Erlent Kaupóðir Bretar freista þess að gera reyfarakaup í dag Bretar flykkjast nú í verslanir í þeirri von um að gera reyfarakaup en jólaútsölurnar hefjast í dag þar ytra, á degi sem kallaður er "Boxing day". Erlent 26.12.2011 10:08 Jólahryllingur í Texas - fjölskylda fannst myrt við jólatréð Lögreglan í borginni Grapevine í Texas-fylki í Bandaríkjunum stendur frammi fyrir óhugnanlegu máli þar sem sjö manns fundust skotnir til bana á jóladag. Erlent 26.12.2011 09:49 Obama-hjónin óskuðu landsmönnum gleðilegra jóla Kristnir menn um allan heim fögnuðu jólunum í dag hver með sínum hætti. Jóhanna Margrét Gísladóttir segir okkur nú meðal annars frá fólki í jólaskapi á sundskýlu í Ástralíu og Þýskalandi, jólahaldi hermanna í Afganistan og jólaávarpi forseta Bandaríkjanna. Erlent 25.12.2011 20:00 Segja Rússa ekki líða spillingu lengur Tugir þúsunda komu saman í Moskvu í gær til að vekja athygli á meintu kosningasvindli í þingkosningunum fyrr í þessum mánuði. Skipuleggjendur mótmælana segja Rússa ekki líða spillingu lengur. Erlent 25.12.2011 13:00 Þessi er alveg með'etta Dýrin geta verið alveg yndisleg og þessi voffi er engin undantekning á því. Hann hlustar sko á tónlist, og það er ekki annað að sjá en að hann brosi út að eyrum þegar eigandi hans spilar á gítarinn. En um leið og hann hættir, þá fer brosið. Sjón er sögu ríkari. Erlent 25.12.2011 09:41 Hneykslaður á markaðsvæðingu jólanna Benedikt XVI páfi hneykslaðist á markaðsvæðingu jólanna í jólamessu í Péturskirkjunni í Róm í gærkvöld. Hann hvatti fólk til þess að horfa framhjá “yfirborðskenndu glysi jólahátíðarinnar og finna barnið sem lagt var í jötu í Betlehem.” Í predikun sinni harmaði páfinn líka ofbeldið í heiminum og bað fyrir þeim sem búa við fátækt. Erlent 25.12.2011 08:00 Alþjóðalögreglan gefur út handtökuskipun á sílikonframleiðanda Alþjóðalögreglan, Interpol, hefur gefið út handtökuskipun á hendur yfirmanni franska fyrirtækisins sem framleiddi gallaða sílikonpúða í brjóst. Sílikonpúðarnir hafa valdið mikilli skelfingu á meðal kvenna í vikunni eftir að það kvisaðist út að þeir gætu sprungið og jafnvel valdið krabbameini. Erlent 24.12.2011 16:45 Þúsundir flykkjast til Betlehem Þúsundir kristinna manna, hvaðanæva að úr heiminum, flykkjast til Betlehem, fæðingarborgar Frelsarans, á hverju ári þegar jólahátíðin gengur í garð. Vænst er þess að um 90 þúsund manns ferðist þangað um þessi jól. Fjöldi tónleika verður haldinn og að sjálfsögðu verður messað í hinni 1700 ára gömlu Fæðingarkirkju sem byggð er á staðnum þar sem talið er að Jesús hafi fæðst. Erlent 24.12.2011 13:49 Drottningin heimsótti eiginmann sinn á spítala Elísabet II Bretadrottning heimsótti í dag Fillipus, eiginmann sinn, á spítala þar sem hann dvelur vegna kransæðastíflu. Filipus er orðinn 90 ára gamall. Hann gekkst undir hjartaþræðingu. Í tilkynningu frá konungshöllinni segir að líðan Filipusar sé góð en grannt sé fylgst með honum á Papworth spítalanum. Þegar drottningin heimsótti Filipus í morgun var hún í fylgd barna sinna Edward, Andrew og Anne. Erlent 24.12.2011 13:18 Íslenski jólasveinninn sá fimmti versti í heimi Íslenski jólasveinninn