Erlent

Fórnfæring tíbeskar nunnu náðist á mynd

mynd/AFP
Tíbesk nunna kveikti í sér í mótmælaskyni við yfirráðum Kína yfir Tíbet. Aðgerðarsinnar mynduðu konuna í Sichuan-héraði í suðvesturhluta Kína. Á myndbandinu sést hvernig konan hellir yfir sig bensíni og kveikir í sér. Hún stendur um stund áður en hún fellur á jörðina.

Talið er að aðgerðarsinnarnir hafi smyglað myndbandinu frá Kína og komið því í hendur samtakanna Students for a Free Tibet.

Atvikið er eitt af mörgum fórnfæringum sem hafa átt sér stað á svæðinu undanfarna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×