Erlent

Skreið fullur ofan í apagryfju - myndband

Köngurapar.
Köngurapar.
Blindfullur vélvirki lenti heldur betur í því síðustu helgi þegar hann fór í dýragarðinn Sorocaba í Brasilíu. Vélvirkjanum fannst af einhverjum ástæðum þjóðráð að klifra niður í gryfju til köngurapa (e. spider monkeys) í því skyni að leika við þá.

En það sem hann vissi ekki er að aparnir eru sérstaklega passamir upp á eigið umhverfi og beita öllum meðulum til þess að passa sitt.

Þannig sökkti einn apinn tönnunum í handabak mannsins á meðan hann klóraði hann ítrekað. Gestir tóku upp athæfi mannsins og greint er frá á vefsíðu Daily Telegraph. Hér má horfa á myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×