er sá fimmti versti í heimi samkvæmt óvisindalegri úttekt danska blaðsins Jyllands Posten. Í umsögn blaðsins segir að á Íslandi séu þrettán jólasveinar sem séu vondir, bæði við dýr og menn. Einstakur kvikyndisskapur einkenni hvern og einn þeirra. Einn þeirra sé gluggagæir, annar bjúguþjófur og sá þriðji skelfi konur með því að kíkja undir kjólinn þeirra. Þá segir að jólasveinarnir þrettán eigi vonda móður, sem heiti Grýla og eigi jólakött. Grýla hati börn sem fái ekki ný föt í jólagjöf. Hún sigi því jólaketttinum á börnin og setji þau svo í pokann sinn. Erlent 24.12.2011 12:40 Gorbachev skammast sín fyrir Putin Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, segist skammast sín fyrir Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, vegna viðbragða þess síðarnefnda við mótmælendum sem krefjast úrbóta hjá rússneskum stjórnvöldum. Erlent 24.12.2011 09:30 Láta 2900 fanga lausa Stjórnvöld í Kúbu ætla að láta 2900 fanga lausa á næstu dögum, þar á meðal nokkra sem dæmdir hafa verið fyrir pólitíska glæpi. Raul Castro, forseti Kúbu, segir að þetta sé gert til að sýna góðvilja í verki eftir að hafa fengið nokkrar óskir frá ættingjum og trúarsamtökum. Erlent 24.12.2011 09:01 Íbúar fylltust skelfingu á ný Harðir jarðskjálftar riðu yfir í Christchurch í gær, tæplega fjórum mánuðum eftir að stóri skjálftinn reið þar yfir í haust. Erlent 24.12.2011 08:00 Amagermaður í lífstíðarfangelsi Amagermaðurinn, Marcel Lychau Hansen, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi. Á 23ja ára tímabili myrti hann tvær konur og nauðgaði sex öðrum, síðast táningsstúlku á síðasta ári. Erlent 24.12.2011 07:00 Beinast gegn leyniþjónustunni Tugir manna fórust í tveimur sjálfsvígsárásum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Árásirnar beindust að höfuð stöðvum lögreglu og leyniþjónustu í borginni. Yfir hundrað manns eru særðir. Erlent 24.12.2011 06:00 Lýðræðishetja syrgð í Tékklandi Útför Vaclavs Havel var gerð í Prag í gær að viðstöddum fjölda erlendra þjóðhöfðingja. Erlent 24.12.2011 05:00 Sakar Frakka um þjóðarmorð „Talið er að Frakkar hafi frá 1945 drepið um 15 prósent alsírsku þjóðarinnar. Það er þjóðarmorð,“ segir Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Erlent 24.12.2011 02:00 Verslunaræði eftir að Nike opinberaði nýja skó Nýir íþróttaskór hafa valdið miklum usla í Bandaríkjunum. Nike opinberaði nýjustu týpu af Air Jordan skónum í vikunni og hafa raðir myndast víðsvegar um Bandaríkin. Erlent 23.12.2011 22:15 Franska ríkið ætlar að greiða fyrir brjóstaaðgerðirnar Frönsk stjórnvöld ætla að greiða aðgerðir við að láta fjarlægja silikon úr brjóstum fyrir 30 þúsund konur þar í landi. Konurnar eru allar með silikon sem óttast er að sé gallað og geti hugsanlega lekið. Erlent 23.12.2011 21:30 Náði ótrúlegum myndum af halastjörnunni Lovejoy Geimfarinn Dan Burbank náði stórkostlegum myndum af halastjörnunni Lovejoy stuttu eftir að hún átti náin kynni við sólina. Erlent 23.12.2011 21:30 Björguðu dádýri í sjálfheldu Þrír menn komu dádýri til bjargar eftir að það lenti í sjálfheldu á ísilögðu stöðuvatni í Kanada. Þeim tókst að útbúa beisli og draga svo dýrið