talsmenn þeirra ósáttir við það sem þeir kölluðu tilraunir herstjórnarinnar í landinu til að auka völd sín á kostnað lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda. Frá því að Hosní Múbarak hrökklaðist úr embætti forseta landsins í febrúar síðastliðnum hefur fyrrum varnarmálaráðherra hans, Hussein Tantawi, haldið um valdataumana. Í dag er vika í að fyrstu frjálsu þingkosningarnar í landinu eftir brotthvarf Múbaraks hefjist, en þær eiga að standa yfir í þrjá mánuði. Í það minnsta fimm eru sagðir fallnir í mótmælunum um helgina, og hundruð hafa særst. „Við höfum bara eina kröfu. Hún er sú að sitjandi forseti stígi til hliðar og við taki stjórn ótengd hernum,“ sagði Ahmed Hani, einn mótmælenda. Óstaðfestar fregnir herma að í það minnsta 55 hafi verið handteknir af lögreglu um helgina. Læknar hafa komið upp tveimur sjúkraskýlum á torginu og höfðu um miðjan dag í gær tekið á móti um 700 mótmælendum. Flestir áttu erfitt með andardrátt vegna táragassprengjanna, en aðrir höfðu fengið í sig gúmmíkúlur. „Lögreglan er að miða á höfuðið á fólkinu, ekki lærin eins og þeir gera venjulega,“ segir Alaa Mohammed, einn læknanna. Eftir að Múbarak hrökklaðist frá tók herinn við stjórn landsins. Stjórnendur hans hafa heitið því að víkja til hliðar þegar lýðræðislegar forsetakosningar hafa farið fram í landinu, en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þær eigi að fara fram. Yfirstjórn hersins hefur rætt um að halda forsetakosningar seint á næsta ári, eða í byrjun árs 2013. Það þykir þeim sem mótmæltu á Frelsistorginu í gær allt of seint. Mótmælendur vilja að herinn sleppi valdataumunum í mars á næsta ári, eftir að úrslit úr þingkosningunum hafa verið gerð opinber. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira