Erlent Bókasafnið í Berlín skilar bókum sem nasistar stálu Borgarbókasafnið í Berlín ætlar á næstu dögum að skila bókum sem nasistar stálu frá Sósíal Demókrötum í borginni á milli stríðsárunum. Þar á meðal er ensk útgáfa af kommúnistaávarpinu sem talið er að hafi verið í eigu Friedrich Engels, sem skrifaði bókina ásamt Karli Marx árið 1848. Stjórnmálaflokkurinn var bannaður þegar Hitler komst til valda í landinu og eignir hans gerðar upptækar. Alls er um sjötíu bækur að ræða. Erlent 22.8.2011 13:13 Náttúruunnendur dæmdir í Danmörku Ellefu félagar í Greenpeace samtökum Danmerkur fengu í morgun tveggja vikna skilorðsbundinn dóm fyrir að smygla sér óboðnir inn á hátíðarmatarboð leiðtoga heimsins í desember árið 2009. Félagarnir laumuðu sér inn í bílalest leiðtoganna á limósínu með fölsuðum lögregluljósum. Erlent 22.8.2011 12:24 Þrír synir Gaddafís nú í haldi Þrír synir Gaddafís hafa verið teknir höndum, þar á meðal Saíf, sem talinn var líklegastur til þess að taka við af föður sínum. Ekkert hefur þó frést af Gaddafí sjálfum en talsmaður uppreisnarmanna segist telja að hann fari annað hvort huldu höfði í höfuðborginni eða þá að hann hafi flúið til suðurhluta landsins og jafnvel yfir til nágrannaríkjanna Tsjad eða Alsír. Erlent 22.8.2011 12:01 Kennarar þurfa að kunna á Facebook Kennarar verða að læra að nota samfélagsmiðla annars geta þeir ekki skilið í hverslags heimi nemendur þeirra lifa í. Þetta segir Arne Krokan prófessor við Stofnun í félagsfræði og stjórnmálafræði í Noregi. Erlent 22.8.2011 12:01 29.000 heimilislausir í Norður Kóreu Rauði Krossinn tilkynnti í dag að yfir 29.000 manns í Norður Kóeru séu heimilislausir eftir storma og flóð síðustu þriggja mánaða. Rauði Krossinn vinnur nú að því að deila mat og vatni til 7.500 þurfandi fjölskyldna í landinu. Einnig er stefnt að því að koma upp viðunandi skjóli áður en veturinn skellur á í Norður Kóreu. Erlent 22.8.2011 11:43 Irene orðin fellibylur Hitabeltisstormurinn Irene náði nú fyrr í dag styrk fellibyls. Óveðrið fór í dag yfir Puerto Rico og stefnir í átt að Dóminíska lýðveldinu og Haiti. Erlent 22.8.2011 11:27 Hamas og Ísrael semja um vopnahlé Hamas-samtökin og Ísrael hafa samið um vopnahlé sem hefst í dag. Þetta kom fram á vef fréttaveitunnar Reuters í morgun. Eftir fimm daga af vopnuðum átökum ku hóparnir hafa náð samkomulagi um vopnahlé. Hamas-samtökin ætla sér að þvinga smáa herflokka í Palestínu, sem ábyrgir eru fyrir flestum sprengingum á landamærunum, til að virða samkomulagið. Erlent 22.8.2011 10:07 Assad segir ekki af sér Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kom fram í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Þar varaði hann önnur ríki við því að skipta sér af ástandinu í Sýrlandi og sagði öll afskipti myndu hafa "stórfelldar afleiðingar". Einnig talaði hann um fyrirhugaðar endurbætur sínar á stjórnkerfi landsins, en fjallaði ekkert um stöðu sína sem forseti. Erlent 22.8.2011 09:43 Bardagar við höfuðstöðvar Gaddafis Mikil fagnaðarlæti brutust út í Trípoli, höfuðborg Líbíu, í gærkvöldi þegar að uppreisnarmenn náðu miðhlutaborgarinnar á sitt vald. Fjörutíu og tveggja ára einræðisstjórn Gaddafis virðist vera að ljúka. Erlent 22.8.2011 07:56 Strauss-Kahn líklega laus allra mála Ákæra á hendur Dominique Strauss-Kahn, fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður að öllum líkindum felld niður þegar réttað verður