meðfram ísnum og koma því á land. Erlent 23.12.2011 14:48 Eftirskjálftar í Christchurch Tugir slösuðust í tveimur snörpum skjálftum sem riðu yfir nýsjálensku borgina Christchurch í nótt. Skjálftarnir voru báðir um 5.8 stig. Ekki er vitað þess að einhver hafi látist í skjálftunum. Erlent 23.12.2011 13:52 30 látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Sýrlandi Tvær sjálfsmorðssprengingar áttu sér stað í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Samkvæmt opinberum fjölmiðlum þar í landi hafa rúmlega 30 manns látið lífið og enn fleiri eru slasaðir. Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda hafi staðið að baki sprengjuárásinni. Erlent 23.12.2011 13:28 Rangárþing ytra og Dettifoss á hvíta tjaldinu Fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni Prometheus hefur verið opinberað. Ridley Scott leikstýrir myndinni en hún var að hluta til tekin upp á Íslandi. Erlent 23.12.2011 11:57 Hubble finnur vísbendingar um lífshvata á Plútó Hubble-geimsjónaukinn hefur fundið vísbendingar um flóknar kolvatnsefnis sameindir á yfirborði Plútó. Sameindin var nauðsynlegur efnahvati þegar líf myndaðist fyrst á jörðinni. Erlent 23.12.2011 11:30 Steve Jobs fær Grammy Steve Jobs verður heiðraður á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á næsta ári. Aðstandendur hátíðarinnar vilja heiðra Jobs fyrir framlag hans til tónlistar. Erlent 23.12.2011 10:54 Sprengjuárás í Damaskus Tvær sprengingar áttu sér stað í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Opinberir fjölmiðlar í landinu greindu frá því að liðsmenn al-Qaeda hefðu sprengt tvær bílasprengjur í vesturhluta borgarinnar. Andspyrnuhópar í Sýrlandi eru þó á öðru máli og segja stjórnvöld í landinu hafa skipulagt sprengingarnar til að hafa áhrif á sendinefnd Arababandalagsins sem nýlega kom til landsins. Erlent 23.12.2011 10:31 Kínverskur aðgerðasinni dæmdur í níu ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt aðgerðasinna þar í landi í níu ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um niðurrifsstarfsemi og að hvetja Kínverja til að steypa kommúnistastjórninni af stóli. Dómurinn er sá þyngsti sem fallið hefur síðan stjórnvöld í Kína hófu herferð til að koma í veg fyrir uppreisn í anda þeirra sem sprottið hafa upp í Austurlöndum nær. Erlent 23.12.2011 09:45 Segir al-Maliki bera ábyrgð á óöldinni Varaforseti Íraks, Tariq al-Hashemi, segir að forsætisráðherrann Nouri al-Maliki beri ábyrgð á ofbeldisöldunni sem ríður nú yfir landið. Tugir manna létu lífið í sprengjuárásum í gær og flestar beindust árásirnar að Sjía múslimum. Erlent 23.12.2011 08:23 Finnar rugluðust á eldflaugum og flugeldum Leyndardómurinn um hergögnin í dularfullu flutningaskipi í finnskri höfn hefur verið leystur. Um þýðingarvilu var að ræða. Patriot loftvarnaflaugarnar og sprengiefnið sem finnsk hafnaryfirvöld fundu um borð í flutningaskipinu MS Thor Liberty sem var á leið til Suður-Kóreu og Kína var löglegur farmur eftir allt saman. Farmurinn kom yfirvöldum í finnsku hafnarborginni Kotka á óvart enda var illa um hann búið til slíkrar sjóferðar. Erlent 23.12.2011 08:21 « ‹ ›
