Erlent

Þúsundir húsa án rafmagns

Mikill stormur gekk yfir Danmörku í gær. Rafmagn fór af þúsundum heimila.
Mikill stormur gekk yfir Danmörku í gær. Rafmagn fór af þúsundum heimila.
Rafmagn fór af um tólf þúsund heimilum í Danmörku og Suðvestur-Svíþjóð eftir að stormur gekk þar yfir í gær.

Óveðrið olli umferðartöfum auk þess sem ferjuferðum var frestað á milli Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Þýskalands. Eyrarsundsbrúnni var einnig lokað vegna stormsins. Sænska veðurstofan varaði við storminum og tilkynnti um hæsta varúðarstuðul, eða þrjá. Hjá dönsku veðurstofunni var varúðarstuðullinn tveir. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×