í málinu á morgun. Erlent 22.8.2011 07:53 Fellibylur nálgast Púertó Ríkó Talið er að hitabeltisstormurinn Irene sem gengið hefur yfir sunnan við Puerto Rico síðustu vikur geti breyst í kraftmikinn fellibyl. Erlent 22.8.2011 07:50 Keyrði á níu ára gamlan strák og stakk af Ökumaður bíls stakk af vettvangi eftir að hafa keyrt á níu ára gamlan strák í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. Pilturinn fannst stuttu síðar meðvitundarlaus og með alvarlega höfuðáverka í götunni og var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús. Erlent 22.8.2011 07:48 Fogh segir að stjórn Gaddafis sé að falli komin Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja að ríkisstjórn Moammars Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sé að falli komin. Nú sé kominn tími til þess að mynda nýja lýðræðislega stjórn í Líbíu. Erlent 21.8.2011 23:54 Fagnaðarlátunum linnir ekki Líbískir borgarar fagna látlaust nú þegar líbískir uppreisnarmenn eru komnir á Græna torgið, sem er miðhluti höfuðborgarinnar Trípolí í Líbíu. Erlent 21.8.2011 23:36 Segjast hafa handtekið syni Gaddafís Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa handtekið þrjá syni Muammars Gaddafí Líbíuleiðtoga. Leiðtogi upppreisnarmannanna, Mustafa Abdel Jalil, segir að þeim sé haldið á öruggum stað og verði ekki gert mein. Erlent 21.8.2011 22:00 Sex látnir í tveimur flugslysum Sex eru látnir eftir að tvær smáar flugvélar brotlentu á innan við hálftíma í óskyldum atvikum í suðurhluta Póllands í kvöld. Erlent 21.8.2011 21:30 Hundruðir látnir í blóðugum bardögum í Líbíu 376 manns hafa látist í átökum í Tripoli, höfuðborg Líbíu, og um eitt þúsund hafa slasast. Leiðtogi landsins, Muhammar Gaddafi, hyggst ekki yfirgefa borgina. Erlent 21.8.2011 17:35 12 látnir eftir flugslys í Kanada Tólf manns fórust þegar Boing 737 flugvél hrapaði skammt frá flugvelli við bæinn Resolute, nyrst í Kanada í gær. Þoka og slæmt skyggni var á þessum slóðum þegar vélin hrapaði. Erlent 21.8.2011 17:29 Segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í Kína í nótt, þar sem hann er staddur í heimsókn. Erlent 21.8.2011 17:00 Sjö látnir eftir loftárás Tyrkja Sjö almennir borgarar létu lífið í loftárásum Tyrkja í Norður-Írak í dag, en Tyrkir hafa staðið fyrir loftárásum gegn uppreisnarmönnum síðan á miðvikudaginn. Erlent 21.8.2011 15:57 Noregskonungur klökknaði við minningarathöfn Haraldur Noregskonungur var klökkur þegar hann talaði á minningarathöfn í Osló um þá sem fórust í Útey þann 22. júlí síðastliðinn. Athöfnin fer fram í dag og eru um sex þúsund manns viðstaddir. Þeirra á meðal eru þjóðarleiðtogar allra Norðurlandanna, eftir því sem Jyllands Posten greindi frá. Erlent 21.8.2011 14:22 Hatturinn fauk af páfanum Hirðingjahattur Benedikts sextánda páfa fauk af honum í gær þegar mikill stormur skall á þar sem hann predikaði af krafti utandyra á Spáni á lokaathöfn dags unga fólksins í gærkvöld. Erlent 21.8.2011 10:32 Stór jarðskjálfti nálægt Vanuatu Jarðskjálfti sem mældist 7,5 á richter varð nálægt kyrrahafseyjunni Vanuatu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Ekki er talið að jarðskjálftinn hafi sett af stað stóra flóðbylgju, en staðbundnari flóðbygljur kynnu að valda skaða nærri upptökum skjálftans. Erlent 20.8.2011 17:37 Snúa aftur til Úteyjar Ungmenni sem komust lifandi frá hryðjuverkaárásinni í Útey þann 22. júlí síðastliðinn fóru í dag