Erlent

Herforingjar biðja um frið

Mótmælendur krefjast afsagnar herforingjanna.
nordicphotos/AFP
Mótmælendur krefjast afsagnar herforingjanna. nordicphotos/AFP
Herforingjastjórnin í Egyptalandi hvetur mótmælendur til að vera til friðs og taka þátt í þingkosningum í dag, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli í byltingu fyrr á árinu.

„Við viljum ekki leyfa vandræðafólki að blanda sér í kosningarnar,“ sagði Hussein Tantawi, leiðtogi herforingjaráðsins, sem farið hefur með völd að mestu síðustu mánuði.

Hann sagði erlend öfl standa að baki mótmælunum, sem brutust út að nýju fyrir rúmlega viku.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×