Erlent

Sögulegur stórsigur hægri flokks á Spáni

Hinn hægrisinnaði flokkur Lýðflokkurinn vann sögulegan stórsigur í þingkosningunum á Spáni um helgina. Lýðflokkurinn hlaut tæplega 45% atkvæða og hreinan meirihluta í neðri deild spænska þingsins eða 186 sæti af 350.

Þetta er stærsti kosningasigur hægri flokks á Spáni frá því að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975.

Sósíalistaflokkurinn sem var við völd beið afhroð í kosningunum fékk aðeins 29% atkvæða og 110 menn kjörna.

Mariano Rajoy leiðtogi Lýðflokksins sagði þegar úrslitin lágu ljós fyrir að hann gerði sér fulla grein fyrir umfangi þeirra verkefna sem lægju fyrir. Hinsvegar hefðu 46 milljónir Spánverja fullan hug á að berjast gegn kreppunni sem nú geisar í suðurhluta Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×