aftur út í eyjuna og minntust vina sinna sem ekki komust lífs af. Erlent 20.8.2011 13:54 Kim Jong Il kominn til Rússlands Leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-il, kom til Rússlands í dag og mun þar funda með forseta landsins, Dimitry Medvedev. Þetta er fyrsta rússlandsheimsókn kóreska leiðtogans í níu ár, og er talið að heimsóknin sýni viðleitni Norður-Kóreu til að sækja sér aukna velvild í alheimssamfélaginu, auk efnahagslegs stuðnings. Erlent 20.8.2011 11:58 Sefaði áhyggjur Kínverja af BNA Kínverjar segjast bera fullt traust til bandarísks efnahagslífs og óttast ekki um fjárfestingu sína í ríkisskuldabréfum þótt stífir vindar hafi geisað. Erlent 20.8.2011 00:30 Milljarðarnir að verða sjö Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 20.8.2011 00:00 Flóttakýr búin að setja Þýskaland á annan endann Þýska flóttakýrin Yvonne hefur sett Þýskaland á annan endann. Dýraverndunarsinnar leita hennar ákaft, þýska blaðið Bildt hefur lofað hverjum þeim sem bjargar henni tíu þúsund evrur á meðan lögreglan hefur gefið veiðimönnum grænt ljós á að skjóta hana af færi. Og það sem meira er; hindúar eru brjálaðir. Erlent 19.8.2011 23:00 Ráðist á breskar skrifstofur Breskar skrifstofur í Kabúl, Afghanistan, urðu fyrir árás nú í morgun. Minnst 9 manns létu lífið, þar af einn útlendingur. Í dag er helgidagur í Afghanistan, haldið er upp á sjálfstæði landsins undan breskri stjórn. Erlent 19.8.2011 17:01 Ísrael svarar fyrir sig Ísraelsmenn sendu í nótt loftárásir yfir Gazasvæðið. Sex Palestínumenn létu lífið, þeirra á meðal ungur drengur. Sautján aðrir eru illa særðir. Loftárásirnar eru svar við árásum sem urðu í suður Ísrael í gær. Erlent 19.8.2011 16:33 « ‹ ›
Bókasafnið í Berlín skilar bókum sem nasistar stálu Borgarbókasafnið í Berlín ætlar á næstu dögum að skila bókum sem nasistar stálu frá Sósíal Demókrötum í borginni á milli stríðsárunum. Þar á meðal er ensk útgáfa af kommúnistaávarpinu sem talið er að hafi verið í eigu Friedrich Engels, sem skrifaði bókina ásamt Karli Marx árið 1848. Stjórnmálaflokkurinn var bannaður þegar Hitler komst til valda í landinu og eignir hans gerðar upptækar. Alls er um sjötíu bækur að ræða. Erlent 22.8.2011 13:13
Náttúruunnendur dæmdir í Danmörku Ellefu félagar í Greenpeace samtökum Danmerkur fengu í morgun tveggja vikna skilorðsbundinn dóm fyrir að smygla sér óboðnir inn á hátíðarmatarboð leiðtoga heimsins í desember árið 2009. Félagarnir laumuðu sér inn í bílalest leiðtoganna á limósínu með fölsuðum lögregluljósum. Erlent 22.8.2011 12:24
Þrír synir Gaddafís nú í haldi Þrír synir Gaddafís hafa verið teknir höndum, þar á meðal Saíf, sem talinn var líklegastur til þess að taka við af föður sínum. Ekkert hefur þó frést af Gaddafí sjálfum en talsmaður uppreisnarmanna segist telja að hann fari annað hvort huldu höfði í höfuðborginni eða þá að hann hafi flúið til suðurhluta landsins og jafnvel yfir til nágrannaríkjanna Tsjad eða Alsír. Erlent 22.8.2011 12:01
Kennarar þurfa að kunna á Facebook Kennarar verða að læra að nota samfélagsmiðla annars geta þeir ekki skilið í hverslags heimi nemendur þeirra lifa í. Þetta segir Arne Krokan prófessor við Stofnun í félagsfræði og stjórnmálafræði í Noregi. Erlent 22.8.2011 12:01
