Erlent

J.K. Rowling kynnir nýja skáldsögu

J.K. Rowling
J.K. Rowling mynd/AP
Breski rithöfundurinn J.K. Rowling, sem gerði garðinn frægan með Harry Potter bókaröðinni, hefur lokið við nýjustu skáldsögu sína. Hún ber heitið „The Casual Vacancy" og fer í almenna sölu 27. september næstkomandi.

Rowling bindur eflaust ekki vonir við að jafna vinsældir Harry Potter bókanna enda á nýja bókin að höfða til eldri lesenda.

„The Casual Vacancy" er svört kómedía. Hún hefst á sviplegum dauða þekkts manns í bænum Pagford. Íbúar bæjarins syrgja þennan merkismann en á sama tíma kemst upp um dularfulla fortíð hans.

Rowling sagði í viðtali fyrir stuttu að efnistök skáldsögunnar hverfist um átök - átök efnafólks og fátækra, foreldra og barna og fleiri.

Skáldsagan á vafalaust eftir að njóta mikill vinsælda enda á Rowling heiðurinn að einni vinsælustu bókaröð allra tíma.

Talið er að bækurnar í Harry Potter seríunni hafi selst í rúmlega 450 milljón eintökum víðsvegar um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×