Erlent

Bæjarstjóri sýndi frumkvæði og rak sjálfan sig

Bæjarstjórinn í bænum Keller City í Texas í Bandaríkjunum hefur rekið sjálfan sig. Hann tilkynnti um ákvörðunina í síðustu viku. Til útskýringar sagði hann að bærinn hefði einfaldlega ekki á þörf á sér..

Erlent

Upptökur af morðunum fóru á fjölmiðla

Mohamed Merah, sem myrti sjö manns í Frakklandi, kvikmyndaði morðin og sá til þess að upptökur færu á Al Jazeera fréttastöðina. Merah drap þrjá hermenn, rabbína og þrjú börn.

Erlent

Vændismálið vindur upp á sig

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var í dag ákærður fyrir aðild sína að vændishring. Strauss-Kahn hefur viðurkennt að hann hafi sótt teiti þar sem vændiskonur voru en hann neitar því að hann hafi vitað að konurnar væru vændiskonur.

Erlent

"Ísrael elskar Íran" - ungmenni nota Facebook til að stilla til friðar

Á meðan diplómatar og blaðamenn rýna í orðræður stjórnarmanna í Ísrael, Íran og Bandaríkjunum og leita jafnframt eftir vísbendingum um mögulegar hernaðaraðgerðir gegn kjarnorkurannsóknarstöðvum í Íran, þá hafa nokkur ísraelks ungmenni tekið höndum saman og hrundið af stað herferð á samskiptasíðum. Allt er þetta gert í þeirri von um að koma í veg fyrir stríð milli landanna.

Erlent

Breskir hermenn myrtir í Afganistan

Tveir breskir hermenn voru skotnir til bana í suðurhluta Afganistan í dag. Samkvæmt Philip Hammond, varnarmálaráðherra Bretlands, var vígamaðurinn klæddur einkennisbúningi afganska hersins.

Erlent

Japanir loka enn einu kjarnorkuveri

Stjórnvöld í Japan hafa lokað enn einu af kjarnorkuverum sínum. Er þá aðeins eitt af þeim 54 kjarnorkuverum sem til eru í landinu en í gangi. Þessu eina sem eftir er á síðan að loka í maí n.k.

Erlent

Falbauð fundi með ráðherrum

Peter Cruddas, einn af gjaldkerum breska íhaldsflokksins, hefur sagt af sér eftir að blaðamenn Sunday Times komu upp um tilraunir hans til að selja auðmönnum aðgengi að David Cameron og George Osbourne, forsætis- og fjármálaráðherrum landsins.

Erlent

300 þúsund leituðu hælis í ESB-ríkjum

Hælisleitendum fjölgaði í Evrópusambandsríkjum í fyrra miðað við árið áður. 301 þúsund manns leituðu hælis í fyrra en 259 þúsund árið 2010. Þetta kemur fram í tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Erlent

Búið að ákæra bróðurinn - hjálpaði honum að undirbúa ódæðin

Abdelkader Merah, eldri bróðir fjöldamorðingjans Mohamed Merah, sem drap sjö manns í Toulouse í Frakklandi fyrr í þessum mánuði, hefur verið ákærður fyrir aðild sína að morðunum. Hann er talinn eiga aðkomu að undirbúningi árása bróður síns og fyrir að hjálpað honum að stela mótórhjólinu sem hann notaði í skotárásunum. Abdelkader sagði við lögreglu, stuttu eftir að hann var handtekinn, að hann væri stoltur af gjörðum bróður síns en segist ekki eiga neina aðild að morðunum. Mohamed, bróðir hans, var skotinn af lögreglumönnum þegar þeir réðust til atlögu gegn honum á heimili sínu.

Erlent

Bjórinn í Köben lækkar í verði

Það eru margir Íslendingar sem skella sér til Danmerkur yfir sumartímann og því munu þeir sömu eflaust fagna því að verðið á mat og drykk í borginni mun lækka á næstu mánuðum.

Erlent

Ökumaður rútunnar handtekinn

Sextíu og fimm ára gamall ökumaður flutningabíls sem ók aftan á rútu á hraðbraut í miðhéruðum Englands í gærmorgun er látinn. Þar með eru fórnarlömb slyssins orðin tvö en þrjátíu og fimm ára gamall farþegi rútunnar var úrskurðaður látinn á slysstað. Fjölmargir slösuðust og þar af liggur einn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Ökumaður rútunnar var handtekinn í gær grunaður um að hafa valdið slysinu með glæfralegrum akstri en honum hefur verið sleppt gegn tryggingu. Mikil þoka var á svæðinu þegar umferðarslysið varð en það er sagt eitt það versta í sögu Bretlands í um áratug.

Erlent

Fjölskyldurnar fá skaðabætur

Fjölskyldur þeirra sem misstu ættingja í blóðbaðinu í Kandahar í Afganistan fyrr í þessum mánuði, þegar bandaríski hermaðurinn Robert Bales myrti sautján óbreytta borgara, hafa fengið greiddar skaðabætur frá Bandaríkjaher.

Erlent