Kaupóðir Bretar freista þess að gera reyfarakaup í dag Bretar flykkjast nú í verslanir í þeirri von um að gera reyfarakaup en jólaútsölurnar hefjast í dag þar ytra, á degi sem kallaður er "Boxing day". Erlent 26.12.2011 10:08
Jólahryllingur í Texas - fjölskylda fannst myrt við jólatréð Lögreglan í borginni Grapevine í Texas-fylki í Bandaríkjunum stendur frammi fyrir óhugnanlegu máli þar sem sjö manns fundust skotnir til bana á jóladag. Erlent 26.12.2011 09:49
Obama-hjónin óskuðu landsmönnum gleðilegra jóla Kristnir menn um allan heim fögnuðu jólunum í dag hver með sínum hætti. Jóhanna Margrét Gísladóttir segir okkur nú meðal annars frá fólki í jólaskapi á sundskýlu í Ástralíu og Þýskalandi, jólahaldi hermanna í Afganistan og jólaávarpi forseta Bandaríkjanna. Erlent 25.12.2011 20:00
Segja Rússa ekki líða spillingu lengur Tugir þúsunda komu saman í Moskvu í gær til að vekja athygli á meintu kosningasvindli í þingkosningunum fyrr í þessum mánuði. Skipuleggjendur mótmælana segja Rússa ekki líða spillingu lengur. Erlent 25.12.2011 13:00
Þessi er alveg með'etta Dýrin geta verið alveg yndisleg og þessi voffi er engin undantekning á því. Hann hlustar sko á tónlist, og það er ekki annað að sjá en að hann brosi út að eyrum þegar eigandi hans spilar á gítarinn. En um leið og hann hættir, þá fer brosið. Sjón er sögu ríkari. Erlent 25.12.2011 09:41
Hneykslaður á markaðsvæðingu jólanna Benedikt XVI páfi hneykslaðist á markaðsvæðingu jólanna í jólamessu í Péturskirkjunni í Róm í gærkvöld. Hann hvatti fólk til þess að horfa framhjá “yfirborðskenndu glysi jólahátíðarinnar og finna barnið sem lagt var í jötu í Betlehem.” Í predikun sinni harmaði páfinn líka ofbeldið í heiminum og bað fyrir þeim sem búa við fátækt. Erlent 25.12.2011 08:00
Alþjóðalögreglan gefur út handtökuskipun á sílikonframleiðanda Alþjóðalögreglan, Interpol, hefur gefið út handtökuskipun á hendur yfirmanni franska fyrirtækisins sem framleiddi gallaða sílikonpúða í brjóst. Sílikonpúðarnir hafa valdið mikilli skelfingu á meðal kvenna í vikunni eftir að það kvisaðist út að þeir gætu sprungið og jafnvel valdið krabbameini. Erlent 24.12.2011 16:45
Þúsundir flykkjast til Betlehem Þúsundir kristinna manna, hvaðanæva að úr heiminum, flykkjast til Betlehem, fæðingarborgar Frelsarans, á hverju ári þegar jólahátíðin gengur í garð. Vænst er þess að um 90 þúsund manns ferðist þangað um þessi jól. Fjöldi tónleika verður haldinn og að sjálfsögðu verður messað í hinni 1700 ára gömlu Fæðingarkirkju sem byggð er á staðnum þar sem talið er að Jesús hafi fæðst. Erlent 24.12.2011 13:49
Drottningin heimsótti eiginmann sinn á spítala Elísabet II Bretadrottning heimsótti í dag Fillipus, eiginmann sinn, á spítala þar sem hann dvelur vegna kransæðastíflu. Filipus er orðinn 90 ára gamall. Hann gekkst undir hjartaþræðingu. Í tilkynningu frá konungshöllinni segir að líðan Filipusar sé góð en grannt sé fylgst með honum á Papworth spítalanum. Þegar drottningin heimsótti Filipus í morgun var hún í fylgd barna sinna Edward, Andrew og Anne. Erlent 24.12.2011 13:18
