Erlent

Tveir látnir og hundrað slasaðir í Egyptalandi

Hörð átök eru í Egyptalandi þessa daganna.
Hörð átök eru í Egyptalandi þessa daganna.
Tveir eru látnir og hundruð slasaðir eftir að miklar óeirðir brutust út í borgunum Alexandríu og Suez í Egyptalandi í nótt í kjölfar mótmæla.

Ungmenni hlupu að óeirðalögreglunni og hrópuðu að þau vildu fella ríkisstjórnina. Lögreglan skaut þá gúmmíkúlum og beitti táragasi.

Þá hafa mótmælendur tekið að nýju Tahir-torg í höfuðborginni Kaíró, en mótmælin á torginu voru þungamiðjan í byltingunni síðastliðið vor þegar Hosní Mubarrak hrökklaðist frá völdum.

Fyrstu þingkosningarnar í landinu frá því Mubarrak lét af embætti eru fyrirhugaðar eftir rúma viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×