Erlent

Hryðjuverkamaður handtekinn í New York

Lögreglan í New York hefur handtekið 27 ára gamlann mann sem grunaður er um að hafa undirbúið hryðjuverk í borginni. Lögreglan hafði fylgst náið með manninum í ein tvö ár áður en hún lét til skarar skríða.

Maðurinn, Jose Pimentel að nafni, var handtekinn í gærdag í íbúð móður sinnar þar sem hann var að setja saman rörsprengju.

Michael Bloomberg borgarstjóri New York sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að Pimentel væri einfari og ekki tengdur neinum hryðjuverkasamtökum. Hinsvegar fylgdi hann al-kaída að málum og hafði skipulagt sprengjuárásir gegn hermönnum á leið heim frá Afganistan, gegn lögreglunni, póstþjónustunni og fleiri aðilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×