Erlent

Maður fannst látinn í Þórshöfn í Færeyjum

Maður fannst látinn fyrir framan þinghúsið í Þórshöfn í Færeyjum í kvöld. Maðurinn, sem er um fimmtugt, fannst með hníf í brjóstinu og var hann látinn þegar hann fannst. Ekki er enn ljóst hvort um morð sé að ræða. Morð hefur ekki verið framið í Færeyjum í 23 ár en á dögunum hvarf 42 ára gamall fjölskyldumaður sporlaust og óttast lögreglan að hann hafi verið myrtur. Að sögn lögreglumanns sem danska blaðið BT ræddi við í kvöld er ekkert sem bendir til þess að málin tvö tengist. Lögreglan mun gefa frekari upplýsingar um málið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×