Íslenski jólasveinninn sá fimmti versti í heimi Íslenski jólasveinninn er sá fimmti versti í heimi samkvæmt óvisindalegri úttekt danska blaðsins Jyllands Posten. Í umsögn blaðsins segir að á Íslandi séu þrettán jólasveinar sem séu vondir, bæði við dýr og menn. Einstakur kvikyndisskapur einkenni hvern og einn þeirra. Einn þeirra sé gluggagæir, annar bjúguþjófur og sá þriðji skelfi konur með því að kíkja undir kjólinn þeirra. Þá segir að jólasveinarnir þrettán eigi vonda móður, sem heiti Grýla og eigi jólakött. Grýla hati börn sem fái ekki ný föt í jólagjöf. Hún sigi því jólaketttinum á börnin og setji þau svo í pokann sinn. Erlent 24.12.2011 12:40
Gorbachev skammast sín fyrir Putin Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, segist skammast sín fyrir Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, vegna viðbragða þess síðarnefnda við mótmælendum sem krefjast úrbóta hjá rússneskum stjórnvöldum. Erlent 24.12.2011 09:30
Láta 2900 fanga lausa Stjórnvöld í Kúbu ætla að láta 2900 fanga lausa á næstu dögum, þar á meðal nokkra sem dæmdir hafa verið fyrir pólitíska glæpi. Raul Castro, forseti Kúbu, segir að þetta sé gert til að sýna góðvilja í verki eftir að hafa fengið nokkrar óskir frá ættingjum og trúarsamtökum. Erlent 24.12.2011 09:01
Íbúar fylltust skelfingu á ný Harðir jarðskjálftar riðu yfir í Christchurch í gær, tæplega fjórum mánuðum eftir að stóri skjálftinn reið þar yfir í haust. Erlent 24.12.2011 08:00
Amagermaður í lífstíðarfangelsi Amagermaðurinn, Marcel Lychau Hansen, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi. Á 23ja ára tímabili myrti hann tvær konur og nauðgaði sex öðrum, síðast táningsstúlku á síðasta ári. Erlent 24.12.2011 07:00
Beinast gegn leyniþjónustunni Tugir manna fórust í tveimur sjálfsvígsárásum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Árásirnar beindust að höfuð stöðvum lögreglu og leyniþjónustu í borginni. Yfir hundrað manns eru særðir. Erlent 24.12.2011 06:00
Lýðræðishetja syrgð í Tékklandi Útför Vaclavs Havel var gerð í Prag í gær að viðstöddum fjölda erlendra þjóðhöfðingja. Erlent 24.12.2011 05:00
Sakar Frakka um þjóðarmorð „Talið er að Frakkar hafi frá 1945 drepið um 15 prósent alsírsku þjóðarinnar. Það er þjóðarmorð,“ segir Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Erlent 24.12.2011 02:00
Verslunaræði eftir að Nike opinberaði nýja skó Nýir íþróttaskór hafa valdið miklum usla í Bandaríkjunum. Nike opinberaði nýjustu týpu af Air Jordan skónum í vikunni og hafa raðir myndast víðsvegar um Bandaríkin. Erlent 23.12.2011 22:15
Franska ríkið ætlar að greiða fyrir brjóstaaðgerðirnar Frönsk stjórnvöld ætla að greiða aðgerðir við að láta fjarlægja silikon úr brjóstum fyrir 30 þúsund konur þar í landi. Konurnar eru allar með silikon sem óttast er að sé gallað og geti hugsanlega lekið. Erlent 23.12.2011 21:30
Náði ótrúlegum myndum af halastjörnunni Lovejoy Geimfarinn Dan Burbank náði stórkostlegum myndum af halastjörnunni Lovejoy stuttu eftir að hún átti náin kynni við sólina. Erlent 23.12.2011 21:30
Björguðu dádýri í sjálfheldu Þrír menn komu dádýri til bjargar eftir að það lenti í sjálfheldu á ísilögðu stöðuvatni í Kanada. Þeim tókst að útbúa beisli og draga svo dýrið meðfram ísnum og koma því á land. Erlent 23.12.2011 14:48