29.000 heimilislausir í Norður Kóreu Rauði Krossinn tilkynnti í dag að yfir 29.000 manns í Norður Kóeru séu heimilislausir eftir storma og flóð síðustu þriggja mánaða. Rauði Krossinn vinnur nú að því að deila mat og vatni til 7.500 þurfandi fjölskyldna í landinu. Einnig er stefnt að því að koma upp viðunandi skjóli áður en veturinn skellur á í Norður Kóreu. Erlent 22.8.2011 11:43
Irene orðin fellibylur Hitabeltisstormurinn Irene náði nú fyrr í dag styrk fellibyls. Óveðrið fór í dag yfir Puerto Rico og stefnir í átt að Dóminíska lýðveldinu og Haiti. Erlent 22.8.2011 11:27
Hamas og Ísrael semja um vopnahlé Hamas-samtökin og Ísrael hafa samið um vopnahlé sem hefst í dag. Þetta kom fram á vef fréttaveitunnar Reuters í morgun. Eftir fimm daga af vopnuðum átökum ku hóparnir hafa náð samkomulagi um vopnahlé. Hamas-samtökin ætla sér að þvinga smáa herflokka í Palestínu, sem ábyrgir eru fyrir flestum sprengingum á landamærunum, til að virða samkomulagið. Erlent 22.8.2011 10:07
Assad segir ekki af sér Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kom fram í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Þar varaði hann önnur ríki við því að skipta sér af ástandinu í Sýrlandi og sagði öll afskipti myndu hafa "stórfelldar afleiðingar". Einnig talaði hann um fyrirhugaðar endurbætur sínar á stjórnkerfi landsins, en fjallaði ekkert um stöðu sína sem forseti. Erlent 22.8.2011 09:43
Bardagar við höfuðstöðvar Gaddafis Mikil fagnaðarlæti brutust út í Trípoli, höfuðborg Líbíu, í gærkvöldi þegar að uppreisnarmenn náðu miðhlutaborgarinnar á sitt vald. Fjörutíu og tveggja ára einræðisstjórn Gaddafis virðist vera að ljúka. Erlent 22.8.2011 07:56
Strauss-Kahn líklega laus allra mála Ákæra á hendur Dominique Strauss-Kahn, fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður að öllum líkindum felld niður þegar réttað verður í málinu á morgun. Erlent 22.8.2011 07:53
Fellibylur nálgast Púertó Ríkó Talið er að hitabeltisstormurinn Irene sem gengið hefur yfir sunnan við Puerto Rico síðustu vikur geti breyst í kraftmikinn fellibyl. Erlent 22.8.2011 07:50
Keyrði á níu ára gamlan strák og stakk af Ökumaður bíls stakk af vettvangi eftir að hafa keyrt á níu ára gamlan strák í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. Pilturinn fannst stuttu síðar meðvitundarlaus og með alvarlega höfuðáverka í götunni og var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús. Erlent 22.8.2011 07:48
Fogh segir að stjórn Gaddafis sé að falli komin Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja að ríkisstjórn Moammars Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sé að falli komin. Nú sé kominn tími til þess að mynda nýja lýðræðislega stjórn í Líbíu. Erlent 21.8.2011 23:54
Fagnaðarlátunum linnir ekki Líbískir borgarar fagna látlaust nú þegar líbískir uppreisnarmenn eru komnir á Græna torgið, sem er miðhluti höfuðborgarinnar Trípolí í Líbíu. Erlent 21.8.2011 23:36
Segjast hafa handtekið syni Gaddafís Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa handtekið þrjá syni Muammars Gaddafí Líbíuleiðtoga. Leiðtogi upppreisnarmannanna, Mustafa Abdel Jalil, segir að þeim sé haldið á öruggum stað og verði ekki gert mein. Erlent 21.8.2011 22:00
Sex látnir í tveimur flugslysum Sex eru látnir eftir að tvær smáar flugvélar brotlentu á innan við hálftíma í óskyldum atvikum í suðurhluta Póllands í kvöld. Erlent 21.8.2011 21:30
Hundruðir látnir í blóðugum bardögum í Líbíu 376 manns hafa látist í átökum í Tripoli, höfuðborg Líbíu, og um eitt þúsund hafa slasast. Leiðtogi landsins, Muhammar Gaddafi, hyggst ekki yfirgefa borgina. Erlent 21.8.2011 17:35
12 látnir eftir flugslys í Kanada Tólf manns fórust þegar Boing 737 flugvél hrapaði skammt frá flugvelli við bæinn Resolute, nyrst í Kanada í gær. Þoka og slæmt skyggni var á þessum slóðum þegar vélin hrapaði. Erlent 21.8.2011 17:29
Segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í Kína í nótt, þar sem hann er staddur í heimsókn. Erlent 21.8.2011 17:00
Sjö látnir eftir loftárás Tyrkja Sjö almennir borgarar létu lífið í loftárásum Tyrkja í Norður-Írak í dag, en Tyrkir hafa staðið fyrir loftárásum gegn uppreisnarmönnum síðan á miðvikudaginn. Erlent 21.8.2011 15:57
Noregskonungur klökknaði við minningarathöfn Haraldur Noregskonungur var klökkur þegar hann talaði á minningarathöfn í Osló um þá sem fórust í Útey þann 22. júlí síðastliðinn. Athöfnin fer fram í dag og eru um sex þúsund manns viðstaddir. Þeirra á meðal eru þjóðarleiðtogar allra Norðurlandanna, eftir því sem Jyllands Posten greindi frá. Erlent 21.8.2011 14:22
Hatturinn fauk af páfanum Hirðingjahattur Benedikts sextánda páfa fauk af honum í gær þegar mikill stormur skall á þar sem hann predikaði af krafti utandyra á Spáni á lokaathöfn dags unga fólksins í gærkvöld. Erlent 21.8.2011 10:32
Stór jarðskjálfti nálægt Vanuatu Jarðskjálfti sem mældist 7,5 á richter varð nálægt kyrrahafseyjunni Vanuatu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Ekki er talið að jarðskjálftinn hafi sett af stað stóra flóðbylgju, en staðbundnari flóðbygljur kynnu að valda skaða nærri upptökum skjálftans. Erlent 20.8.2011 17:37
Snúa aftur til Úteyjar Ungmenni sem komust lifandi frá hryðjuverkaárásinni í Útey þann 22. júlí síðastliðinn fóru í dag aftur út í eyjuna og minntust vina sinna sem ekki komust lífs af. Erlent 20.8.2011 13:54
Kim Jong Il kominn til Rússlands Leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-il, kom til Rússlands í dag og mun þar funda með forseta landsins, Dimitry Medvedev. Þetta er fyrsta rússlandsheimsókn kóreska leiðtogans í níu ár, og er talið að heimsóknin sýni viðleitni Norður-Kóreu til að sækja sér aukna velvild í alheimssamfélaginu, auk efnahagslegs stuðnings. Erlent 20.8.2011 11:58
Sefaði áhyggjur Kínverja af BNA Kínverjar segjast bera fullt traust til bandarísks efnahagslífs og óttast ekki um fjárfestingu sína í ríkisskuldabréfum þótt stífir vindar hafi geisað. Erlent 20.8.2011 00:30
Milljarðarnir að verða sjö Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 20.8.2011 00:00
Flóttakýr búin að setja Þýskaland á annan endann Þýska flóttakýrin Yvonne hefur sett Þýskaland á annan endann. Dýraverndunarsinnar leita hennar ákaft, þýska blaðið Bildt hefur lofað hverjum þeim sem bjargar henni tíu þúsund evrur á meðan lögreglan hefur gefið veiðimönnum grænt ljós á að skjóta hana af færi. Og það sem meira er; hindúar eru brjálaðir. Erlent 19.8.2011 23:00
Ráðist á breskar skrifstofur Breskar skrifstofur í Kabúl, Afghanistan, urðu fyrir árás nú í morgun. Minnst 9 manns létu lífið, þar af einn útlendingur. Í dag er helgidagur í Afghanistan, haldið er upp á sjálfstæði landsins undan breskri stjórn. Erlent 19.8.2011 17:01
Ísrael svarar fyrir sig Ísraelsmenn sendu í nótt loftárásir yfir Gazasvæðið. Sex Palestínumenn létu lífið, þeirra á meðal ungur drengur. Sautján aðrir eru illa særðir. Loftárásirnar eru svar við árásum sem urðu í suður Ísrael í gær. Erlent 19.8.2011 16:33