Eftirskjálftar í Christchurch Tugir slösuðust í tveimur snörpum skjálftum sem riðu yfir nýsjálensku borgina Christchurch í nótt. Skjálftarnir voru báðir um 5.8 stig. Ekki er vitað þess að einhver hafi látist í skjálftunum. Erlent 23.12.2011 13:52
30 látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Sýrlandi Tvær sjálfsmorðssprengingar áttu sér stað í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Samkvæmt opinberum fjölmiðlum þar í landi hafa rúmlega 30 manns látið lífið og enn fleiri eru slasaðir. Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda hafi staðið að baki sprengjuárásinni. Erlent 23.12.2011 13:28
Rangárþing ytra og Dettifoss á hvíta tjaldinu Fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni Prometheus hefur verið opinberað. Ridley Scott leikstýrir myndinni en hún var að hluta til tekin upp á Íslandi. Erlent 23.12.2011 11:57
Hubble finnur vísbendingar um lífshvata á Plútó Hubble-geimsjónaukinn hefur fundið vísbendingar um flóknar kolvatnsefnis sameindir á yfirborði Plútó. Sameindin var nauðsynlegur efnahvati þegar líf myndaðist fyrst á jörðinni. Erlent 23.12.2011 11:30
Steve Jobs fær Grammy Steve Jobs verður heiðraður á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á næsta ári. Aðstandendur hátíðarinnar vilja heiðra Jobs fyrir framlag hans til tónlistar. Erlent 23.12.2011 10:54
Sprengjuárás í Damaskus Tvær sprengingar áttu sér stað í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Opinberir fjölmiðlar í landinu greindu frá því að liðsmenn al-Qaeda hefðu sprengt tvær bílasprengjur í vesturhluta borgarinnar. Andspyrnuhópar í Sýrlandi eru þó á öðru máli og segja stjórnvöld í landinu hafa skipulagt sprengingarnar til að hafa áhrif á sendinefnd Arababandalagsins sem nýlega kom til landsins. Erlent 23.12.2011 10:31
Kínverskur aðgerðasinni dæmdur í níu ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt aðgerðasinna þar í landi í níu ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um niðurrifsstarfsemi og að hvetja Kínverja til að steypa kommúnistastjórninni af stóli. Dómurinn er sá þyngsti sem fallið hefur síðan stjórnvöld í Kína hófu herferð til að koma í veg fyrir uppreisn í anda þeirra sem sprottið hafa upp í Austurlöndum nær. Erlent 23.12.2011 09:45
Segir al-Maliki bera ábyrgð á óöldinni Varaforseti Íraks, Tariq al-Hashemi, segir að forsætisráðherrann Nouri al-Maliki beri ábyrgð á ofbeldisöldunni sem ríður nú yfir landið. Tugir manna létu lífið í sprengjuárásum í gær og flestar beindust árásirnar að Sjía múslimum. Erlent 23.12.2011 08:23
Finnar rugluðust á eldflaugum og flugeldum Leyndardómurinn um hergögnin í dularfullu flutningaskipi í finnskri höfn hefur verið leystur. Um þýðingarvilu var að ræða. Patriot loftvarnaflaugarnar og sprengiefnið sem finnsk hafnaryfirvöld fundu um borð í flutningaskipinu MS Thor Liberty sem var á leið til Suður-Kóreu og Kína var löglegur farmur eftir allt saman. Farmurinn kom yfirvöldum í finnsku hafnarborginni Kotka á óvart enda var illa um hann búið til slíkrar sjóferðar. Erlent 23.12.2011 08:21
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent